Ítrekaður klaufaskapur með hagsmunaskrá varpi ljósi á áhugaleysi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. apríl 2023 13:08 Henry Alexander Henrysson Heimspekingur Heimspekingur og rannsóknasérfræðingur hjá Siðfræðistofnun segir að breyta þurfi vinnubrögðum og verklagi í kringum hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa. Ítrekaður klaufaskapur og áhugaleysi á gegnsæi eyði því litla trausti sem enn sé til staðar til kjörinna fulltrúa. Í gær greindi Heimildin frá því að mennta-og barnamálaráðherra hefði ekki skráð hús sem hann leigir út á 400 hundruð þúsund krónur á mánuði í hagsmunaskrá þingmanna. Sagði hann að þetta væru mistök sem verði leiðrétt. Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og rannsóknarsérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, segir málið ekki koma honum á óvart. „Rökin fyrir hagsmunaskráningu og hvers vegna við erum að þessu eru vel þekkt. Við viljum vita umsvif og tengsl kjörinna fulltrúa. Ástæðan er einfaldlega sú að sagan hefur kennt okkur að við getum ekki treyst kjörnum fulltrúum og þess vegna erum við að þessu.“ Kominn sé tími á að breyta vinnulagi við hagsmunaskráningu. „Við þurfum að fara út í það að þráspyrja kjörna fulltrúa. Það er of oft sem eitthvað fellur á milli og gleymist; þeir héldu að væri skráð og vissu ekki að væri skráð. Þeir virtust ekki einu sinni athuga sjálfir hvað væri í skráningunni. Það þarf að breyta vinnubrögðunum í kringum þetta sýnist mér.“ Dæmin sýni áhuga-og skilningsleysi á gegnsæi Of margir umgangist hagsmunaskráningu af léttúð og áhugaleysi en málið snúist um gegnsæi. Hvert einasta dæmi um mistök kjörinna fulltrúa við skráningu hagsmuna valdi skaða. „Það er það sem maður hefur mestar áhyggjur af, þessi ítrekaður klaufaskapur - og við skulum gefa okkur það að þetta séu mistök sem við heyrum af og alls engin ætlun á bakvið – en hann engu að síður eyðir því litla trausti sem enn er til staðar til kjörinna fulltrúa.“ Hann vilji, sem áður sagði, breyta vinnulagi en fyrst þurfi að fara fram viðhorfabreyting. „Það sem ég myndi vilja að gerðist fyrst er að kjörnum fulltrúum sé komið í skilning um hvers vegna er verið að þessu. Kæruleysið hlýtur að stafa af því að það er eitthvað skilningsleysi þarna til staðar.“ Verði að þekkja reglur í sínu starfsumhverfi Henry bendir þá á að fólk sem gegnir valdastöðu í samfélaginu beri skylda til að þekkja þær reglur sem gilda um þeirra starfsumhverfi. „Við sjáum þetta bara trekk í trekk og því miður oft hjá sömu einstaklingum sem segjast ekki hafa vitað, haldið að eitthvað væri í lagi og ekki vitað betur og svo framvegis en það er líka stundum á manns ábyrgð sjálfs að athuga hvernig hlutir eigi að vera og að athuga hvort ekki sé allt í lagi hjá manni. Þetta er spurning um að hafa allt á hreinu varðandi störf sín og starfsumhverfi.“ Í gegnum tíðina hefur borið á því að kjörnum fulltrúum hafi láðst að færa ákveðna þætti inn í hagsmunaskrá en lagfært síðar meir. Kjarninn sagði til dæmis frá því í júní 2021 að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi forseti Alþingis, hefði ekki skráð eignarhlut sinn í Marel og Stundin greindi frá því árið 2015 að Valgerður Gunnarsdóttir fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði ekki skráð þriðjungseignarhlut eiginmanns hennar í rekstrarfélagi Húsavík Guesthouse sem rekur gistiheimili í íbúðarhúsi þeirra hjóna á Húsavík. Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi. 12. apríl 2023 16:19 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
Í gær greindi Heimildin frá því að mennta-og barnamálaráðherra hefði ekki skráð hús sem hann leigir út á 400 hundruð þúsund krónur á mánuði í hagsmunaskrá þingmanna. Sagði hann að þetta væru mistök sem verði leiðrétt. Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og rannsóknarsérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, segir málið ekki koma honum á óvart. „Rökin fyrir hagsmunaskráningu og hvers vegna við erum að þessu eru vel þekkt. Við viljum vita umsvif og tengsl kjörinna fulltrúa. Ástæðan er einfaldlega sú að sagan hefur kennt okkur að við getum ekki treyst kjörnum fulltrúum og þess vegna erum við að þessu.“ Kominn sé tími á að breyta vinnulagi við hagsmunaskráningu. „Við þurfum að fara út í það að þráspyrja kjörna fulltrúa. Það er of oft sem eitthvað fellur á milli og gleymist; þeir héldu að væri skráð og vissu ekki að væri skráð. Þeir virtust ekki einu sinni athuga sjálfir hvað væri í skráningunni. Það þarf að breyta vinnubrögðunum í kringum þetta sýnist mér.“ Dæmin sýni áhuga-og skilningsleysi á gegnsæi Of margir umgangist hagsmunaskráningu af léttúð og áhugaleysi en málið snúist um gegnsæi. Hvert einasta dæmi um mistök kjörinna fulltrúa við skráningu hagsmuna valdi skaða. „Það er það sem maður hefur mestar áhyggjur af, þessi ítrekaður klaufaskapur - og við skulum gefa okkur það að þetta séu mistök sem við heyrum af og alls engin ætlun á bakvið – en hann engu að síður eyðir því litla trausti sem enn er til staðar til kjörinna fulltrúa.“ Hann vilji, sem áður sagði, breyta vinnulagi en fyrst þurfi að fara fram viðhorfabreyting. „Það sem ég myndi vilja að gerðist fyrst er að kjörnum fulltrúum sé komið í skilning um hvers vegna er verið að þessu. Kæruleysið hlýtur að stafa af því að það er eitthvað skilningsleysi þarna til staðar.“ Verði að þekkja reglur í sínu starfsumhverfi Henry bendir þá á að fólk sem gegnir valdastöðu í samfélaginu beri skylda til að þekkja þær reglur sem gilda um þeirra starfsumhverfi. „Við sjáum þetta bara trekk í trekk og því miður oft hjá sömu einstaklingum sem segjast ekki hafa vitað, haldið að eitthvað væri í lagi og ekki vitað betur og svo framvegis en það er líka stundum á manns ábyrgð sjálfs að athuga hvernig hlutir eigi að vera og að athuga hvort ekki sé allt í lagi hjá manni. Þetta er spurning um að hafa allt á hreinu varðandi störf sín og starfsumhverfi.“ Í gegnum tíðina hefur borið á því að kjörnum fulltrúum hafi láðst að færa ákveðna þætti inn í hagsmunaskrá en lagfært síðar meir. Kjarninn sagði til dæmis frá því í júní 2021 að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi forseti Alþingis, hefði ekki skráð eignarhlut sinn í Marel og Stundin greindi frá því árið 2015 að Valgerður Gunnarsdóttir fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði ekki skráð þriðjungseignarhlut eiginmanns hennar í rekstrarfélagi Húsavík Guesthouse sem rekur gistiheimili í íbúðarhúsi þeirra hjóna á Húsavík.
Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi. 12. apríl 2023 16:19 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi. 12. apríl 2023 16:19