Vekja athygli TIMES: Komandi kynslóðir geta hlustað á sögur sagðar með röddum ömmu og afa Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. apríl 2023 07:01 Á dögunum valdi tímaritið TIMES nýja vöru fyrirtækisins ONANOFF, sem Pétur Hannes Ólafsson og Bjarki Viðar Garðarsson stofnuðu, sem eina af bestu uppfinningu ársins 2022. Þessi vara heitir StoryPhone en með þeim heyrnatólum geta börn til dæmis hlustað á sögur með röddum foreldra sinna þótt þeir séu ekki nálægt og komandi kynslóðir varðveitt og hlustað á sögur, frásagnir og fleira frá til dæmis ömmum og öfum og svo framvegis. Fyrir rúmum tveimur og hálfu ári sögðum við frá ævintýralegri vegferð þeirra Péturs Hannesar Ólafssonar og Bjarka Viðars Garðarssonar, stofnenda fyrirtækisins ONANOFF sem þá þegar velti á annan milljarð króna með annan eigandann búsettan í Hong Kong en hinn á Akureyri. Þar búa þeir enn og þrátt fyrir Covid hefur fyrirtækið stækkað enn meir, samhliða því að ná halda áfram skemmtilegri vöruþróun. Starfsemi ONANOFF felst í framleiðslu heyrnatóla sem ekki valda heyrnaskaða og eru sérstaklega fyrir börn þriggja ára og aldri. ONANOFF hefur hingað til verið best þekkt fyrir BuddyPhones heyrnatólin sem hafa unnið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar í gegnum tíðina. En nýjasta varan frá þeim er StoryPhones. StoryPhones geyma og spila efni með því að smella seguldisk í hlið heyrnatólsins. StoryPhones er að því leytinu vara sem býður upp á skjálausa afþreyingu fyrir börn: Markaður sem fer vaxandi með hverjum degi í heiminum. „Nú erum við líka komin með þann valmöguleika að fólk getur tekið upp sínar eigin sögur,“ segir Pétur og vísar þar til þess að til dæmis geti foreldrar tekið upp sögur sem börnin þeirra hlusta á fyrir svefninn lesin af mömmu og pabba, þótt foreldrarnir séu ekki nálægt. Og hvert okkar myndi nú ekki vilja hlusta á einhverja góða sömu sagða með röddum afa okkar og ömmu? Það væri ómetanlegt en er hægt fyrir komandi kynslóðir, því þetta er eitt af því sem nýju heyrnatólin okkar bjóða upp á.“ Besta uppfinningin að mati TIME Á dögunum var tilkynnt að tímaritið TIME valdi ONANOFF sem eina af bestu uppfinningum ársins 2022. Valið er árlegt þar sem TIME velur vörur, hugbúnað eða þjónustu sem eiga það sameiginlegt að leysa krefjandi vandamál á skilvirkan og sniðugan hátt. Að vera á þessum lista eins virtasta tímarits heims opnar margar nýjar dyr fyrir þá félaga Pétur og Bjarka. Sem þó hafa farið í gegnum ýmislegt síðustu misseri, ekki síst Covid sem setti strik í reikninginn um langa hríð. „Ég komst eiginlega ekki til Kína í þrjú ár en þar rekum við þó heila skrifstofu,“ segir Pétur. Til viðbótar gátu þeir lítið sótt heim ráðstefnur og vörusýningar sem eru þeim afar mikilvægir vettvangur til að kynna heyrnatólin og koma þeim á framfæri. Stærsti samstarfs- og dreifingaraðilinn er þó ekki af verri endanum: Amazon risinn sjálfur. „Við erum í miklu samstarfi við Amazon enn þá og frá því fyrir þremur árum síðan hefur margt breyst í samstarfinu við þá, því við erum komnir með svo miklu fleiri vörur,“ segir Pétur en fyrir þremur árum var fyrirtækið þó komið í samstarf við risa á borð við Disney. „Í dag vilja þeir heyrnatól frá okkur sem eru sérhönnuð fyrir fullorðna og við erum að vinna að þeim núna. Við erum nú þegar með efni á fimm tungumálum: Ensku, spænsku, frönsku, ítölsku og þýsku en erum þessi dægrin að skoða samstarfsaðila um efni í Skandinavíu, þar á meðal á Íslandi,“ segir Pétur og bætir við: „Það væri til dæmis mjög gaman ef við værum komnir með einhverjar íslenskar sögur fyrir heyrnatólin fyrir næstu jól. Nú eða bara að fólk lesi inn sínar eigin sögur og gefi ástvinum.“ Um þrjár milljónir heyrnatóla hafa verið seld nú þegar og nú hefur helsti samstarfsaðili ONANOFF, Amazon risinn, óskað eftir því að framleiðsla hefjist á sérsniðnum heyrnatólum fyrir fullorðna. Þótt heyrnatól ONANOFF séu seld í milljónavís erlendis má sjá fallega íslenska náttúru í auglýsingum ONANOFF. Margt breyst og sumt ekki Mjög margt hefur breyst frá þeim tíma sem Atvinnulífið fjallaði um ONANOFF í nóvember 2020. Til dæmis hefur fyrirtækið stofnað hugbúnaðareiningu í Indlandi en er starfsemin líka staðsett með útibú í Hong Kona, Kína, á Íslandi, Hollandi og Bandaríkjunum. Um þrjár milljónir heyrnatóla hafa nú þegar verið seld en Asía er stór markaður hjá ONANOFF. Stærstu eigendur fyrirtækisins eru enn þeir Pétur og Bjarki, studdir af íslenskum fjárfestum, og enn er fyrirséð að vöxturinn mun halda áfram. Ekki síst í kjölfar listans góða hjá Times tímaritinu. „Það er líka eitt í þessari skjálausu afþreyingu fyrir börn sem er svo mikilvægt að hafa í huga en það er hvernig vörur eins og StoryPhones efla ímyndunarafl barnanna sjálfra,“ segir Pétur og bætir við: „Það hefur nefnilega svo margt breyst frá því að við vorum sjálf börn að lesa bækur. Þessi bókalestur er eiginlega að verða undir í samkeppni um afþreyingu í dag þar sem allt er orðið svo sjónrænt. Með því að hlusta á sögur í StoryPhone eru börnin að nýta sitt eigið ímyndunarafl eins og við þurftum sjálf að gera þegar við vorum lítil. Að hreinlega búa til myndir í huganum um það sem við vorum að lesa eða að hlusta á.“ Þá má geta þess að það er í rauninni engin furða þótt vörur sem bjóða upp á minni skjátíma fyrir börn séu vaxandi markaður. Því rannsóknir sýna að börn sofa betur ef skjátími er minni. Börn geta þó gert meira en að hlusta á sögur í StoryPhones því þar er líka boðið upp á ýmislegt annað sérsniðið efni fyrir börn. Til dæmis tónlist og hlaðvörp fyrir börn, til viðbótar við sögur eða fræðsluefni sem hægt er að lesa inn sérstaklega fyrir krakkana. Það sem ekki hefur breyst er að Pétur býr enn í Hong Kong og Bjarki á Akureyri. Þeir eru bjartsýnir á komandi misseri og segir Pétur þá afar spennta fyrir þeim möguleika að fólk geti lesið inn sínar eigin sögur eða efni til að hlusta á með heyrnartólunum. Þetta er í rauninni frábær leið til að taka upp hjartfólgnar sögur eða sönglög fyrir börnin sín. Sem síðan er hægt að varðveita á milli kynslóða. Sögur, ljóð, söngur og annað efni sem fólk vill deila áfram til næstu kynslóða. Oft á tíðum er þetta því efni sem snertir okkur mjög tilfinningalega, enda óendanlega dýrmætt að eiga það.“ Haustið 2020 fjallaði Atvinnulífið um aðdraganda og upphafsár ONANOFF og hvernig ferðaþreytt börn kveiktu á hugmyndinni um heyratólin. Tækni Nýsköpun Íslendingar erlendis Menning Tengdar fréttir Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Námskeið til að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra „Frá aldamótum hefur mikil þekking orðið til hjá íslensku vísissjóðunum en það má segja að markmið VC Challenge námskeiðsins sé að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra. Með meiri þekkingu og reynslu verða þessir vísisjóðir álitlegri fjárfestingakostur fyrir aðra fjárfesta,“ segir Freyr Friðfinnsson alþjóðafulltrúi KLAK um samstarfsverkefni sem KLAK er nú aðili að ásamt mörgum aðilum í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Norðurlöndunum. 