Einhverfufélagið blæs til listasýningar: „Við getum gert allt sem annað fólk getur gert“ Árni Sæberg skrifar 31. mars 2023 23:02 Eva Ágústa Aradóttir (t.v.) er einn skipuleggjenda sýningarinnar og Margrét Oddný Leópoldsdóttir á verk á sýningunni. Stöð 2 Nóg verður um að vera í húsnæði Hamarsins ungmennahúss í Hafnarfirði um helgina þar sem Einhverfufélagið hefur sett upp listasýningu. Einhverfusamtökin munu fagna alþjóðlegum degi einhverfunnar, sem haldinn er 2. apríl ár hvert, á forsendum einhverfra, með listsýningu þar sem áherslan er lögð á fjölbreytni og styrkleika einhverfs fólks. Eva Ágústa Aradóttir, einn skipuleggjenda sýningarinnar, segir að á sýningunni muni ýmissa grasa kenna. „Það er bara eiginlega allt við erum með myndlist, ljósmyndir, teikningar, málverk og við erum með ljóðalestur, við sýnum stuttmynd,“ segir hún. Margrét Oddný Leópoldsdóttir, listakona og félagi í Einhverfusamtökunum, segir sýninguna hafa mikla þýðingu fyrir samtökin. „Fyrir okkur er aðalmálið að sýna fjölbreytileikann í hópnum. Við erum alls konar og við erum bara venjulegt fólk. Svona aðeins að brjóta upp steríótýpuna af einhverfum og að sýna að við getum gert allt sem annað fólk getur gert,“ segir hún. Þá segir Eva Ágústa að lengi hafi einhverfir verið í felum eða haft þá ímynd að þeir kunni ekkert. „Að við getum ekki talað, að við getum ekki tjáð okkur, að við getum ekki verið fyndin eða skemmtileg, í rauninni bara nefndu það. Listinn af því sem við getum ekki er í raun ótæmandi miðað við hugmyndir fólks um okkur. En listinn sem er ótæmandi, yfir það sem við getum, hann er líka stór. Þess vegna skiptir svo miklu máli að þessi sýning sé til staðar, svo við fáum að vera við,“ segir hún. Nánari upplýsingar um sýninguna má nálgast á vef Einhverfusamtakanna. Hafnarfjörður Myndlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Einhverfusamtökin munu fagna alþjóðlegum degi einhverfunnar, sem haldinn er 2. apríl ár hvert, á forsendum einhverfra, með listsýningu þar sem áherslan er lögð á fjölbreytni og styrkleika einhverfs fólks. Eva Ágústa Aradóttir, einn skipuleggjenda sýningarinnar, segir að á sýningunni muni ýmissa grasa kenna. „Það er bara eiginlega allt við erum með myndlist, ljósmyndir, teikningar, málverk og við erum með ljóðalestur, við sýnum stuttmynd,“ segir hún. Margrét Oddný Leópoldsdóttir, listakona og félagi í Einhverfusamtökunum, segir sýninguna hafa mikla þýðingu fyrir samtökin. „Fyrir okkur er aðalmálið að sýna fjölbreytileikann í hópnum. Við erum alls konar og við erum bara venjulegt fólk. Svona aðeins að brjóta upp steríótýpuna af einhverfum og að sýna að við getum gert allt sem annað fólk getur gert,“ segir hún. Þá segir Eva Ágústa að lengi hafi einhverfir verið í felum eða haft þá ímynd að þeir kunni ekkert. „Að við getum ekki talað, að við getum ekki tjáð okkur, að við getum ekki verið fyndin eða skemmtileg, í rauninni bara nefndu það. Listinn af því sem við getum ekki er í raun ótæmandi miðað við hugmyndir fólks um okkur. En listinn sem er ótæmandi, yfir það sem við getum, hann er líka stór. Þess vegna skiptir svo miklu máli að þessi sýning sé til staðar, svo við fáum að vera við,“ segir hún. Nánari upplýsingar um sýninguna má nálgast á vef Einhverfusamtakanna.
Hafnarfjörður Myndlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira