U-beygja í leikmannamálum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2023 09:01 KR virðist fara aðra leið í leikmannamálum en oft áður. Vísir/Hulda Margrét Segja má að nokkur lið Bestu deildar karla í knattspyrnu hafi tekið algjöra U-beygju í leikmannamálum sínum fyrir komandi tímabil. Lið sem hafa áður sótt þekktar stærðir hafa sóst meira í yngri leikmenn og lið sem hafa tekið inn unga leikmenn undanfarin ár hafa sótt þekktar stæðir. Fyrir ekki svo mörgum árum síðan hóf Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi bikarmeistara Víkings, að sækja yngri leikmenn sem höfðu farið út í atvinnumennsku en ekki fundið taktinn og vildu koma heim aftur. Hafa Víkingar notið vægast sagt góðs af og hafa sumir af þessum leikmönnum farið aftur út í atvinnumennsku. Segja má að Breiðablik hafi farið sömu leið þó félagið hafi líka verið duglegt að sækja leikmenn úr öðrum liðum á Íslandi. Bæði þessi lið hafa verið gríðarlega sigursæl undanfarin tvö tímabil. Á sama tíma voru tvö stórlið á Reykjavíkursvæðinu að sækja eldri og reyndari leikmenn. Þeim hefur ekki gengið jafnvel á síðustu tveimur árum og virðast nú ætla að feta í sömu spor og Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur sagt það beint út að hann hefði ef til vill átt að vera duglegri í að endurnýja leikmannahóp sinn eftir að KR varð Íslandsmeistari sumarið 2019. Það þurfti að fylla ýmis skörð í KR-liðinu og hafa tveir reynslumiklir norskir leikmenn gengið í raðir félagsins fyrir komandi tímabil. Þá hafa KR-ingar sótt þrjá aðra leikmenn og reikna má með að sá fjórði sé á leiðinni. Segja má að þeir leikmenn falli í sama flokk og leikmennirnir sem Víkingar voru að sækja fyrir ekki svo löngu síðan. Jakob Franz Pálsson er genginn í raðir KR á láni frá Venezia á Ítalíu. Jóhannes Kristinn Bjarnason er genginn aftur í raðir KR eftir stutta dvöl hjá Norrköping í Svíþjóð og Luke Rae er kominn frá Gróttu. Þá vonast KR-ingar til að ganga frá samningi við Benóný Breka Andrésson en sá er í dag samningsbundinn Bologna á Ítalíu. Allt eru þetta leikmenn í kringum tvítugt og ættu að gefa KR yngra yfirbragð en liðið hefur haft undanfarin ár. Segja má að Valur sé einnig að fara sömu leið en þar sem gríðarlega breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins hafa reynslumeiri menn einnig verið sóttir. Það hafa hins vegar verið sóttir tveir leikmenn til Ítalíu, þeir Hlynur Freyr Karlsson frá Bologna og Óliver Steinar Guðmundsson frá Atalanta. Lúkas Logi Heimisson er svo kominn frá Fjölni. Valsmenn hafa vissulega einnig fengið til sín Adam Ægi Pálsson, Andra Rúnar Bjarnason, Elfar Frey Helgason og Kristinn Frey Sigurðsson. Að því sögðu þá eru ungmennin þrjú hér að ofan á skjön við þá leikmenn sem Valur hefur sankað að sér á undanförnum árum. Hvort leikmannastefna KR og Vals dugi þeim til að ögra tveimur af bestu liðum landsins á toppi Bestu deildarinnar verður að koma í ljós. Deildin fer af stað 10. apríl og ljóst er að spennan er mikil fyrir komandi tímabili. Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn KR Valur Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Sjá meira
Fyrir ekki svo mörgum árum síðan hóf Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi bikarmeistara Víkings, að sækja yngri leikmenn sem höfðu farið út í atvinnumennsku en ekki fundið taktinn og vildu koma heim aftur. Hafa Víkingar notið vægast sagt góðs af og hafa sumir af þessum leikmönnum farið aftur út í atvinnumennsku. Segja má að Breiðablik hafi farið sömu leið þó félagið hafi líka verið duglegt að sækja leikmenn úr öðrum liðum á Íslandi. Bæði þessi lið hafa verið gríðarlega sigursæl undanfarin tvö tímabil. Á sama tíma voru tvö stórlið á Reykjavíkursvæðinu að sækja eldri og reyndari leikmenn. Þeim hefur ekki gengið jafnvel á síðustu tveimur árum og virðast nú ætla að feta í sömu spor og Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur sagt það beint út að hann hefði ef til vill átt að vera duglegri í að endurnýja leikmannahóp sinn eftir að KR varð Íslandsmeistari sumarið 2019. Það þurfti að fylla ýmis skörð í KR-liðinu og hafa tveir reynslumiklir norskir leikmenn gengið í raðir félagsins fyrir komandi tímabil. Þá hafa KR-ingar sótt þrjá aðra leikmenn og reikna má með að sá fjórði sé á leiðinni. Segja má að þeir leikmenn falli í sama flokk og leikmennirnir sem Víkingar voru að sækja fyrir ekki svo löngu síðan. Jakob Franz Pálsson er genginn í raðir KR á láni frá Venezia á Ítalíu. Jóhannes Kristinn Bjarnason er genginn aftur í raðir KR eftir stutta dvöl hjá Norrköping í Svíþjóð og Luke Rae er kominn frá Gróttu. Þá vonast KR-ingar til að ganga frá samningi við Benóný Breka Andrésson en sá er í dag samningsbundinn Bologna á Ítalíu. Allt eru þetta leikmenn í kringum tvítugt og ættu að gefa KR yngra yfirbragð en liðið hefur haft undanfarin ár. Segja má að Valur sé einnig að fara sömu leið en þar sem gríðarlega breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins hafa reynslumeiri menn einnig verið sóttir. Það hafa hins vegar verið sóttir tveir leikmenn til Ítalíu, þeir Hlynur Freyr Karlsson frá Bologna og Óliver Steinar Guðmundsson frá Atalanta. Lúkas Logi Heimisson er svo kominn frá Fjölni. Valsmenn hafa vissulega einnig fengið til sín Adam Ægi Pálsson, Andra Rúnar Bjarnason, Elfar Frey Helgason og Kristinn Frey Sigurðsson. Að því sögðu þá eru ungmennin þrjú hér að ofan á skjön við þá leikmenn sem Valur hefur sankað að sér á undanförnum árum. Hvort leikmannastefna KR og Vals dugi þeim til að ögra tveimur af bestu liðum landsins á toppi Bestu deildarinnar verður að koma í ljós. Deildin fer af stað 10. apríl og ljóst er að spennan er mikil fyrir komandi tímabili.
Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn KR Valur Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Sjá meira