29. mars 2023 07:01 Fengu meðal annars styrk upp á 2,1 milljón evra „Lengi framan af voru starfsmennirnir einn til tveir eða allt þar til árið 2019, þá kom Brunnur fjárfestingasjóður inn með fjármögnun og teymið varð þriggja til fjögurra manna. En frá upphafi höfum við nýtt okkur styrkjarumhverfið, allt frá styrkjum fyrir markaðsmálin yfir í styrk í gegnum einkaleyfisferlið,“ segir Ósvaldur Knudsen framkvæmdastjóri Laki Power. 23. mars 2023 07:01 Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01 Nýsköpun í útrás: Stundum svolítið klaufalegt en tókst á endanum Við heyrum oft af nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að gera góða hluti. Fáum fréttir af fjármögnun eða styrkjum og markmiðum um útrás. En hvernig ætli síðan útrásin gangi? Og hvernig gengur hún fyrir sig þegar farið er af stað? 13. mars 2023 07:01 Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar 28. febrúar 2023 07:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Þar búa þeir enn og þrátt fyrir Covid hefur fyrirtækið stækkað enn meir, samhliða því að ná halda áfram skemmtilegri vöruþróun. Starfsemi ONANOFF felst í framleiðslu heyrnatóla sem ekki valda heyrnaskaða og eru sérstaklega fyrir börn þriggja ára og aldri. ONANOFF hefur hingað til verið best þekkt fyrir BuddyPhones heyrnatólin sem hafa unnið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar í gegnum tíðina. En nýjasta varan frá þeim er StoryPhones. StoryPhones geyma og spila efni með því að smella seguldisk í hlið heyrnatólsins. StoryPhones er að því leytinu vara sem býður upp á skjálausa afþreyingu fyrir börn: Markaður sem fer vaxandi með hverjum degi í heiminum. „Nú erum við líka komin með þann valmöguleika að fólk getur tekið upp sínar eigin sögur,“ segir Pétur og vísar þar til þess að til dæmis geti foreldrar tekið upp sögur sem börnin þeirra hlusta á fyrir svefninn lesin af mömmu og pabba, þótt foreldrarnir séu ekki nálægt. Og hvert okkar myndi nú ekki vilja hlusta á einhverja góða sömu sagða með röddum afa okkar og ömmu? Það væri ómetanlegt en er hægt fyrir komandi kynslóðir, því þetta er eitt af því sem nýju heyrnatólin okkar bjóða upp á.“ Besta uppfinningin að mati TIME Á dögunum var tilkynnt að tímaritið TIME valdi ONANOFF sem eina af bestu uppfinningum ársins 2022. Valið er árlegt þar sem TIME velur vörur, hugbúnað eða þjónustu sem eiga það sameiginlegt að leysa krefjandi vandamál á skilvirkan og sniðugan hátt. Að vera á þessum lista eins virtasta tímarits heims opnar margar nýjar dyr fyrir þá félaga Pétur og Bjarka. Sem þó hafa farið í gegnum ýmislegt síðustu misseri, ekki síst Covid sem setti strik í reikninginn um langa hríð. „Ég komst eiginlega ekki til Kína í þrjú ár en þar rekum við þó heila skrifstofu,“ segir Pétur. Til viðbótar gátu þeir lítið sótt heim ráðstefnur og vörusýningar sem eru þeim afar mikilvægir vettvangur til að kynna heyrnatólin og koma þeim á framfæri. Stærsti samstarfs- og dreifingaraðilinn er þó ekki af verri endanum: Amazon risinn sjálfur. „Við erum í miklu samstarfi við Amazon enn þá og frá því fyrir þremur árum síðan hefur margt breyst í samstarfinu við þá, því við erum komnir með svo miklu fleiri vörur,“ segir Pétur en fyrir þremur árum var fyrirtækið þó komið í samstarf við risa á borð við Disney. „Í dag vilja þeir heyrnatól frá okkur sem eru sérhönnuð fyrir fullorðna og við erum að vinna að þeim núna. Við erum nú þegar með efni á fimm tungumálum: Ensku, spænsku, frönsku, ítölsku og þýsku en erum þessi dægrin að skoða samstarfsaðila um efni í Skandinavíu, þar á meðal á Íslandi,“ segir Pétur og bætir við: „Það væri til dæmis mjög gaman ef við værum komnir með einhverjar íslenskar sögur fyrir heyrnatólin fyrir næstu jól. Nú eða bara að fólk lesi inn sínar eigin sögur og gefi ástvinum.“ Um þrjár milljónir heyrnatóla hafa verið seld nú þegar og nú hefur helsti samstarfsaðili ONANOFF, Amazon risinn, óskað eftir því að framleiðsla hefjist á sérsniðnum heyrnatólum fyrir fullorðna. Þótt heyrnatól ONANOFF séu seld í milljónavís erlendis má sjá fallega íslenska náttúru í auglýsingum ONANOFF. Margt breyst og sumt ekki Mjög margt hefur breyst frá þeim tíma sem Atvinnulífið fjallaði um ONANOFF í nóvember 2020. Til dæmis hefur fyrirtækið stofnað hugbúnaðareiningu í Indlandi en er starfsemin líka staðsett með útibú í Hong Kona, Kína, á Íslandi, Hollandi og Bandaríkjunum. Um þrjár milljónir heyrnatóla hafa nú þegar verið seld en Asía er stór markaður hjá ONANOFF. Stærstu eigendur fyrirtækisins eru enn þeir Pétur og Bjarki, studdir af íslenskum fjárfestum, og enn er fyrirséð að vöxturinn mun halda áfram. Ekki síst í kjölfar listans góða hjá Times tímaritinu. „Það er líka eitt í þessari skjálausu afþreyingu fyrir börn sem er svo mikilvægt að hafa í huga en það er hvernig vörur eins og StoryPhones efla ímyndunarafl barnanna sjálfra,“ segir Pétur og bætir við: „Það hefur nefnilega svo margt breyst frá því að við vorum sjálf börn að lesa bækur. Þessi bókalestur er eiginlega að verða undir í samkeppni um afþreyingu í dag þar sem allt er orðið svo sjónrænt. Með því að hlusta á sögur í StoryPhone eru börnin að nýta sitt eigið ímyndunarafl eins og við þurftum sjálf að gera þegar við vorum lítil. Að hreinlega búa til myndir í huganum um það sem við vorum að lesa eða að hlusta á.“ Þá má geta þess að það er í rauninni engin furða þótt vörur sem bjóða upp á minni skjátíma fyrir börn séu vaxandi markaður. Því rannsóknir sýna að börn sofa betur ef skjátími er minni. Börn geta þó gert meira en að hlusta á sögur í StoryPhones því þar er líka boðið upp á ýmislegt annað sérsniðið efni fyrir börn. Til dæmis tónlist og hlaðvörp fyrir börn, til viðbótar við sögur eða fræðsluefni sem hægt er að lesa inn sérstaklega fyrir krakkana. Það sem ekki hefur breyst er að Pétur býr enn í Hong Kong og Bjarki á Akureyri. Þeir eru bjartsýnir á komandi misseri og segir Pétur þá afar spennta fyrir þeim möguleika að fólk geti lesið inn sínar eigin sögur eða efni til að hlusta á með heyrnartólunum. Þetta er í rauninni frábær leið til að taka upp hjartfólgnar sögur eða sönglög fyrir börnin sín. Sem síðan er hægt að varðveita á milli kynslóða. Sögur, ljóð, söngur og annað efni sem fólk vill deila áfram til næstu kynslóða. Oft á tíðum er þetta því efni sem snertir okkur mjög tilfinningalega, enda óendanlega dýrmætt að eiga það.“ Haustið 2020 fjallaði Atvinnulífið um aðdraganda og upphafsár ONANOFF og hvernig ferðaþreytt börn kveiktu á hugmyndinni um heyratólin.
