„Við eigum skilið og eigum rétt á vernd fyrir þessum hækkunum“ Magnús Jochum Pálsson og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 9. apríl 2023 21:07 Formaður Neytendasamtakanna segir neytendur eiga rétt á vernd fyrir hækkunum og gagnrýnir núverandi kerfi. Vísir/Dúi Verð á hefðbundnum landbúnaðarvörum hefur hækkað umfram almennt verðlag og stendur nú í hæstu hæðum segir formaður neytendasamtakanna. Verðlagsnefnd búvara hækkaði verð á mjólk nú um mánaðamótin. Verðbólgudraugurinn er farinn að bitna harkalega á veskjum landsmanna þegar kemur að matarinnkaupum. Verð á mjólkurlítranum til bænda hefur hækkað stöðugt vegna hækkunar á framleiðslukostnaði og verðlagsnefnd búvara hækkaði verðið nú um mánaðamótin. Frá því í ágúst síðastliðnum hefur verðið hækkað úr 111,89 krónum í 124,96 krónur sem gerir hækkun upp á 11,6%. Neytendur eigi rétt á vernd fyrir hækkunum Í samtali við fréttastofu sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að það sé ekki hægt að velta öllum byrðunum yfir á neytendur. „Þetta er náttúrulega alveg galið að vara sem nýtur tollverndar og einokunarverndar sé að hækka umfram almennt verðlag. Við eigum skilið og eigum rétt á vernd fyrir þessum hækkunum,“ sagði hann um hækkanirnar en það sé þó ekki við bændur að sakast heldur komi mun fleira til. „Ég sé bændur ekkert ríða feitum hesti frá þessari aðferðarfræði sem er notuð í dag og ég held að við verðum að endurskoða kerfið eins og það er. Við erum með tolla á alls kyns vörum, við erum með tollmúra í kringum franskar kartöflur sem eru ekki einu sinni framleiddar hér á Íslandi, við erum með tollmúra í kringum alls konar iðnaðarframleiðslu á alifuglum og alisvínum og svo framvegis,“ sagði Breki um núverandi kerfi. Þetta bitni mest á þeim sem hafa minnst á milli handanna. „Þær herðar þurfa alltaf að bera þyngstu byrðarnar og við það verður ekki unað,“ bætti hann við að lokum. Neytendur Landbúnaður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Verðbólgudraugurinn er farinn að bitna harkalega á veskjum landsmanna þegar kemur að matarinnkaupum. Verð á mjólkurlítranum til bænda hefur hækkað stöðugt vegna hækkunar á framleiðslukostnaði og verðlagsnefnd búvara hækkaði verðið nú um mánaðamótin. Frá því í ágúst síðastliðnum hefur verðið hækkað úr 111,89 krónum í 124,96 krónur sem gerir hækkun upp á 11,6%. Neytendur eigi rétt á vernd fyrir hækkunum Í samtali við fréttastofu sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að það sé ekki hægt að velta öllum byrðunum yfir á neytendur. „Þetta er náttúrulega alveg galið að vara sem nýtur tollverndar og einokunarverndar sé að hækka umfram almennt verðlag. Við eigum skilið og eigum rétt á vernd fyrir þessum hækkunum,“ sagði hann um hækkanirnar en það sé þó ekki við bændur að sakast heldur komi mun fleira til. „Ég sé bændur ekkert ríða feitum hesti frá þessari aðferðarfræði sem er notuð í dag og ég held að við verðum að endurskoða kerfið eins og það er. Við erum með tolla á alls kyns vörum, við erum með tollmúra í kringum franskar kartöflur sem eru ekki einu sinni framleiddar hér á Íslandi, við erum með tollmúra í kringum alls konar iðnaðarframleiðslu á alifuglum og alisvínum og svo framvegis,“ sagði Breki um núverandi kerfi. Þetta bitni mest á þeim sem hafa minnst á milli handanna. „Þær herðar þurfa alltaf að bera þyngstu byrðarnar og við það verður ekki unað,“ bætti hann við að lokum.
Neytendur Landbúnaður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira