„Eins og engisprettuplága gangi yfir markaðinn“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 31. mars 2023 17:41 Magnús segist hafa verið að taka sömu umræðuna um Ríkisútvarpið í þrjátíu ár. Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir umsvif RÚV á auglýsingamarkaði vera alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni eins og heimsmeistaramótið í knattspyrnu og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ummæli formanns blaðamannafélagsins á Vísi í dag skuli skoða í ljósi þess að hún vinni fyrir RÚV. Formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, sagði í viðtali á Vísi fyrr í dag að umræðan um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði væri leiðigjörn og ósanngjörn. Hún sagði meðal annars: „En hér á landi er endalaust verið að rífast um það hvort RÚV eigi að vera á auglýsingamarkaði eða ekki. Ég er bara komin með nóg af þessari umræðu. Það er ekki hægt að taka umræðuna um stöðu fjölmiðla alltaf í gíslingu með því að tala um RÚV á auglýsingamarkaði.“ Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú fyrir stundu voru þeir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar til svars um stöðu fjölmiðla á Íslandi eftir fall Fréttablaðsins nú í morgun. Magnús segir umsvif RÚV alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni. „Þegar að Ríkisútvarpið fer í stór verkefni þá er eins og engisprettuplága gangi yfir markaðinn. Þú þolir kannski eitt slíkt verkefni. En núna síðan fyrir jól þá er Ríkisútvarpið búið að vera með Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu, Heimsmeistarakeppnina í handbolta og þaðan yfir í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þetta er það sem drap N4. Þau gátu ekki verið fjórða mánuðinn án þess að hafa tekjur.“ Þá sagði hann ummæli formanns Blaðamannafélags Íslands vera umhugsunarverð. „Formaður sambandsins er starfsmaður RÚV, þannig að ég ætla að gjalda varhug við því. Þetta er þrjátíu ára gömul og leiðigjörn umræða. Í fjármálaáætlun er talað um að hefta einhvers konar umsvif hjá RÚV. Þau eru alltaf dugleg að finna leiðir framhjá. Um leið og það má ekki auglýsa í þáttum sem eru klukkutími þá eru flest prógrömm hjá RÚV orðin sjötíu mínútur.“ Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00 Farin að trúa því að hér sé hópur sem hafi hag af veikum fjölmiðlum Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir það mikil sorgartíðindi að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt. Það væri mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn stærsta fjölmiðil landsins. 31. mars 2023 15:10 „Þetta er sameiginlegt áfall fyrir okkur öll“ „Fólk var náttúrulega í nettu áfalli. Og ég held að við séum öll ennþá í áfalli yfir þessum tíðindum núna,“ segir Lovísa Arnardóttir, fréttastjóri á Fréttablaðinu, sem er í hópi þeirra hátt í hundrað starfsmanna Torgs sem sagt var upp í morgun. Tilkynnt var í morgun að útgáfu Fréttablaðsins yrði hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis. 31. mars 2023 14:53 „Þetta er sorgardagur fyrir íslenska fjölmiðlun“ Í morgun var tilkynnt að dagblaðið Fréttablaðið væri hætt útgáfu. Þá væri rekstri á vefsíðu þeirra einnig hætt. Fjöldi fjölmiðlamanna og annarra Íslendinga hefur tjáð sig um fall blaðsins á samfélagsmiðlum í dag. 31. mars 2023 13:29 Harmar þróunina á fjölmiðlamarkaði Það er mikið áhyggjuefni að verið sé að hætta útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og segist hún harma þessa þróun. 31. mars 2023 12:19 Hátt í hundrað missa vinnuna: „Kolvitlaust gefið á þessum markaði“ Hátt í hundrað manns missa vinnuna í tengslum við að hætt hafi verið við útgáfu Fréttablaðsins og að útsendingar Hringbrautar stöðvast. 31. mars 2023 11:44 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, sagði í viðtali á Vísi fyrr í dag að umræðan um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði væri leiðigjörn og ósanngjörn. Hún sagði meðal annars: „En hér á landi er endalaust verið að rífast um það hvort RÚV eigi að vera á auglýsingamarkaði eða ekki. Ég er bara komin með nóg af þessari umræðu. Það er ekki hægt að taka umræðuna um stöðu fjölmiðla alltaf í gíslingu með því að tala um RÚV á auglýsingamarkaði.“ Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú fyrir stundu voru þeir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar til svars um stöðu fjölmiðla á Íslandi eftir fall Fréttablaðsins nú í morgun. Magnús segir umsvif RÚV alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni. „Þegar að Ríkisútvarpið fer í stór verkefni þá er eins og engisprettuplága gangi yfir markaðinn. Þú þolir kannski eitt slíkt verkefni. En núna síðan fyrir jól þá er Ríkisútvarpið búið að vera með Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu, Heimsmeistarakeppnina í handbolta og þaðan yfir í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þetta er það sem drap N4. Þau gátu ekki verið fjórða mánuðinn án þess að hafa tekjur.“ Þá sagði hann ummæli formanns Blaðamannafélags Íslands vera umhugsunarverð. „Formaður sambandsins er starfsmaður RÚV, þannig að ég ætla að gjalda varhug við því. Þetta er þrjátíu ára gömul og leiðigjörn umræða. Í fjármálaáætlun er talað um að hefta einhvers konar umsvif hjá RÚV. Þau eru alltaf dugleg að finna leiðir framhjá. Um leið og það má ekki auglýsa í þáttum sem eru klukkutími þá eru flest prógrömm hjá RÚV orðin sjötíu mínútur.“
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00 Farin að trúa því að hér sé hópur sem hafi hag af veikum fjölmiðlum Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir það mikil sorgartíðindi að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt. Það væri mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn stærsta fjölmiðil landsins. 31. mars 2023 15:10 „Þetta er sameiginlegt áfall fyrir okkur öll“ „Fólk var náttúrulega í nettu áfalli. Og ég held að við séum öll ennþá í áfalli yfir þessum tíðindum núna,“ segir Lovísa Arnardóttir, fréttastjóri á Fréttablaðinu, sem er í hópi þeirra hátt í hundrað starfsmanna Torgs sem sagt var upp í morgun. Tilkynnt var í morgun að útgáfu Fréttablaðsins yrði hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis. 31. mars 2023 14:53 „Þetta er sorgardagur fyrir íslenska fjölmiðlun“ Í morgun var tilkynnt að dagblaðið Fréttablaðið væri hætt útgáfu. Þá væri rekstri á vefsíðu þeirra einnig hætt. Fjöldi fjölmiðlamanna og annarra Íslendinga hefur tjáð sig um fall blaðsins á samfélagsmiðlum í dag. 31. mars 2023 13:29 Harmar þróunina á fjölmiðlamarkaði Það er mikið áhyggjuefni að verið sé að hætta útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og segist hún harma þessa þróun. 31. mars 2023 12:19 Hátt í hundrað missa vinnuna: „Kolvitlaust gefið á þessum markaði“ Hátt í hundrað manns missa vinnuna í tengslum við að hætt hafi verið við útgáfu Fréttablaðsins og að útsendingar Hringbrautar stöðvast. 31. mars 2023 11:44 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00
Farin að trúa því að hér sé hópur sem hafi hag af veikum fjölmiðlum Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir það mikil sorgartíðindi að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt. Það væri mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn stærsta fjölmiðil landsins. 31. mars 2023 15:10
„Þetta er sameiginlegt áfall fyrir okkur öll“ „Fólk var náttúrulega í nettu áfalli. Og ég held að við séum öll ennþá í áfalli yfir þessum tíðindum núna,“ segir Lovísa Arnardóttir, fréttastjóri á Fréttablaðinu, sem er í hópi þeirra hátt í hundrað starfsmanna Torgs sem sagt var upp í morgun. Tilkynnt var í morgun að útgáfu Fréttablaðsins yrði hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis. 31. mars 2023 14:53
„Þetta er sorgardagur fyrir íslenska fjölmiðlun“ Í morgun var tilkynnt að dagblaðið Fréttablaðið væri hætt útgáfu. Þá væri rekstri á vefsíðu þeirra einnig hætt. Fjöldi fjölmiðlamanna og annarra Íslendinga hefur tjáð sig um fall blaðsins á samfélagsmiðlum í dag. 31. mars 2023 13:29
Harmar þróunina á fjölmiðlamarkaði Það er mikið áhyggjuefni að verið sé að hætta útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og segist hún harma þessa þróun. 31. mars 2023 12:19
Hátt í hundrað missa vinnuna: „Kolvitlaust gefið á þessum markaði“ Hátt í hundrað manns missa vinnuna í tengslum við að hætt hafi verið við útgáfu Fréttablaðsins og að útsendingar Hringbrautar stöðvast. 31. mars 2023 11:44
Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42