Tækni Nýsköpun Íslendingar erlendis Menning Tengdar fréttir Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Námskeið til að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra „Frá aldamótum hefur mikil þekking orðið til hjá íslensku vísissjóðunum en það má segja að markmið VC Challenge námskeiðsins sé að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra. Með meiri þekkingu og reynslu verða þessir vísisjóðir álitlegri fjárfestingakostur fyrir aðra fjárfesta,“ segir Freyr Friðfinnsson alþjóðafulltrúi KLAK um samstarfsverkefni sem KLAK er nú aðili að ásamt mörgum aðilum í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Norðurlöndunum. 29. mars 2023 07:01 Fengu meðal annars styrk upp á 2,1 milljón evra „Lengi framan af voru starfsmennirnir einn til tveir eða allt þar til árið 2019, þá kom Brunnur fjárfestingasjóður inn með fjármögnun og teymið varð þriggja til fjögurra manna. En frá upphafi höfum við nýtt okkur styrkjarumhverfið, allt frá styrkjum fyrir markaðsmálin yfir í styrk í gegnum einkaleyfisferlið,“ segir Ósvaldur Knudsen framkvæmdastjóri Laki Power. 23. mars 2023 07:01 Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01 Nýsköpun í útrás: Stundum svolítið klaufalegt en tókst á endanum Við heyrum oft af nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að gera góða hluti. Fáum fréttir af fjármögnun eða styrkjum og markmiðum um útrás. En hvernig ætli síðan útrásin gangi? Og hvernig gengur hún fyrir sig þegar farið er af stað? 13. mars 2023 07:01 Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar 28. febrúar 2023 07:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Námskeið til að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra „Frá aldamótum hefur mikil þekking orðið til hjá íslensku vísissjóðunum en það má segja að markmið VC Challenge námskeiðsins sé að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra. Með meiri þekkingu og reynslu verða þessir vísisjóðir álitlegri fjárfestingakostur fyrir aðra fjárfesta,“ segir Freyr Friðfinnsson alþjóðafulltrúi KLAK um samstarfsverkefni sem KLAK er nú aðili að ásamt mörgum aðilum í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Norðurlöndunum. 29. mars 2023 07:01
Fengu meðal annars styrk upp á 2,1 milljón evra „Lengi framan af voru starfsmennirnir einn til tveir eða allt þar til árið 2019, þá kom Brunnur fjárfestingasjóður inn með fjármögnun og teymið varð þriggja til fjögurra manna. En frá upphafi höfum við nýtt okkur styrkjarumhverfið, allt frá styrkjum fyrir markaðsmálin yfir í styrk í gegnum einkaleyfisferlið,“ segir Ósvaldur Knudsen framkvæmdastjóri Laki Power. 23. mars 2023 07:01
Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01
Nýsköpun í útrás: Stundum svolítið klaufalegt en tókst á endanum Við heyrum oft af nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að gera góða hluti. Fáum fréttir af fjármögnun eða styrkjum og markmiðum um útrás. En hvernig ætli síðan útrásin gangi? Og hvernig gengur hún fyrir sig þegar farið er af stað? 13. mars 2023 07:01