Hellarnir á Hellu njóta mikilla vinsælda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. apríl 2023 20:05 Dóra Steinsdóttir er eina af þeim, sem tekur á móti hópum í hellana við Ægissíðu á Hellu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hellarnir á Ægissíðu á Hellu njóta alltaf mikilla vinsælda hjá íslenskum og erlendum ferðamönnum en fyrstu skráðu heimildir um þá er frá 1818. Hellarnir eru með þekktustu manngerðu hellum landsins en tólf hellar hafa fundist á Ægissíðu. Það er alltaf mikill áhugi á að fara í hellaferðir hjá ferðafólki, innlendu og erlendu í hellana á Ægissíðu með leiðsögn. Manngerðir hellar eru víða á Suðurlandi en vitað er um á annað hundrað slíka hella á svæðinu frá Ölfusi austur í Mýrdal. Hellarnir á Ægissíðu eru friðlýstir en nú er unnið að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands. „Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur. Við erum búin að hafa opið í allan vetur og keyra hérna ferðir alla daga í vetur og það er bara búið að ganga framar vonum myndi ég segja. Við erum að segja svolítið sögu, sem heyrist ekki annars staðar og erum að bjóða upp á umhverfi, sem við erum ekkert vön að skoða,“ segir Dóra Steinsdóttir leiðsögumaður í hellana við Ægissíðu. Hellarnir þykja mjög merkilegir. “Já, það myndi ég segja. Þetta eru sennilega elstu hýbýli á Íslandi þessir hellar,“ segir Dóra. við Ægissíðu á Hellu. Víða má finna manngerða hella á Suðurlandi eins og í Ægissíðu þar sem 12 hellar eru skráðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Í hellunum má til dæmis finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti svo eitthvað sé nefnt. Svo er búið að skrifa nokkur nöfn á veggi hellanna. “Við megum það ekki lengur, ekki inn á veggina en við megum skrifa hérna utan á húsið hjá okkur og fólk er búið að taka því svakalega vel frá því að við byrjuðum á því í maí í fyrra og það er eiginlega allt að verða fullt af nöfnum utan á húsinu,” segir Dóra. Dóra segir að ferðamenn verði agndofa þegar þeir skoða hellana. “Já, þeir verða það. Ég myndi segja að ferðirnar okkar séu fyrir ferðamenn almennt umfram væntingar. Fólk veit ekki alveg hverju það á von á þegar það kemur hingað en svo þegar þeir fara frá okkur, þá er þetta bara stórkostlegt og við fáum rosalega góða dóma á samfélagsmiðlum og þessum síðum, sem fólk er að skilja eftir umsagnir,” segir Dóra Steinsdóttir, leiðsögumaður í hellana við Ægissíðu. Dóra að leiðsegja einum af fjölmörgum hópunum, sem hún hefur tekið á móti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Það er alltaf mikill áhugi á að fara í hellaferðir hjá ferðafólki, innlendu og erlendu í hellana á Ægissíðu með leiðsögn. Manngerðir hellar eru víða á Suðurlandi en vitað er um á annað hundrað slíka hella á svæðinu frá Ölfusi austur í Mýrdal. Hellarnir á Ægissíðu eru friðlýstir en nú er unnið að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands. „Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur. Við erum búin að hafa opið í allan vetur og keyra hérna ferðir alla daga í vetur og það er bara búið að ganga framar vonum myndi ég segja. Við erum að segja svolítið sögu, sem heyrist ekki annars staðar og erum að bjóða upp á umhverfi, sem við erum ekkert vön að skoða,“ segir Dóra Steinsdóttir leiðsögumaður í hellana við Ægissíðu. Hellarnir þykja mjög merkilegir. “Já, það myndi ég segja. Þetta eru sennilega elstu hýbýli á Íslandi þessir hellar,“ segir Dóra. við Ægissíðu á Hellu. Víða má finna manngerða hella á Suðurlandi eins og í Ægissíðu þar sem 12 hellar eru skráðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Í hellunum má til dæmis finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti svo eitthvað sé nefnt. Svo er búið að skrifa nokkur nöfn á veggi hellanna. “Við megum það ekki lengur, ekki inn á veggina en við megum skrifa hérna utan á húsið hjá okkur og fólk er búið að taka því svakalega vel frá því að við byrjuðum á því í maí í fyrra og það er eiginlega allt að verða fullt af nöfnum utan á húsinu,” segir Dóra. Dóra segir að ferðamenn verði agndofa þegar þeir skoða hellana. “Já, þeir verða það. Ég myndi segja að ferðirnar okkar séu fyrir ferðamenn almennt umfram væntingar. Fólk veit ekki alveg hverju það á von á þegar það kemur hingað en svo þegar þeir fara frá okkur, þá er þetta bara stórkostlegt og við fáum rosalega góða dóma á samfélagsmiðlum og þessum síðum, sem fólk er að skilja eftir umsagnir,” segir Dóra Steinsdóttir, leiðsögumaður í hellana við Ægissíðu. Dóra að leiðsegja einum af fjölmörgum hópunum, sem hún hefur tekið á móti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira