Einar „rekinn“ í beinni: „Bitnar á blóðþrýstingnum og röddinni“ Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2023 13:30 Einar Jónsson hefur verið í hlutverki sérfræðings í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport, í umfjöllun um Olís-deild kvenna, en verður þjálfari í deildinni frá og með næstu leiktíð þegar hann tekur við Fram. Hann verður jafnframt áfram þjálfari karlaliðs Fram. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þáttastjórnandinn Svava Kristín Gretarsdóttir tilkynnti um það í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að Einar Jónsson, einn af sérfræðingum hennar í þættinum, hefði verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fram í handbolta. Svava greindi jafnframt frá því að Einar yrði í tvöföldu starfi þar sem að hann myndi áfram stýra karlaliði Fram. Aðspurður hvort það kæmi til með að bitna á öðru liðanna að vera með sama þjálfara þvertók Einar fyrir það, en fyrir rúmum áratug stýrði hann einnig báðum liðum Fram. „Ég sé ekki að þetta stangist neitt á. Við getum æft þegar við viljum, erum með nýja og stórglæsilega aðstöðu, svo ég hef ekki áhyggjur af að þetta bitni á einum né neinum, nema kannski sjálfum mér. Ég er svo æstur á línunni svo að það er helst að þetta bitni á blóðþrýstingnum og röddinni,“ sagði Einar. „Tækifæri til að einbeita mér alfarið að handbolta“ „Ég ætlaði nú að reyna að fá að vera áfram hérna líka, í þættinum,“ sagði Einar líka léttur eftir að Svava greindi frá tíðindunum en hún var fljót að tilkynna honum það að því miður gengi það ekki. Frá og með næsta vetri verður Einar því í staðinn einn af þjálfurunum sem fá gagnrýni og hrós í Seinni bylgjunni, og það í bæði kvenna- og karlaþættinum. „Þetta var mjög auðveld ákvörðun. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta. Ég hef gert þetta áður svo ég veit út í hvað ég er að fara. Þetta gefur mér tækifæri til að einbeita mér alfarið að handbolta, númer 1, 2 og 3, og fyrir mitt leyti finnst mér þetta frábært. Þetta var það sem menn vildu í Fram og þetta á eftir að ganga mjög vel,“ sagði Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Einar Jóns klár í tvö störf „Það er mikil vinna framundan en við erum svo sem búin að vinna mikið og gott starf með karlaliðið undanfarið ár, í „semi“ uppbyggingarferli. Kvennaliðið hefur verið svolítið fastmótað en hrikalega öflugt. Það er verðugt verkefni að taka við því en það er ljóst að það verða miklar breytingar. Nýir menn og nýjar konur, og þetta verður mjög spennandi,“ sagði Einar. „Hundrað prósent á því að ég muni geta sinnt báðum liðum vel“ Kvennalið Fram er ríkjandi Íslandsmeistari en endaði deildarkeppnina í ár í 4. sæti, níu stigum á eftir deildarmeisturum ÍBV. „Botninn hefur aðeins dottið úr þessu miðað við síðustu leiktíð, Íslandsmeistaraleiktíð. Það duttu geggjaðir leikmenn út, goðsagnir hjá félaginu, og það var hrikalega erfitt fyrir þjálfara og liðið að fylla það skarð. Það er ljóst að fleiri breytingar verða áfram,“ sagði Einar og bætti við að góður kjarni leikmanna yrði áfram til staðar þó að um ákveðna uppbyggingu yrði að ræða næstu misseri. Spurður út í efasemdaraddir um að hann geti stýrt bæði kvenna- og karlaliðinu með jöfnum hætti svaraði Einar: „Leikdagarnir eru ekki þeir sömu, og við höfum að einhverju leyti stjórn á því hvenær leikirnir eru, svo ég hef engar áhyggjur af því að missa af einhverjum leikjum eða slíkt. Ég er hundrað prósent á því að ég muni geta sinnt báðum liðum vel. Ég spyr þá bara á móti, fyrir þá sem eru í annarri vinnu frá 8-5 á daginn, bitnar það þá ekki á vinnunni eða þjálfuninni? Hinn venjulegi Íslendingur vinnur 8-10 tíma á dag og ég sé ekki að það verði nein breyting þar á,“ en svör Einars og umræðuna í heild má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Svava greindi jafnframt frá því að Einar yrði í tvöföldu starfi þar sem að hann myndi áfram stýra karlaliði Fram. Aðspurður hvort það kæmi til með að bitna á öðru liðanna að vera með sama þjálfara þvertók Einar fyrir það, en fyrir rúmum áratug stýrði hann einnig báðum liðum Fram. „Ég sé ekki að þetta stangist neitt á. Við getum æft þegar við viljum, erum með nýja og stórglæsilega aðstöðu, svo ég hef ekki áhyggjur af að þetta bitni á einum né neinum, nema kannski sjálfum mér. Ég er svo æstur á línunni svo að það er helst að þetta bitni á blóðþrýstingnum og röddinni,“ sagði Einar. „Tækifæri til að einbeita mér alfarið að handbolta“ „Ég ætlaði nú að reyna að fá að vera áfram hérna líka, í þættinum,“ sagði Einar líka léttur eftir að Svava greindi frá tíðindunum en hún var fljót að tilkynna honum það að því miður gengi það ekki. Frá og með næsta vetri verður Einar því í staðinn einn af þjálfurunum sem fá gagnrýni og hrós í Seinni bylgjunni, og það í bæði kvenna- og karlaþættinum. „Þetta var mjög auðveld ákvörðun. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta. Ég hef gert þetta áður svo ég veit út í hvað ég er að fara. Þetta gefur mér tækifæri til að einbeita mér alfarið að handbolta, númer 1, 2 og 3, og fyrir mitt leyti finnst mér þetta frábært. Þetta var það sem menn vildu í Fram og þetta á eftir að ganga mjög vel,“ sagði Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Einar Jóns klár í tvö störf „Það er mikil vinna framundan en við erum svo sem búin að vinna mikið og gott starf með karlaliðið undanfarið ár, í „semi“ uppbyggingarferli. Kvennaliðið hefur verið svolítið fastmótað en hrikalega öflugt. Það er verðugt verkefni að taka við því en það er ljóst að það verða miklar breytingar. Nýir menn og nýjar konur, og þetta verður mjög spennandi,“ sagði Einar. „Hundrað prósent á því að ég muni geta sinnt báðum liðum vel“ Kvennalið Fram er ríkjandi Íslandsmeistari en endaði deildarkeppnina í ár í 4. sæti, níu stigum á eftir deildarmeisturum ÍBV. „Botninn hefur aðeins dottið úr þessu miðað við síðustu leiktíð, Íslandsmeistaraleiktíð. Það duttu geggjaðir leikmenn út, goðsagnir hjá félaginu, og það var hrikalega erfitt fyrir þjálfara og liðið að fylla það skarð. Það er ljóst að fleiri breytingar verða áfram,“ sagði Einar og bætti við að góður kjarni leikmanna yrði áfram til staðar þó að um ákveðna uppbyggingu yrði að ræða næstu misseri. Spurður út í efasemdaraddir um að hann geti stýrt bæði kvenna- og karlaliðinu með jöfnum hætti svaraði Einar: „Leikdagarnir eru ekki þeir sömu, og við höfum að einhverju leyti stjórn á því hvenær leikirnir eru, svo ég hef engar áhyggjur af því að missa af einhverjum leikjum eða slíkt. Ég er hundrað prósent á því að ég muni geta sinnt báðum liðum vel. Ég spyr þá bara á móti, fyrir þá sem eru í annarri vinnu frá 8-5 á daginn, bitnar það þá ekki á vinnunni eða þjálfuninni? Hinn venjulegi Íslendingur vinnur 8-10 tíma á dag og ég sé ekki að það verði nein breyting þar á,“ en svör Einars og umræðuna í heild má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.
Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira