Sigfús á Brekku mokar til mæðgnanna á Dalatanga Kristján Már Unnarsson skrifar 12. apríl 2023 21:51 „Áttræður karl á 33 ára gamalli gröfu og hvorugt bilar,“ segir Sigfús bóndi á Brekku og skellihlær. Einar Árnason Bóndinn á Brekku í Mjóafirði hefur undanfarna daga unnið á gröfu við að moka sig í gegnum nokkur snjóflóð á veginum út á Dalatanga. Hann vonast til að ljúka verkinu á morgun en við það rofnar langvarandi einangrun íbúa austasta býlis Íslands. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar drónamyndir sem Guðjón Halldórsson tók af snjómokstrinum í fyrradag. Frá Brekkuþorpi og út á Dalatanga liggur nítján kílómetra vegslóði en á myndunum sést hversvegna hann er búinn að vera ófær frá því í febrúar. Stærsta snjóflóðið er um þrjúhundruð metra breitt og 1,5 til 2ja metra þykkt á um tvöhundruð metra kafla.Guðjón Halldórsson Nokkur snjóflóð loka veginum og hefur bóndinn á Brekku, Sigfús Vilhjálmsson, undanfarna daga verið að moka sig í gegnum þau á traktorsgröfu til að opna hann. Hann mældi stærsta snjóflóðið og reyndist það þrjúhundruð metra breitt og á tvöhundruð metra kafla milli eins og hálfs og tveggja metra þykkt. Við tökur þáttarins Um land allt, sem við sýndum í fyrra, hittum við Sigfús við gröfuna á hlaðinu á Brekku en hún er öflugasta vinnuvél Mjófirðinga. Hann segist vera áttræður karl á 33 ára gamalli gröfu og hvorugt bili. „Ég held að hún sé ’90 módel. Hún er svo gömul að hún getur ekki bilað,“ segir Sigfús og hlær. „Þetta er nú bara til að hreinsa götur þorpsins og veginn út á Dalatanga. Heiðin aftur á móti, þá er snjóblásari frá Vegagerðinni,“ segir Brekkubóndinn. Mæðgurnar á Dalatanga, þær Aðalheiður Elfríð og Marsibil.Einar Árnason Dalatangi er austasta býli Íslands og hér búa mæðgurnar Marsibil Erlendsdóttir og Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir. Einnig hefur dvalið hjá þeim í vetur nítján ára piltur, barnabarn Marsibil og frændi Aðalheiðar. Frá því skömmu fyrir jól hafa þau verið meira og minna innilokuð, ef undan eru skildir nokkrir dagar í febrúar, þegar Sigfúsi tókst að opna, en þá þurfti að koma konu til að telja fóstrin í ánum á Dalatanga. Sævar Egilsson á Mjóafjarðarferjunni gat komið vistum á Dalatanga í janúar.Einar Árnason Þann 23. janúar tókst þó Sævari Egilssyni á Mjóafjarðarferjunni Björgvin að skutla til þeirra vistum. Það tókst einnig varðskipsmönnum þann 3. apríl. Engin bryggja er á Dalatanga og því þurfti Sævar að skutla vistunum síðasta spölinn að landi á gúmmíbát. Það er þó aðeins hægt ef veður er stillt.Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir Þær mæðgur kvarta þó ekki, segjast hafa næg matvæli í frystikistum, en viðurkenna að gott sé að fá ferskt grænmeti og ávexti, ost og rjóma þegar fæðið sé orðið einhæft. Sigús segir það hafa tekið sig tvo daga að moka í gegnum stærsta snjóflóðið. Núna séu þrjú minni eftir og vonast hann til að vegurinn út á Dalatanga opnist á morgun. Stærsta snjóflóðið er um þrjúhundruð metra breitt og 1,5 til 2ja metra þykkt á um tvöhundruð metra kafla.Guðjón Halldórsson Einangrun Mjófirðinga landleiðina rofnar þó ekki fyrr en Mjóafjarðarheiði verður mokuð, kannski í kringum næstu mánaðamót, að sögn Sigfúsar, en hún hefur verið ófær frá því seinnipartinn í nóvember. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Samgöngur Landbúnaður Byggðamál Um land allt Tengdar fréttir Fengu loksins vistir í fyrsta sinn síðan 15. desember: „Forréttindi að fá að búa á svona stað“ Mæðgur sem búa á austasta býli landsins fengu loksins sendar til sín vistir á mánudag. Þær höfðu ekki fengið sendingu til sín síðan 15. desember síðastliðinn. 26. janúar 2023 10:55 Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. 23. febrúar 2022 22:05 Segir Mjóafjörð vera paradís til að kúpla sig úr borginni um hávetur Ófær fjallvegur og stopular ferjusiglingar koma ekki í veg fyrir að ferðamenn heimsæki einn afskekktasta stað Austurlands um hávetur, innilokaðan Mjóafjörð. Eitt mesta yndi gestanna er að synda í ísköldum sjónum. 27. febrúar 2022 05:05 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Hringtenging Austurlands sögð vega þyngra en Fjarðarheiðargöng Meðal Austfirðinga, einnig Seyðfirðinga, ríkir ekki einhugur um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Deilt er um forgangsröðun og hvort fremur eigi að tengja Seyðisfjörð við aðrar byggðir með tvennum göngum um Mjóafjörð, sem myndi hringtengja Mið-Austurland. 