Landsþing hefur æðsta vald í málefnum Sambands íslenskra sveitarfélaga, en það Landsþing kemur saman árlega að jafnaði í mars eða apríl.
Í tilkynningu segir að þingið hefjist klukkan 10 með setningarræðu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns stjórnar sambandsins.
„Fyrir hádegi verður rætt um kjaramál og stöðu kjarasamninga en eftir hádegi verður sjónum beint að stöðu húsnæðismála og komu flóttamanna. Meðal fyrirlesara eftir hádegi verða Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sveitarstjórnarmála og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra,“ segir í tilkynningunni.
Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan.
10:00 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
10:25 Kosning þingforseta, ritara og kjörbréfanefndar
10:30 Tillögur frá þingfulltrúum
10:35 Staða kjarasamningsviðræðna sambandsins. Ellisif Tinna Víðisdóttir, lögfræðingur kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga
Áskoranir kjaraviðræðna og jöfnun launa milli markaða. Helgi Aðalsteinsson, hagfræðingur á kjarasviði
Jafnlaunastofa. Helga Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastýra Jafnlaunastofu
Umræður á borðum og fyrirspurnir
12:00 Hádegishlé
13:00 Framlag ríkisins til húsnæðismála og samningar við sveitarfélögin. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sveitarstjóranrmála
13:20 Staða húsnæðismála hjá sveitarfélögum
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar
Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps
13:50 Umræður á borðum og fyrirspurnir
14:30 Kaffihlé
14:50 Málefni flóttafólks og hælisleitenda
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra
Örerindi frá Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra í Bláskógayggð, og Ástu Kristínu Guðmundsdóttur teymisstjóra alþjóðateymis hjá Reykjanesbæ
15:30 Pallborðsumræður og fyrirspurnir
15:45 Kosning eins fulltrúa í stjórn sambandsins og afgreiðsla tillagna
Tillaga kjörnefndar að fulltrúa í stjórn sambandsins
16:00 Þingslit. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga