„Fyrstu berin eru svakalega stór og djúsí“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. apríl 2023 20:30 Stóru jarðarberin þykja einstaklega bragðgóð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrstu íslensku jarðarberin vorsins eru nú komin í verslanir, stór og bragðgóð frá jarðaberjastöðinni Jarðarberjalandi í Reykholti í Bláskógabyggð. Um heilsársræktun verður að ræða með lýsingu í nýjum gróðurhúsum stöðvarinnar. Fyrir rétt rúmlega ári þá varð mikið tjón í miklu óveðri í Reykholti í Bláskógabyggð þar sem gróðurhúsin hjá Hólmfríði Geirsdóttur og hennar fólki skemmdust mikið og allar jarðaberjaplönturnar urðu meira og minna ónýtar. Það efldi bara Hólmfríði og fjölskyldu hennar því nú er búið að byggja nýtt 3.600 fermetra gróðurhús með lýsingu. Grænmetisbílinn frá Sölufélagi garðyrkjumanna kemur nú reglulega og sækir ný og fersk ber í Jarðaberjaland, sem fara í verslanir. „Núna er þetta allt að fara á fullt og verður svona áfram árið, þetta er heilsársræktun og vonandi jöfn uppskera allt árið, þannig að það ætti að vera nóg af íslenskum berjum á markaðnum,“ segir Hólmfríður og bætir við. „Við notum engin efni, engin plöntuvarnarlyf eða skordýralíf eða neitt slíkt, það er aldrei úðað á plönturnar. Við erum náttúrulega að nota okkar góða íslenska neysluvatn og við vitum það að grænmetið og berin eru 95 prósent vatn.“ Hólmfríður Geirsdóttir hjá Berjalandi segir að fyrstu jarðarber vorsins líti mjög vel út og uppskeran góð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hólmfríður segir að það verði auðvelt fyrir stöðina að rækta einhverja tugi tonn af jarðarberjum á ári. En af hverju eru jarðarberin svona misstór? „Það er nú þannig að þegar við byrjum að tína af plöntunum þá fáum við bara ber í þessari stærð, fyrstu berin eru svakalega stór og djúsí en svo þegar við förum að klára tínsluna af plöntunum, við erum að tína í svona sex vikur af plöntunum, þá eru þau komin í þessa stærð, þau eru svakalega góð líka, þetta er bara einn munnbiti“. En hvað finnst berjunum um að láta borða sig? „Ég held að þau elski það bara, til þess eru þau,“ segir Hólmfríður skellihlæjandi. Jarðarberjaland er í Reykholti í Bláskógabyggð í 3.600 fermetra gróðurhúsi með lýsingu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Ber Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Fyrir rétt rúmlega ári þá varð mikið tjón í miklu óveðri í Reykholti í Bláskógabyggð þar sem gróðurhúsin hjá Hólmfríði Geirsdóttur og hennar fólki skemmdust mikið og allar jarðaberjaplönturnar urðu meira og minna ónýtar. Það efldi bara Hólmfríði og fjölskyldu hennar því nú er búið að byggja nýtt 3.600 fermetra gróðurhús með lýsingu. Grænmetisbílinn frá Sölufélagi garðyrkjumanna kemur nú reglulega og sækir ný og fersk ber í Jarðaberjaland, sem fara í verslanir. „Núna er þetta allt að fara á fullt og verður svona áfram árið, þetta er heilsársræktun og vonandi jöfn uppskera allt árið, þannig að það ætti að vera nóg af íslenskum berjum á markaðnum,“ segir Hólmfríður og bætir við. „Við notum engin efni, engin plöntuvarnarlyf eða skordýralíf eða neitt slíkt, það er aldrei úðað á plönturnar. Við erum náttúrulega að nota okkar góða íslenska neysluvatn og við vitum það að grænmetið og berin eru 95 prósent vatn.“ Hólmfríður Geirsdóttir hjá Berjalandi segir að fyrstu jarðarber vorsins líti mjög vel út og uppskeran góð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hólmfríður segir að það verði auðvelt fyrir stöðina að rækta einhverja tugi tonn af jarðarberjum á ári. En af hverju eru jarðarberin svona misstór? „Það er nú þannig að þegar við byrjum að tína af plöntunum þá fáum við bara ber í þessari stærð, fyrstu berin eru svakalega stór og djúsí en svo þegar við förum að klára tínsluna af plöntunum, við erum að tína í svona sex vikur af plöntunum, þá eru þau komin í þessa stærð, þau eru svakalega góð líka, þetta er bara einn munnbiti“. En hvað finnst berjunum um að láta borða sig? „Ég held að þau elski það bara, til þess eru þau,“ segir Hólmfríður skellihlæjandi. Jarðarberjaland er í Reykholti í Bláskógabyggð í 3.600 fermetra gróðurhúsi með lýsingu. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Ber Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira