„Viðkvæmir lesendur“ breyta Agöthu Christie Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. apríl 2023 15:31 Agatha Christie (1890-1976) skrifaði 66 skáldsögur á ferli sínum. Frægustu sögupersónur hennar eru Poirot og Miss Marple. Hulton Archive/Getty Images Viðamiklar breytingar verða gerðar á bókum Agöthu Christie á næstu misserum. Flest orð sem vísa til kynþáttar sögupersóna verða fjarlægð sem og persónulýsingar sem teljast niðrandi. Fólk sem skilgreinir sig sem viðkvæma lesendur fer yfir texta bókanna. Það sér ekki fyrir endann á bókabreytingum og já, jafnvel bókabanni þessi misserin. Bókaunnendur eru vart búnir að þurrka svitann af enninu eftir fréttirnar af breytingum á bókum Roalds Dahl þegar fregnir berast frá Bretlandi um að nú standi til að breyta bókum vinsælasta sakamálarithöfundar allra tíma, Agöthu Christie. Ungt fólk á lágum launum breytir bókunum Bókaforlagið HarperCollins sem gefur bækurnar hennar út, setti saman hóp af fólki sem skilgreinir sig sem „viðkvæma lesendur“ og lét hann fara yfir bækur Christie sem komu út á árunum 1920 til 1976. Samkvæmt breska blaðinu Guardian eru „viðkvæmir lesendur“ aðallega fólk undir þrítugu sem þiggur lágar upphæðir fyrir að ritskoða bækur. Þessum lesendum var falið að fjarlægja allt sem gæti móðgað lesendur nútímans. Á meðal breytinga má nefna að allt sem gaf til kynna uppruna fólks var fjarlægt, svo sem svart, gyðingur eða sígauni. Þá var lýsing á dómara sem sagður var vera með „indverska skapsmuni“ breytt og nú er hann bara sagður vera með skap. Orðið „innfæddur“ hefur verið fjarlægt og í staðinn stendur nú „staðarfólk“. Í bókinni Dauðinn á Níl segir ein persóna bókarinnar að augu barnanna séu „hreint viðbjóðsleg, eins og nefið“ og þau stari og stari. Nú stendur bara að börnin stari. Þá má ekki greina frá því að bátsmaður á Nílarfljóti sé Núbíumaður, þjóð sem í þúsundir ára bjó við bakka Nílar, nú stendur bara „bátsmaður“. Nokkrar af þeim fjölmörgu bókum eftir Agöthu Christie sem komið hafa út á íslensku.Jóhann Hlíðar Harðarson Ekki í fyrsta sinn sem bókum Christie er breytt Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem bókum Agöthu Christie er breytt. Nokkrir áratugir eru síðan titli bókar hennar frá 1939 var breytt í And Then There Was None úr Ten Little Niggers. Á íslensku kom þessi saga síðast út árið 1992 og þá undir titlinum Tíu litlir negrastrákar og það heitir hún enn. Ævisaga Rosu Parks bönnuð í Florida Í öðrum bókafréttum utan úr hinum stóra heimi má svo nefna að nokkrir barnaskólar í Flórída hafa nýlega bannað ævisögu Rosu Parks, blökkukonu sem árið 1955 neitaði að færa sig úr sæti í strætó sem ætlað var hvítum farþegum og er oft talið hafa verið neistinn sem kveikti það bál sem á endanum bannaði kynþáttaaðskilnað í Bandaríkjunum. Í öðrum skólum í ríkinu hefur sögu hennar verið breytt á þann hátt að hvergi er minnst á kynþátt Rosu, hvernig svo sem það er nú hægt þegar verið er að fjalla um aðskilnað hvítra og svartra í Bandaríkjunum. Menning Bókmenntir Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Það sér ekki fyrir endann á bókabreytingum og já, jafnvel bókabanni þessi misserin. Bókaunnendur eru vart búnir að þurrka svitann af enninu eftir fréttirnar af breytingum á bókum Roalds Dahl þegar fregnir berast frá Bretlandi um að nú standi til að breyta bókum vinsælasta sakamálarithöfundar allra tíma, Agöthu Christie. Ungt fólk á lágum launum breytir bókunum Bókaforlagið HarperCollins sem gefur bækurnar hennar út, setti saman hóp af fólki sem skilgreinir sig sem „viðkvæma lesendur“ og lét hann fara yfir bækur Christie sem komu út á árunum 1920 til 1976. Samkvæmt breska blaðinu Guardian eru „viðkvæmir lesendur“ aðallega fólk undir þrítugu sem þiggur lágar upphæðir fyrir að ritskoða bækur. Þessum lesendum var falið að fjarlægja allt sem gæti móðgað lesendur nútímans. Á meðal breytinga má nefna að allt sem gaf til kynna uppruna fólks var fjarlægt, svo sem svart, gyðingur eða sígauni. Þá var lýsing á dómara sem sagður var vera með „indverska skapsmuni“ breytt og nú er hann bara sagður vera með skap. Orðið „innfæddur“ hefur verið fjarlægt og í staðinn stendur nú „staðarfólk“. Í bókinni Dauðinn á Níl segir ein persóna bókarinnar að augu barnanna séu „hreint viðbjóðsleg, eins og nefið“ og þau stari og stari. Nú stendur bara að börnin stari. Þá má ekki greina frá því að bátsmaður á Nílarfljóti sé Núbíumaður, þjóð sem í þúsundir ára bjó við bakka Nílar, nú stendur bara „bátsmaður“. Nokkrar af þeim fjölmörgu bókum eftir Agöthu Christie sem komið hafa út á íslensku.Jóhann Hlíðar Harðarson Ekki í fyrsta sinn sem bókum Christie er breytt Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem bókum Agöthu Christie er breytt. Nokkrir áratugir eru síðan titli bókar hennar frá 1939 var breytt í And Then There Was None úr Ten Little Niggers. Á íslensku kom þessi saga síðast út árið 1992 og þá undir titlinum Tíu litlir negrastrákar og það heitir hún enn. Ævisaga Rosu Parks bönnuð í Florida Í öðrum bókafréttum utan úr hinum stóra heimi má svo nefna að nokkrir barnaskólar í Flórída hafa nýlega bannað ævisögu Rosu Parks, blökkukonu sem árið 1955 neitaði að færa sig úr sæti í strætó sem ætlað var hvítum farþegum og er oft talið hafa verið neistinn sem kveikti það bál sem á endanum bannaði kynþáttaaðskilnað í Bandaríkjunum. Í öðrum skólum í ríkinu hefur sögu hennar verið breytt á þann hátt að hvergi er minnst á kynþátt Rosu, hvernig svo sem það er nú hægt þegar verið er að fjalla um aðskilnað hvítra og svartra í Bandaríkjunum.
Menning Bókmenntir Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira