„Viðkvæmir lesendur“ breyta Agöthu Christie Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. apríl 2023 15:31 Agatha Christie (1890-1976) skrifaði 66 skáldsögur á ferli sínum. Frægustu sögupersónur hennar eru Poirot og Miss Marple. Hulton Archive/Getty Images Viðamiklar breytingar verða gerðar á bókum Agöthu Christie á næstu misserum. Flest orð sem vísa til kynþáttar sögupersóna verða fjarlægð sem og persónulýsingar sem teljast niðrandi. Fólk sem skilgreinir sig sem viðkvæma lesendur fer yfir texta bókanna. Það sér ekki fyrir endann á bókabreytingum og já, jafnvel bókabanni þessi misserin. Bókaunnendur eru vart búnir að þurrka svitann af enninu eftir fréttirnar af breytingum á bókum Roalds Dahl þegar fregnir berast frá Bretlandi um að nú standi til að breyta bókum vinsælasta sakamálarithöfundar allra tíma, Agöthu Christie. Ungt fólk á lágum launum breytir bókunum Bókaforlagið HarperCollins sem gefur bækurnar hennar út, setti saman hóp af fólki sem skilgreinir sig sem „viðkvæma lesendur“ og lét hann fara yfir bækur Christie sem komu út á árunum 1920 til 1976. Samkvæmt breska blaðinu Guardian eru „viðkvæmir lesendur“ aðallega fólk undir þrítugu sem þiggur lágar upphæðir fyrir að ritskoða bækur. Þessum lesendum var falið að fjarlægja allt sem gæti móðgað lesendur nútímans. Á meðal breytinga má nefna að allt sem gaf til kynna uppruna fólks var fjarlægt, svo sem svart, gyðingur eða sígauni. Þá var lýsing á dómara sem sagður var vera með „indverska skapsmuni“ breytt og nú er hann bara sagður vera með skap. Orðið „innfæddur“ hefur verið fjarlægt og í staðinn stendur nú „staðarfólk“. Í bókinni Dauðinn á Níl segir ein persóna bókarinnar að augu barnanna séu „hreint viðbjóðsleg, eins og nefið“ og þau stari og stari. Nú stendur bara að börnin stari. Þá má ekki greina frá því að bátsmaður á Nílarfljóti sé Núbíumaður, þjóð sem í þúsundir ára bjó við bakka Nílar, nú stendur bara „bátsmaður“. Nokkrar af þeim fjölmörgu bókum eftir Agöthu Christie sem komið hafa út á íslensku.Jóhann Hlíðar Harðarson Ekki í fyrsta sinn sem bókum Christie er breytt Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem bókum Agöthu Christie er breytt. Nokkrir áratugir eru síðan titli bókar hennar frá 1939 var breytt í And Then There Was None úr Ten Little Niggers. Á íslensku kom þessi saga síðast út árið 1992 og þá undir titlinum Tíu litlir negrastrákar og það heitir hún enn. Ævisaga Rosu Parks bönnuð í Florida Í öðrum bókafréttum utan úr hinum stóra heimi má svo nefna að nokkrir barnaskólar í Flórída hafa nýlega bannað ævisögu Rosu Parks, blökkukonu sem árið 1955 neitaði að færa sig úr sæti í strætó sem ætlað var hvítum farþegum og er oft talið hafa verið neistinn sem kveikti það bál sem á endanum bannaði kynþáttaaðskilnað í Bandaríkjunum. Í öðrum skólum í ríkinu hefur sögu hennar verið breytt á þann hátt að hvergi er minnst á kynþátt Rosu, hvernig svo sem það er nú hægt þegar verið er að fjalla um aðskilnað hvítra og svartra í Bandaríkjunum. Menning Bókmenntir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Það sér ekki fyrir endann á bókabreytingum og já, jafnvel bókabanni þessi misserin. Bókaunnendur eru vart búnir að þurrka svitann af enninu eftir fréttirnar af breytingum á bókum Roalds Dahl þegar fregnir berast frá Bretlandi um að nú standi til að breyta bókum vinsælasta sakamálarithöfundar allra tíma, Agöthu Christie. Ungt fólk á lágum launum breytir bókunum Bókaforlagið HarperCollins sem gefur bækurnar hennar út, setti saman hóp af fólki sem skilgreinir sig sem „viðkvæma lesendur“ og lét hann fara yfir bækur Christie sem komu út á árunum 1920 til 1976. Samkvæmt breska blaðinu Guardian eru „viðkvæmir lesendur“ aðallega fólk undir þrítugu sem þiggur lágar upphæðir fyrir að ritskoða bækur. Þessum lesendum var falið að fjarlægja allt sem gæti móðgað lesendur nútímans. Á meðal breytinga má nefna að allt sem gaf til kynna uppruna fólks var fjarlægt, svo sem svart, gyðingur eða sígauni. Þá var lýsing á dómara sem sagður var vera með „indverska skapsmuni“ breytt og nú er hann bara sagður vera með skap. Orðið „innfæddur“ hefur verið fjarlægt og í staðinn stendur nú „staðarfólk“. Í bókinni Dauðinn á Níl segir ein persóna bókarinnar að augu barnanna séu „hreint viðbjóðsleg, eins og nefið“ og þau stari og stari. Nú stendur bara að börnin stari. Þá má ekki greina frá því að bátsmaður á Nílarfljóti sé Núbíumaður, þjóð sem í þúsundir ára bjó við bakka Nílar, nú stendur bara „bátsmaður“. Nokkrar af þeim fjölmörgu bókum eftir Agöthu Christie sem komið hafa út á íslensku.Jóhann Hlíðar Harðarson Ekki í fyrsta sinn sem bókum Christie er breytt Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem bókum Agöthu Christie er breytt. Nokkrir áratugir eru síðan titli bókar hennar frá 1939 var breytt í And Then There Was None úr Ten Little Niggers. Á íslensku kom þessi saga síðast út árið 1992 og þá undir titlinum Tíu litlir negrastrákar og það heitir hún enn. Ævisaga Rosu Parks bönnuð í Florida Í öðrum bókafréttum utan úr hinum stóra heimi má svo nefna að nokkrir barnaskólar í Flórída hafa nýlega bannað ævisögu Rosu Parks, blökkukonu sem árið 1955 neitaði að færa sig úr sæti í strætó sem ætlað var hvítum farþegum og er oft talið hafa verið neistinn sem kveikti það bál sem á endanum bannaði kynþáttaaðskilnað í Bandaríkjunum. Í öðrum skólum í ríkinu hefur sögu hennar verið breytt á þann hátt að hvergi er minnst á kynþátt Rosu, hvernig svo sem það er nú hægt þegar verið er að fjalla um aðskilnað hvítra og svartra í Bandaríkjunum.
Menning Bókmenntir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira