Tesla reyndi að fá Karen til að hætta við tillögu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. apríl 2023 16:00 Karen Róbertsdóttir fjárfestir ruggar bátnum hjá Tesla. Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur ákveðið að taka tillögu Karenar Róbertsdóttur, fjárfestis, upp á aðalfundi í vor. Tillagan lýtur að lykilpersónuáhættu í ljósi áhugaleysis Elon Musk á fyrirtækinu undanfarin misseri. Stjórn Tesla hvetur hluthafa hins vegar til að greiða atkvæði gegn tillögu Karenar á aðalfundinum, sem fram fer þann 16. maí næstkomandi. „Tillagan myndi valda óþarfa samkeppnisskaða,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Vilja ekki ræða fráhvarf Musk Tillagan er ein af fimm sem tekin verður fyrir á fundinum. En Karen lagði hana fram í nafni fjárfestingarfyrirtækis síns, Sumtris ehf, sem á nokkur hundruð þúsund dollara hlutafé í Tesla. Karen segir að Tesla hafi gert tilraun til að fá hana til að hætta við tillöguna. En það sem þeir hafi boðið hafi ekki verið nóg. Hún segir Tesla ekki vilja ræða fráhvarf Musk opinberlega. „Það er mjög erfitt að vita,“ segir Karen aðspurð um hvort hún sé bjartsýn á að tillagan verði samþykkt. Hún bendir þó á að eignarhlutur Musk í Tesla hafi minnkað úr 25 prósentum niður í 13,6 prósent. Sjálf er hún búin að kaupa sér flugmiða til Texas til að verða viðstödd aðalfundinn. Elon aðgerðarlaus meðan fyrirtækinu blæðir Tillagan hefur vakið töluverða athygli vestanhafs og meðal annars verið til umfjöllunar hjá L.A. Times og Bloomberg. Einnig var fjallað um tillöguna í Fréttablaðinu í janúar síðastliðnum. Elon Musk hefur sýnt Twitter mun meiri áhuga en Tesla undanfarin misseri.EPA Sagðist Karen þá vilja setja pressu á Tesla að undirbúa stjórnendaskipti. Ekki væri verið að gera neitt til að undirbúa fráhvarf Elon Musk, sem beindi allri sinni athygli að því að stýra samfélagsmiðlinum Twitter. Sagði hún að Tesla væri frábært fyrirtæki en stjórnin væri að drepa það og Elon stæði aðgerðarlaus hjá. Virði Tesla hefur hrapað á undanförnum árum. Árið 2021 var virði hvers hlutar 407 dollarar en nú er það 177. Um tíma var virðið komið niður í 113 dollara. Kjósa yfirleitt með stjórn Tillaga Karenar gengur út á að Tesla setji sér reglur um lykilpersónuáhættu. Það er hverjir séu lykilpersónur og hvaða ferlar taki við þegar þær hverfa af sjónarsviðinu. Einnig að fyrirtækið búi til ferla um aðgerðir til að milda skaðann af því að lykilpersónur hverfi frá fyrirtækinu. Tillagan er sú mest umtalaða á fundinum enda hefur Tesla verið sakað um að reiða sig um of á Elon Musk. Yfirleitt hafa hluthafar greitt atkvæði eftir meðmælum stjórnarinnar sem er ekki tilefni til bjartsýni fyrir Karen. En á síðasta ári hafði stjórnin betur í 10 af 13 málum sem tekin voru fyrir á aðalfundi. Tesla Vistvænir bílar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Stjórn Tesla hvetur hluthafa hins vegar til að greiða atkvæði gegn tillögu Karenar á aðalfundinum, sem fram fer þann 16. maí næstkomandi. „Tillagan myndi valda óþarfa samkeppnisskaða,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Vilja ekki ræða fráhvarf Musk Tillagan er ein af fimm sem tekin verður fyrir á fundinum. En Karen lagði hana fram í nafni fjárfestingarfyrirtækis síns, Sumtris ehf, sem á nokkur hundruð þúsund dollara hlutafé í Tesla. Karen segir að Tesla hafi gert tilraun til að fá hana til að hætta við tillöguna. En það sem þeir hafi boðið hafi ekki verið nóg. Hún segir Tesla ekki vilja ræða fráhvarf Musk opinberlega. „Það er mjög erfitt að vita,“ segir Karen aðspurð um hvort hún sé bjartsýn á að tillagan verði samþykkt. Hún bendir þó á að eignarhlutur Musk í Tesla hafi minnkað úr 25 prósentum niður í 13,6 prósent. Sjálf er hún búin að kaupa sér flugmiða til Texas til að verða viðstödd aðalfundinn. Elon aðgerðarlaus meðan fyrirtækinu blæðir Tillagan hefur vakið töluverða athygli vestanhafs og meðal annars verið til umfjöllunar hjá L.A. Times og Bloomberg. Einnig var fjallað um tillöguna í Fréttablaðinu í janúar síðastliðnum. Elon Musk hefur sýnt Twitter mun meiri áhuga en Tesla undanfarin misseri.EPA Sagðist Karen þá vilja setja pressu á Tesla að undirbúa stjórnendaskipti. Ekki væri verið að gera neitt til að undirbúa fráhvarf Elon Musk, sem beindi allri sinni athygli að því að stýra samfélagsmiðlinum Twitter. Sagði hún að Tesla væri frábært fyrirtæki en stjórnin væri að drepa það og Elon stæði aðgerðarlaus hjá. Virði Tesla hefur hrapað á undanförnum árum. Árið 2021 var virði hvers hlutar 407 dollarar en nú er það 177. Um tíma var virðið komið niður í 113 dollara. Kjósa yfirleitt með stjórn Tillaga Karenar gengur út á að Tesla setji sér reglur um lykilpersónuáhættu. Það er hverjir séu lykilpersónur og hvaða ferlar taki við þegar þær hverfa af sjónarsviðinu. Einnig að fyrirtækið búi til ferla um aðgerðir til að milda skaðann af því að lykilpersónur hverfi frá fyrirtækinu. Tillagan er sú mest umtalaða á fundinum enda hefur Tesla verið sakað um að reiða sig um of á Elon Musk. Yfirleitt hafa hluthafar greitt atkvæði eftir meðmælum stjórnarinnar sem er ekki tilefni til bjartsýni fyrir Karen. En á síðasta ári hafði stjórnin betur í 10 af 13 málum sem tekin voru fyrir á aðalfundi.
Tesla Vistvænir bílar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira