Tengsl við Afríku og tvær rótgrónar fangelsisklíkur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. apríl 2023 11:11 Handtaka Sverris í Rio de Janeiro í gærmorgun. TV Globo Fíkniefnahringirnir sem Sverrir Þór Gunnarsson og ítalskur karlmaður eru sagðir hafa stýrt í Brasilíu smygluðu ekki aðeins efnum til og frá Evrópu heldur Afríku og annarra landa Suður Ameríku einnig. Þá hafa hringirnir tengsl við tvö alræmd og rótgróin glæpasamtök í fangelsum. Greint er frá því í brasilískum miðlum að seglbátar hafi verið notaðir til þess að flytja efni yfir Atlantshafið. Fulltrúi lögreglunnar í Florianopolis, í fylkinu Santa Catarina þar sem mikið af aðgerðunum fór fram sagði að móttöku og sendingarstaðurinn í Brasilíu hafi verið í norð-austurhluta landsins. Efnin voru flutt milli Brasilíu og Evrópu, en einnig til og frá vesturströnd Afríku og Úrúgvæ. „Þessi glæpasamtök eru afar sérkennileg þar sem þau selja alls kyns fíkniefni, bæði í stórum og smáum skömmtum,“ sagði fulltrúinn við miðilinn SBT. „Þau flytja inn og út hass, marijúana og kókaín.“ Gæti fengið 40 ára dóm Eins og fram kom í hádeginu í gær var Sverrir, eða Sveddi Tönn eins og hann er gjarnan kallaður, handtekinn í borginni Rio de Janeiro um morguninn. Sverrir, sem fékk 22 ára fangelsisdóm árið 2012, er grunaður um að vera leiðtogi annars tveggja smyglhringja sem höfðu mesta starfsemi í borgunum Rio de Janeiro, Rio de Janeiro do Norte og Sao Paulo. Íslenska lögreglan tók þátt í rannsókninni. Á sama tíma var Ítalinn handtekinn í borginni Bahia. Alls voru 33 handteknir í 6 fylkjum Brasilíu. Flestir í borginni Sao Pauo, eða 11 talsins. Þá voru gerðar húsleitir og haldlagningar á 49 stöðum í 9 fylkjum, þar af 13 í Sao Paulo. Alls tóku 250 lögreglumenn þátt í aðgerðunum. Bankareikningar voru frystir hjá 43 einstaklingum og hald lagt á 57 húseignir, bifreiðar og báta. Einnig voru haldlögð 65 kílógrömm af kókaíni, 225 kíló af kannabisefnum, skartgripi og vopn. Fyrir utan smygl á fíkniefnum eru Sverrir og aðrir sem handteknir voru grunaðir um peningaþvætti. Viðurlög eru allt að 40 ára fangelsi. Tengsl við rótgrónar klíkur Glæpahringirnir tveir eru einnig sagðir hafa tengsl við tvö rótgróin brasilísk glæpasamtök, Comando Vermelho og Primeiro Comando da Capital, eða PCC, sem bæði starfa bæði innan og utan fangelsismúra. Comando Vermelho eru ein stærstu glæpasamtök Brasilíu og voru stofnuð árið 1979 í fangelsinu Candido Mendes á eyjunni Ilha Grande nálægt Rio de Janeiro. Upprunalega voru pólitískir fangar áberandi í samtökunum og fé var safnað til að bæta hag fanga og hjálpa þeim að flýja úr fangelsi. Á níunda áratugnum, þegar margir meðlimir voru komnir á götuna, einbeittu samtökin sér að bankaránum og ránum í skartgripaverslunum. Meðlimur Comando Vermelho handtekinn í Paragvæ árið 2018.EPA Fíkniefnaviðskipti urðu sífellt stærri hluti af starfsemi Comando Vermelho og í dag eru samtökin nokkuð hefðbundin glæpasamtök, með vopnuðum sveitum vígamanna, sem starfa innan og utan fangelsismúra. PCC eru nýrri samtök, stofnuð árið 1993 í Sao Paulo, með 20 þúsund meðlimi. Þar af 6 þúsund innan fangelsismúra. PCC starfa einnig utan Brasilíu, í Perú, Venesúela, Síle, og fleiri löndum Suður Ameríku sem og í Bandaríkjunum. Fíkniefnaviðskipti eru stór hluti af starfsemi PCC en einnig bankarán, hórmang, morð, mannrán og ýmsir aðrir glæpir. Árið 2012 var eins konar stríð á milli lögreglunnar og PCC eftir að 6 meðlimir glæpasamtakanna voru drepnir í skotbardaga. PCC og lögreglan skiptist á árásum á hvor annan og í lok ársins höfðu 106 lögreglumenn fallið sem og 775 óbreyttir borgarar. Brasilía Fíkniefnabrot Sveddi tönn handtekinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. 12. apríl 2023 13:12 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
Greint er frá því í brasilískum miðlum að seglbátar hafi verið notaðir til þess að flytja efni yfir Atlantshafið. Fulltrúi lögreglunnar í Florianopolis, í fylkinu Santa Catarina þar sem mikið af aðgerðunum fór fram sagði að móttöku og sendingarstaðurinn í Brasilíu hafi verið í norð-austurhluta landsins. Efnin voru flutt milli Brasilíu og Evrópu, en einnig til og frá vesturströnd Afríku og Úrúgvæ. „Þessi glæpasamtök eru afar sérkennileg þar sem þau selja alls kyns fíkniefni, bæði í stórum og smáum skömmtum,“ sagði fulltrúinn við miðilinn SBT. „Þau flytja inn og út hass, marijúana og kókaín.“ Gæti fengið 40 ára dóm Eins og fram kom í hádeginu í gær var Sverrir, eða Sveddi Tönn eins og hann er gjarnan kallaður, handtekinn í borginni Rio de Janeiro um morguninn. Sverrir, sem fékk 22 ára fangelsisdóm árið 2012, er grunaður um að vera leiðtogi annars tveggja smyglhringja sem höfðu mesta starfsemi í borgunum Rio de Janeiro, Rio de Janeiro do Norte og Sao Paulo. Íslenska lögreglan tók þátt í rannsókninni. Á sama tíma var Ítalinn handtekinn í borginni Bahia. Alls voru 33 handteknir í 6 fylkjum Brasilíu. Flestir í borginni Sao Pauo, eða 11 talsins. Þá voru gerðar húsleitir og haldlagningar á 49 stöðum í 9 fylkjum, þar af 13 í Sao Paulo. Alls tóku 250 lögreglumenn þátt í aðgerðunum. Bankareikningar voru frystir hjá 43 einstaklingum og hald lagt á 57 húseignir, bifreiðar og báta. Einnig voru haldlögð 65 kílógrömm af kókaíni, 225 kíló af kannabisefnum, skartgripi og vopn. Fyrir utan smygl á fíkniefnum eru Sverrir og aðrir sem handteknir voru grunaðir um peningaþvætti. Viðurlög eru allt að 40 ára fangelsi. Tengsl við rótgrónar klíkur Glæpahringirnir tveir eru einnig sagðir hafa tengsl við tvö rótgróin brasilísk glæpasamtök, Comando Vermelho og Primeiro Comando da Capital, eða PCC, sem bæði starfa bæði innan og utan fangelsismúra. Comando Vermelho eru ein stærstu glæpasamtök Brasilíu og voru stofnuð árið 1979 í fangelsinu Candido Mendes á eyjunni Ilha Grande nálægt Rio de Janeiro. Upprunalega voru pólitískir fangar áberandi í samtökunum og fé var safnað til að bæta hag fanga og hjálpa þeim að flýja úr fangelsi. Á níunda áratugnum, þegar margir meðlimir voru komnir á götuna, einbeittu samtökin sér að bankaránum og ránum í skartgripaverslunum. Meðlimur Comando Vermelho handtekinn í Paragvæ árið 2018.EPA Fíkniefnaviðskipti urðu sífellt stærri hluti af starfsemi Comando Vermelho og í dag eru samtökin nokkuð hefðbundin glæpasamtök, með vopnuðum sveitum vígamanna, sem starfa innan og utan fangelsismúra. PCC eru nýrri samtök, stofnuð árið 1993 í Sao Paulo, með 20 þúsund meðlimi. Þar af 6 þúsund innan fangelsismúra. PCC starfa einnig utan Brasilíu, í Perú, Venesúela, Síle, og fleiri löndum Suður Ameríku sem og í Bandaríkjunum. Fíkniefnaviðskipti eru stór hluti af starfsemi PCC en einnig bankarán, hórmang, morð, mannrán og ýmsir aðrir glæpir. Árið 2012 var eins konar stríð á milli lögreglunnar og PCC eftir að 6 meðlimir glæpasamtakanna voru drepnir í skotbardaga. PCC og lögreglan skiptist á árásum á hvor annan og í lok ársins höfðu 106 lögreglumenn fallið sem og 775 óbreyttir borgarar.
Brasilía Fíkniefnabrot Sveddi tönn handtekinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. 12. apríl 2023 13:12 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. 12. apríl 2023 13:12