12. apríl 2023 10:52 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar drónamyndir sem Guðjón Halldórsson tók af snjómokstrinum í fyrradag. Frá Brekkuþorpi og út á Dalatanga liggur nítján kílómetra vegslóði en á myndunum sést hversvegna hann er búinn að vera ófær frá því í febrúar. Stærsta snjóflóðið er um þrjúhundruð metra breitt og 1,5 til 2ja metra þykkt á um tvöhundruð metra kafla.Guðjón Halldórsson Nokkur snjóflóð loka veginum og hefur bóndinn á Brekku, Sigfús Vilhjálmsson, undanfarna daga verið að moka sig í gegnum þau á traktorsgröfu til að opna hann. Hann mældi stærsta snjóflóðið og reyndist það þrjúhundruð metra breitt og á tvöhundruð metra kafla milli eins og hálfs og tveggja metra þykkt. Við tökur þáttarins Um land allt, sem við sýndum í fyrra, hittum við Sigfús við gröfuna á hlaðinu á Brekku en hún er öflugasta vinnuvél Mjófirðinga. Hann segist vera áttræður karl á 33 ára gamalli gröfu og hvorugt bili. „Ég held að hún sé ’90 módel. Hún er svo gömul að hún getur ekki bilað,“ segir Sigfús og hlær. „Þetta er nú bara til að hreinsa götur þorpsins og veginn út á Dalatanga. Heiðin aftur á móti, þá er snjóblásari frá Vegagerðinni,“ segir Brekkubóndinn. Mæðgurnar á Dalatanga, þær Aðalheiður Elfríð og Marsibil.Einar Árnason Dalatangi er austasta býli Íslands og hér búa mæðgurnar Marsibil Erlendsdóttir og Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir. Einnig hefur dvalið hjá þeim í vetur nítján ára piltur, barnabarn Marsibil og frændi Aðalheiðar. Frá því skömmu fyrir jól hafa þau verið meira og minna innilokuð, ef undan eru skildir nokkrir dagar í febrúar, þegar Sigfúsi tókst að opna, en þá þurfti að koma konu til að telja fóstrin í ánum á Dalatanga. Sævar Egilsson á Mjóafjarðarferjunni gat komið vistum á Dalatanga í janúar.Einar Árnason Þann 23. janúar tókst þó Sævari Egilssyni á Mjóafjarðarferjunni Björgvin að skutla til þeirra vistum. Það tókst einnig varðskipsmönnum þann 3. apríl. Engin bryggja er á Dalatanga og því þurfti Sævar að skutla vistunum síðasta spölinn að landi á gúmmíbát. Það er þó aðeins hægt ef veður er stillt.Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir Þær mæðgur kvarta þó ekki, segjast hafa næg matvæli í frystikistum, en viðurkenna að gott sé að fá ferskt grænmeti og ávexti, ost og rjóma þegar fæðið sé orðið einhæft. Sigús segir það hafa tekið sig tvo daga að moka í gegnum stærsta snjóflóðið. Núna séu þrjú minni eftir og vonast hann til að vegurinn út á Dalatanga opnist á morgun. Stærsta snjóflóðið er um þrjúhundruð metra breitt og 1,5 til 2ja metra þykkt á um tvöhundruð metra kafla.Guðjón Halldórsson Einangrun Mjófirðinga landleiðina rofnar þó ekki fyrr en Mjóafjarðarheiði verður mokuð, kannski í kringum næstu mánaðamót, að sögn Sigfúsar, en hún hefur verið ófær frá því seinnipartinn í nóvember. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Samgöngur Landbúnaður Byggðamál Um land allt Tengdar fréttir Fengu loksins vistir í fyrsta sinn síðan 15. desember: „Forréttindi að fá að búa á svona stað“ Mæðgur sem búa á austasta býli landsins fengu loksins sendar til sín vistir á mánudag. Þær höfðu ekki fengið sendingu til sín síðan 15. desember síðastliðinn. 26. janúar 2023 10:55 Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. 23. febrúar 2022 22:05 Segir Mjóafjörð vera paradís til að kúpla sig úr borginni um hávetur Ófær fjallvegur og stopular ferjusiglingar koma ekki í veg fyrir að ferðamenn heimsæki einn afskekktasta stað Austurlands um hávetur, innilokaðan Mjóafjörð. Eitt mesta yndi gestanna er að synda í ísköldum sjónum. 27. febrúar 2022 05:05 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Hringtenging Austurlands sögð vega þyngra en Fjarðarheiðargöng Meðal Austfirðinga, einnig Seyðfirðinga, ríkir ekki einhugur um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Deilt er um forgangsröðun og hvort fremur eigi að tengja Seyðisfjörð við aðrar byggðir með tvennum göngum um Mjóafjörð, sem myndi hringtengja Mið-Austurland. 12. apríl 2023 10:52 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Fengu loksins vistir í fyrsta sinn síðan 15. desember: „Forréttindi að fá að búa á svona stað“ Mæðgur sem búa á austasta býli landsins fengu loksins sendar til sín vistir á mánudag. Þær höfðu ekki fengið sendingu til sín síðan 15. desember síðastliðinn. 26. janúar 2023 10:55
Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14
Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. 23. febrúar 2022 22:05
Segir Mjóafjörð vera paradís til að kúpla sig úr borginni um hávetur Ófær fjallvegur og stopular ferjusiglingar koma ekki í veg fyrir að ferðamenn heimsæki einn afskekktasta stað Austurlands um hávetur, innilokaðan Mjóafjörð. Eitt mesta yndi gestanna er að synda í ísköldum sjónum. 27. febrúar 2022 05:05
Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20
Hringtenging Austurlands sögð vega þyngra en Fjarðarheiðargöng Meðal Austfirðinga, einnig Seyðfirðinga, ríkir ekki einhugur um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Deilt er um forgangsröðun og hvort fremur eigi að tengja Seyðisfjörð við aðrar byggðir með tvennum göngum um Mjóafjörð, sem myndi hringtengja Mið-Austurland. 12. apríl 2023 10:52