Þráir fátt heitar en að finna huldumanninn um borð í vélinni frá Kanarí Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2023 23:29 Gerður Petra Ásgeirsdóttir ásamt föður sínum á góðri stundu. Aðsend/Vilhelm Kona sem missti föður sinn um borð í flugi frá Kanaríeyjum til Íslands í apríl í fyrra leitar nú logandi ljósi að manni sem var til staðar fyrir hana og bróður hennar á ögurstundu. Gerður Petra Ásgeirsdóttir segir það hafa blundað í henni allar götur síðan að reyna finna manninn aftur en það reynst erfitt án þess að hafa nafn hans. Í gær þegar rétt tæpt ár var liðið frá þessari örlagaríku stundu ákvað Gerður að láta reyna á mátt Facebook og auglýsa eftir góðhjartaða farþeganum sem hún lýsir sem ljósi í afar erfiðum aðstæðum. Faðir Gerðar var 72 ára þegar hann varð bráðkvaddur um borð í flugvél Play þann 6. apríl 2022. Hún segir atvikið vera erfiðustu upplifun sem systkinin hafi gengið í gegnum en þá hafi skipt öllu máli að hafa góðan mann sér við hlið. „Við hugsum oft til hans og mig langar bara að hitta hann. Hann var okkur þarna stoð og stytta,“ segir Gerður í samtali við Vísi. Hún vilji þakka honum fyrir að passa upp á fjölskylduna við þessar erfiðu aðstæður sem enginn óski sér að lenda í. Play ekki getað veitt upplýsingar Einu upplýsingarnar sem Gerður býr yfir er að maðurinn sé fyrrverandi sjúkraflutningamaður á miðjum aldri. Hún segir hálfótrúlegt að hugsa til þess að enginn hafi kannast við huldumanninn í þessu litla samfélagi. Gerður segist hafa sett sig í samband við Play sem geti ekki veitt upplýsingar um aðra farþega um borð í flugvélinni af persónuverndaraðstæðum. Starfsfólk flugfélagsins sé þó allt af vilja gert og hafi sýnt fjölskyldunni skilning. Yfir annað hundruð manns hafa deilt Facebook-færslu Gerðar frá því í gær þegar þetta er ritað og hefur henni meðal annars verið dreift inn á Facebook-hóp sjúkraflutningamanna. Þrátt fyrir allt hafa enn engar vísbendingar borist. Gerður segist reglulega hafa fellt tár eftir að hún birti færsluna og ætti vafalaust erfitt með að hafa hemil á tilfinningum sínum ef hún fengi loks tækifæri til þess að þakka manninn aftur í persónu. „Mig langar innilega að finna þennan mann.“ Gerður biður fólk sem telur sig kannast við hann um að hafa samband við sig í gegnum Facebook eða í síma. Fréttir af flugi Kanaríeyjar Góðverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Í gær þegar rétt tæpt ár var liðið frá þessari örlagaríku stundu ákvað Gerður að láta reyna á mátt Facebook og auglýsa eftir góðhjartaða farþeganum sem hún lýsir sem ljósi í afar erfiðum aðstæðum. Faðir Gerðar var 72 ára þegar hann varð bráðkvaddur um borð í flugvél Play þann 6. apríl 2022. Hún segir atvikið vera erfiðustu upplifun sem systkinin hafi gengið í gegnum en þá hafi skipt öllu máli að hafa góðan mann sér við hlið. „Við hugsum oft til hans og mig langar bara að hitta hann. Hann var okkur þarna stoð og stytta,“ segir Gerður í samtali við Vísi. Hún vilji þakka honum fyrir að passa upp á fjölskylduna við þessar erfiðu aðstæður sem enginn óski sér að lenda í. Play ekki getað veitt upplýsingar Einu upplýsingarnar sem Gerður býr yfir er að maðurinn sé fyrrverandi sjúkraflutningamaður á miðjum aldri. Hún segir hálfótrúlegt að hugsa til þess að enginn hafi kannast við huldumanninn í þessu litla samfélagi. Gerður segist hafa sett sig í samband við Play sem geti ekki veitt upplýsingar um aðra farþega um borð í flugvélinni af persónuverndaraðstæðum. Starfsfólk flugfélagsins sé þó allt af vilja gert og hafi sýnt fjölskyldunni skilning. Yfir annað hundruð manns hafa deilt Facebook-færslu Gerðar frá því í gær þegar þetta er ritað og hefur henni meðal annars verið dreift inn á Facebook-hóp sjúkraflutningamanna. Þrátt fyrir allt hafa enn engar vísbendingar borist. Gerður segist reglulega hafa fellt tár eftir að hún birti færsluna og ætti vafalaust erfitt með að hafa hemil á tilfinningum sínum ef hún fengi loks tækifæri til þess að þakka manninn aftur í persónu. „Mig langar innilega að finna þennan mann.“ Gerður biður fólk sem telur sig kannast við hann um að hafa samband við sig í gegnum Facebook eða í síma.
Fréttir af flugi Kanaríeyjar Góðverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira