„Ásgrímsleiðin“, ný leið í Árnessýslu fyrir ferðamenn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. apríl 2023 20:05 Ásgrímur var fæddur 4. mars 1876 í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa. Hann gerði málaralistina að ævistarfi og varð brautryðjandi í listasögu þjóðarinnar. „Ásgrímsleiðin” er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga, Listasafns Árnesinga og Listasafns Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlendingar eru stoltir af því að einn færasti listamaður þjóðarinnar, Ásgrímur Jónsson hafi verið fæddur og uppalinn í Flóanum og hafa af því tilefni búið til sérstaka rútuferð, „Ásgrímsleið“ fyrir ferðamenn og aðra þar, sem farið er á söguslóðir Ásgríms í Árnessýslu. Fyrsti viðkomustaður ferðarinnar er í kirkjugarðinn í Gaulverjabæ í Flóa þar sem Ásgrímur hvílir en hann fæddist 1876 á bænum Suðurkoti í Rútsstaðahverfinu í Flóa og dó 1958. Því næst er stoppað á skógræktarsvæðinu Timburhólum skammt frá fæðingarstað Ásgríms og minnismerki um hann skoðað þar. Því næst er farið í Listasafn Árnesinga í Hveragerði þar sem að um 20 verk Ásgríms eru til sýnis. Ferðin endaði svo í Húsinu á Eyrarbakka þar sem sérstök sýning um Ásgrím var opnuð í gær. Við legstein Ásmundar í kirkjugarðinum við Gaulverjabæjarkirkju. Frá vinstri, Valdimar Guðjónsson, bóndi í Gaulverjabæ, Hannes Stefánsson, Lýður Pálsson og Kristín Scheving.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fararstjóri í ferðinni var Hannes Stefánsson, sem er mjög fróður um Ásgrím og hans störf. „Og ég man eftir því 1958 þegar hann var jarðaður, hann átti engin ættmenni hérna, þannig að ég veit ekki hverjir fóru við jarðarförina en sveitungarnir leyfðu sér að gera grín að þeim, sem mættu við jarðarförina, að elta þetta listasnobb,“ segir Hannes. Hannes Stefánsson, var fararstjóri í fyrstu ferðinni um Ásgrím en hann er mjög fróður um þennan merka listamann úr Flóanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásgrímur ánafnaði íslensku þjóðinni öll sín verk, ásamt húseign að Bergstaðastræti 74 í Reykjavík þar sem hægt er að skoða verk hans. „Við gripum þetta núna, við í Listasafni Árnesinga og á Byggðasafninu ákváðum að gera eitthvað á þessum afmælisári, við erum 60 ára og Byggðasafnið 70 ára. Okkur fannst bara tilvalið að minna fólk á þennan merka listamann,“ segir Kristín Scheving, safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði. Heldur þú að þessi leið eigi eftir að slá í gegn? „Nú þegar er allavega verið að bóka mjög mikið í þessar ferðir, við vonum það, okkur finnst Ásgrímur eiga mikið inni,“ bætir Kristín við. Kristín Scheving, safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði við eitt verka Ásgríms í Listasafninu. Með „Ásgrímsleiðinni” vilja söfnin vekja athygli á ævi og störfum Ásgríms Jónssonar en einnig fagna afmæli safnanna. Byggðasafnið á 70 ára afmæli á árinu og Listasafn Árnesinga fagnar 60 ára afmæli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sýningin um Ásgrím í Húsinu á Eyrarbakka heitir „Drengurinn, fjöllin og húsið“. „Hún fjallar um æsku og uppvöxt hans í Flóanum í Gaulverjabæjarhreppi og síðan um árin hans hér í Húsinu en hann var vikapiltur hér í tvö og hálft ár. Ásgrímur var mjög merkilegur maður, brautryðjandi, einn af okkar fyrstu listmálurum og sá fyrsti, sem gerir málarastarfið að ævistarfi,“ segir Ragnhildur Elísabet Sigfúsdóttir, safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga. Heimasíða Byggðasafns Árnesinga Heimasíða Listasafns Árnesinga í Hveragerði Heimasíða Listasafns Íslands Árborg Söfn Menning Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Fyrsti viðkomustaður ferðarinnar er í kirkjugarðinn í Gaulverjabæ í Flóa þar sem Ásgrímur hvílir en hann fæddist 1876 á bænum Suðurkoti í Rútsstaðahverfinu í Flóa og dó 1958. Því næst er stoppað á skógræktarsvæðinu Timburhólum skammt frá fæðingarstað Ásgríms og minnismerki um hann skoðað þar. Því næst er farið í Listasafn Árnesinga í Hveragerði þar sem að um 20 verk Ásgríms eru til sýnis. Ferðin endaði svo í Húsinu á Eyrarbakka þar sem sérstök sýning um Ásgrím var opnuð í gær. Við legstein Ásmundar í kirkjugarðinum við Gaulverjabæjarkirkju. Frá vinstri, Valdimar Guðjónsson, bóndi í Gaulverjabæ, Hannes Stefánsson, Lýður Pálsson og Kristín Scheving.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fararstjóri í ferðinni var Hannes Stefánsson, sem er mjög fróður um Ásgrím og hans störf. „Og ég man eftir því 1958 þegar hann var jarðaður, hann átti engin ættmenni hérna, þannig að ég veit ekki hverjir fóru við jarðarförina en sveitungarnir leyfðu sér að gera grín að þeim, sem mættu við jarðarförina, að elta þetta listasnobb,“ segir Hannes. Hannes Stefánsson, var fararstjóri í fyrstu ferðinni um Ásgrím en hann er mjög fróður um þennan merka listamann úr Flóanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásgrímur ánafnaði íslensku þjóðinni öll sín verk, ásamt húseign að Bergstaðastræti 74 í Reykjavík þar sem hægt er að skoða verk hans. „Við gripum þetta núna, við í Listasafni Árnesinga og á Byggðasafninu ákváðum að gera eitthvað á þessum afmælisári, við erum 60 ára og Byggðasafnið 70 ára. Okkur fannst bara tilvalið að minna fólk á þennan merka listamann,“ segir Kristín Scheving, safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði. Heldur þú að þessi leið eigi eftir að slá í gegn? „Nú þegar er allavega verið að bóka mjög mikið í þessar ferðir, við vonum það, okkur finnst Ásgrímur eiga mikið inni,“ bætir Kristín við. Kristín Scheving, safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði við eitt verka Ásgríms í Listasafninu. Með „Ásgrímsleiðinni” vilja söfnin vekja athygli á ævi og störfum Ásgríms Jónssonar en einnig fagna afmæli safnanna. Byggðasafnið á 70 ára afmæli á árinu og Listasafn Árnesinga fagnar 60 ára afmæli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sýningin um Ásgrím í Húsinu á Eyrarbakka heitir „Drengurinn, fjöllin og húsið“. „Hún fjallar um æsku og uppvöxt hans í Flóanum í Gaulverjabæjarhreppi og síðan um árin hans hér í Húsinu en hann var vikapiltur hér í tvö og hálft ár. Ásgrímur var mjög merkilegur maður, brautryðjandi, einn af okkar fyrstu listmálurum og sá fyrsti, sem gerir málarastarfið að ævistarfi,“ segir Ragnhildur Elísabet Sigfúsdóttir, safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga. Heimasíða Byggðasafns Árnesinga Heimasíða Listasafns Árnesinga í Hveragerði Heimasíða Listasafns Íslands
Árborg Söfn Menning Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira