Steinunn: Verður áskorun að fara til Ungverjalands en það er allt hægt Andri Már Eggertsson skrifar 8. apríl 2023 18:08 Steinunn Björnsdóttir skoraði 5 mörk Vísir/Hulda Margrét Íslenska landsliðið í handbolta tapaði gegn Ungverjum 21-25. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á HM 2023. Steinunn Björnsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, var svekkt með niðurstöðuna en sá margt jákvætt og var bjartsýn fyrir seinni leikinn gegn Ungverjum. „Mér fannst við flottar varnarlega en við vorum að fara illa með ansi mörg dauðafæri. Það var kafli í seinni hálfleik sem var ansi þungur en mér fannst við standa okkur gegn þessu liði en það var margt sem við hefðum geta gert betur,“ sagði Steinunn Björnsdóttir eftir leik. Fyrri hálfleikur var í jafnvægi en Ísland gaf eftir á síðustu sjö mínútunum sem varð til þess að Ungverjaland var fjórum mörkum yfir í hálfleik 10-14. „Mér fannst þetta heilt yfir ágætis leikur hjá okkur á mörgum sviðum. Mér fannst við hefðum átt að keyra meira á þær í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik. Þær voru seinar heim og ráðviltar þegar þær hlupu til baka og þar voru tækifæri.“ Steinunn var svekkt með hvernig Ísland spilaði fyrsta korterið í seinni hálfleik þar sem allt fór úrskeiðis og Ungverjaland komst átta mörkum yfir. „Þær voru fljótar að skipta um gír. En mér fannst að við hefðum geta leikið meira á þær þar sem þær eru fljótar að svekkja sig á hlutunum og við verðum að nýta okkur það í næsta leik. Ég var ánægð með hvernig okkur tókst að nýta stemmninguna í húsinu sem varð til þess að við minnkuðum muninn niður í tvö mörk.“ Steinunn var ánægð með karakterinn hjá sínu liði sem saxaði forskot Ungverjalands minnst niður í tvö mörk. „Við sýndum að við getum svo sannarlega spilað gegn þessu liði og það voru mikið af tækifærum sóknarlega. Við þurfum að skoða nokkur atriði og þá er ég bjartsýn.“ Seinni leikurinn verður spilaður í Ungverjalandi á miðvikudaginn og Steinunn taldi möguleika Íslands vera til staðar. „Við verðum að trúa og það er allt hægt. Það verður full höll hjá þeim og mikil stemmning í Ungverjalandi en okkur hlakkar til og þetta verður mikil áskorun,“ sagði Steinunn Björnsdóttir að lokum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
„Mér fannst við flottar varnarlega en við vorum að fara illa með ansi mörg dauðafæri. Það var kafli í seinni hálfleik sem var ansi þungur en mér fannst við standa okkur gegn þessu liði en það var margt sem við hefðum geta gert betur,“ sagði Steinunn Björnsdóttir eftir leik. Fyrri hálfleikur var í jafnvægi en Ísland gaf eftir á síðustu sjö mínútunum sem varð til þess að Ungverjaland var fjórum mörkum yfir í hálfleik 10-14. „Mér fannst þetta heilt yfir ágætis leikur hjá okkur á mörgum sviðum. Mér fannst við hefðum átt að keyra meira á þær í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik. Þær voru seinar heim og ráðviltar þegar þær hlupu til baka og þar voru tækifæri.“ Steinunn var svekkt með hvernig Ísland spilaði fyrsta korterið í seinni hálfleik þar sem allt fór úrskeiðis og Ungverjaland komst átta mörkum yfir. „Þær voru fljótar að skipta um gír. En mér fannst að við hefðum geta leikið meira á þær þar sem þær eru fljótar að svekkja sig á hlutunum og við verðum að nýta okkur það í næsta leik. Ég var ánægð með hvernig okkur tókst að nýta stemmninguna í húsinu sem varð til þess að við minnkuðum muninn niður í tvö mörk.“ Steinunn var ánægð með karakterinn hjá sínu liði sem saxaði forskot Ungverjalands minnst niður í tvö mörk. „Við sýndum að við getum svo sannarlega spilað gegn þessu liði og það voru mikið af tækifærum sóknarlega. Við þurfum að skoða nokkur atriði og þá er ég bjartsýn.“ Seinni leikurinn verður spilaður í Ungverjalandi á miðvikudaginn og Steinunn taldi möguleika Íslands vera til staðar. „Við verðum að trúa og það er allt hægt. Það verður full höll hjá þeim og mikil stemmning í Ungverjalandi en okkur hlakkar til og þetta verður mikil áskorun,“ sagði Steinunn Björnsdóttir að lokum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti