Sumarbústaður við Laugarvatn brann til kaldra kola Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. apríl 2023 18:21 Aðstæður voru krefjandi þegar slökkvilið bar að garði. Aðsend Sumarbústaður í landi Snorrastaða við Laugarvatn varð alelda í morgun og er nú gjörónýtur. Engin slys urðu á fólki að sögn slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu en aðstæður á vettvangi voru nokkuð erfiðar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi brunans. Í samtali við Vísi segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu að tilkynning um eld hafi borist frá Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan sjö í morgun. „Á þessu svæði er mikil skógrækt og þéttur skógur. Við sendum lið á staðinn frá Laugarvatni og Reykholti, og tankbíl frá Hveragerði og Selfossi. Bústaðurinn var alelda þegar við mættum á vettvang.“ Sumarhúsið var alelda þegar slökkilið mætti á vettvang.Aðsend Rigningin kom á réttum tíma Að sögn Péturs voru aðstæður á vettvangi afar krefjandi, en rignt hafði um nóttina. „Bústaðurinn er ofarlegar í hlíðinni, en vegirnir þar eru mjög slæmir og bera illa svona bíla. Sérstaklega þegar það er svona blautt, þá er þetta raun bara þunnt malarlag ofan á drullu og það veldur því að bílarnir sökkva niður og vegirnir bera ekki tækin sem við erum með.“ Pétur segir það hafa verið forgangsmál að bleyta gróður í kringum bústaðinn þegar það var hægt. Bústaðurinn var byggður árið 1994 og er nú gjörónýtur.Aðsend „Við höfðum mestar áhyggjur af útbreiðslunni og þurftum að einblína á að draga úr líkum á gróðureldi. Þegar það er gróðureldur þá eru miklu fleiri sumarhús í hættu. En síðan fór að rigna, þannig að við þökkum fyrir það.“ Að sögn Péturs var aðgerðum slökkviliðsins lokið um hálf fjögur leytið í dag. Ekki er hægt að segja til um upptök eldsins á þessari stundu. „Við erum með fagmenn og þetta hafðist að lokum. Það voru engin slys á fólki eða manntjón og við fögnum því að sjálfsögðu.“ Pétur bendir á að víða á sumarbústaðasvæðum geti aðstæður verið krefjandi fyrir slökkviliðsmenn. „Það er ágætt að benda fólki á að það getur verið erfitt fyrir okkur að komast á staðinn og það getur valdið því að hjálpin er lengur að berast. Það er mikilvægt að sumarbústaðaeigendur hafi það hugfast að það getur tafið fyrir okkur ef vegir eru slæmir, eða ef trjágróður er fyrir á veginum.“ Ekki er vitað um eldsupptök á þessari stundu.Aðsend Gífurlegt áfall Birgitta Thorsteinson og eiginmaður hennar, Magnús G. Benediktsson byggðu bústaðinn fyrir hartnær þremur áratugum. Í samtali við Vísi segir Birgitta að áfallið sé ólýsanlegt. „Við erum bara eyðilögð. Það er bara eins og heimurinn hafi hrunið. Það eru óteljandi minningar tengdar bústaðnum. Foreldrar mínir byggðu sumarhús í Miðdal árið 1959 og síðan byggjum við hús á okkar landi árið 1994. Það er allt farið.“ Slökkvilið Bláskógabyggð Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu að tilkynning um eld hafi borist frá Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan sjö í morgun. „Á þessu svæði er mikil skógrækt og þéttur skógur. Við sendum lið á staðinn frá Laugarvatni og Reykholti, og tankbíl frá Hveragerði og Selfossi. Bústaðurinn var alelda þegar við mættum á vettvang.“ Sumarhúsið var alelda þegar slökkilið mætti á vettvang.Aðsend Rigningin kom á réttum tíma Að sögn Péturs voru aðstæður á vettvangi afar krefjandi, en rignt hafði um nóttina. „Bústaðurinn er ofarlegar í hlíðinni, en vegirnir þar eru mjög slæmir og bera illa svona bíla. Sérstaklega þegar það er svona blautt, þá er þetta raun bara þunnt malarlag ofan á drullu og það veldur því að bílarnir sökkva niður og vegirnir bera ekki tækin sem við erum með.“ Pétur segir það hafa verið forgangsmál að bleyta gróður í kringum bústaðinn þegar það var hægt. Bústaðurinn var byggður árið 1994 og er nú gjörónýtur.Aðsend „Við höfðum mestar áhyggjur af útbreiðslunni og þurftum að einblína á að draga úr líkum á gróðureldi. Þegar það er gróðureldur þá eru miklu fleiri sumarhús í hættu. En síðan fór að rigna, þannig að við þökkum fyrir það.“ Að sögn Péturs var aðgerðum slökkviliðsins lokið um hálf fjögur leytið í dag. Ekki er hægt að segja til um upptök eldsins á þessari stundu. „Við erum með fagmenn og þetta hafðist að lokum. Það voru engin slys á fólki eða manntjón og við fögnum því að sjálfsögðu.“ Pétur bendir á að víða á sumarbústaðasvæðum geti aðstæður verið krefjandi fyrir slökkviliðsmenn. „Það er ágætt að benda fólki á að það getur verið erfitt fyrir okkur að komast á staðinn og það getur valdið því að hjálpin er lengur að berast. Það er mikilvægt að sumarbústaðaeigendur hafi það hugfast að það getur tafið fyrir okkur ef vegir eru slæmir, eða ef trjágróður er fyrir á veginum.“ Ekki er vitað um eldsupptök á þessari stundu.Aðsend Gífurlegt áfall Birgitta Thorsteinson og eiginmaður hennar, Magnús G. Benediktsson byggðu bústaðinn fyrir hartnær þremur áratugum. Í samtali við Vísi segir Birgitta að áfallið sé ólýsanlegt. „Við erum bara eyðilögð. Það er bara eins og heimurinn hafi hrunið. Það eru óteljandi minningar tengdar bústaðnum. Foreldrar mínir byggðu sumarhús í Miðdal árið 1959 og síðan byggjum við hús á okkar landi árið 1994. Það er allt farið.“
Slökkvilið Bláskógabyggð Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira