Þráir fátt heitar en að finna huldumanninn um borð í vélinni frá Kanarí Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2023 23:29 Gerður Petra Ásgeirsdóttir ásamt föður sínum á góðri stundu. Aðsend/Vilhelm Kona sem missti föður sinn um borð í flugi frá Kanaríeyjum til Íslands í apríl í fyrra leitar nú logandi ljósi að manni sem var til staðar fyrir hana og bróður hennar á ögurstundu. Gerður Petra Ásgeirsdóttir segir það hafa blundað í henni allar götur síðan að reyna finna manninn aftur en það reynst erfitt án þess að hafa nafn hans. Í gær þegar rétt tæpt ár var liðið frá þessari örlagaríku stundu ákvað Gerður að láta reyna á mátt Facebook og auglýsa eftir góðhjartaða farþeganum sem hún lýsir sem ljósi í afar erfiðum aðstæðum. Faðir Gerðar var 72 ára þegar hann varð bráðkvaddur um borð í flugvél Play þann 6. apríl 2022. Hún segir atvikið vera erfiðustu upplifun sem systkinin hafi gengið í gegnum en þá hafi skipt öllu máli að hafa góðan mann sér við hlið. „Við hugsum oft til hans og mig langar bara að hitta hann. Hann var okkur þarna stoð og stytta,“ segir Gerður í samtali við Vísi. Hún vilji þakka honum fyrir að passa upp á fjölskylduna við þessar erfiðu aðstæður sem enginn óski sér að lenda í. Play ekki getað veitt upplýsingar Einu upplýsingarnar sem Gerður býr yfir er að maðurinn sé fyrrverandi sjúkraflutningamaður á miðjum aldri. Hún segir hálfótrúlegt að hugsa til þess að enginn hafi kannast við huldumanninn í þessu litla samfélagi. Gerður segist hafa sett sig í samband við Play sem geti ekki veitt upplýsingar um aðra farþega um borð í flugvélinni af persónuverndaraðstæðum. Starfsfólk flugfélagsins sé þó allt af vilja gert og hafi sýnt fjölskyldunni skilning. Yfir annað hundruð manns hafa deilt Facebook-færslu Gerðar frá því í gær þegar þetta er ritað og hefur henni meðal annars verið dreift inn á Facebook-hóp sjúkraflutningamanna. Þrátt fyrir allt hafa enn engar vísbendingar borist. Gerður segist reglulega hafa fellt tár eftir að hún birti færsluna og ætti vafalaust erfitt með að hafa hemil á tilfinningum sínum ef hún fengi loks tækifæri til þess að þakka manninn aftur í persónu. „Mig langar innilega að finna þennan mann.“ Gerður biður fólk sem telur sig kannast við hann um að hafa samband við sig í gegnum Facebook eða í síma. Fréttir af flugi Kanaríeyjar Góðverk Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Í gær þegar rétt tæpt ár var liðið frá þessari örlagaríku stundu ákvað Gerður að láta reyna á mátt Facebook og auglýsa eftir góðhjartaða farþeganum sem hún lýsir sem ljósi í afar erfiðum aðstæðum. Faðir Gerðar var 72 ára þegar hann varð bráðkvaddur um borð í flugvél Play þann 6. apríl 2022. Hún segir atvikið vera erfiðustu upplifun sem systkinin hafi gengið í gegnum en þá hafi skipt öllu máli að hafa góðan mann sér við hlið. „Við hugsum oft til hans og mig langar bara að hitta hann. Hann var okkur þarna stoð og stytta,“ segir Gerður í samtali við Vísi. Hún vilji þakka honum fyrir að passa upp á fjölskylduna við þessar erfiðu aðstæður sem enginn óski sér að lenda í. Play ekki getað veitt upplýsingar Einu upplýsingarnar sem Gerður býr yfir er að maðurinn sé fyrrverandi sjúkraflutningamaður á miðjum aldri. Hún segir hálfótrúlegt að hugsa til þess að enginn hafi kannast við huldumanninn í þessu litla samfélagi. Gerður segist hafa sett sig í samband við Play sem geti ekki veitt upplýsingar um aðra farþega um borð í flugvélinni af persónuverndaraðstæðum. Starfsfólk flugfélagsins sé þó allt af vilja gert og hafi sýnt fjölskyldunni skilning. Yfir annað hundruð manns hafa deilt Facebook-færslu Gerðar frá því í gær þegar þetta er ritað og hefur henni meðal annars verið dreift inn á Facebook-hóp sjúkraflutningamanna. Þrátt fyrir allt hafa enn engar vísbendingar borist. Gerður segist reglulega hafa fellt tár eftir að hún birti færsluna og ætti vafalaust erfitt með að hafa hemil á tilfinningum sínum ef hún fengi loks tækifæri til þess að þakka manninn aftur í persónu. „Mig langar innilega að finna þennan mann.“ Gerður biður fólk sem telur sig kannast við hann um að hafa samband við sig í gegnum Facebook eða í síma.
Fréttir af flugi Kanaríeyjar Góðverk Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira