Skemmtistað Óla Geirs í Keflavík lokað Bjarki Sigurðsson skrifar 30. mars 2023 15:46 Skemmtistaðnum LUX í Keflavík hefur verið lokað. Óli Geir er eigandi staðarins. Vísir Skemmtistaðnum LUX Keflavík var lokað um síðustu helgi vegna skorts á tilskyldum leyfum. Staðnum var lokað stuttu áður en einkasamkvæmi átti að hefjast þar og þurfti að færa veisluna yfir á annan skemmtistað í bænum. Skemmtistaðurinn LUX Keflavík var fyrst opnaður í apríl á síðasta ári. Eigandi LUX er plötusnúðurinn og athafnamaðurinn Óli Geir Jónsson, oftast þekktur sem DJ Óli Geir. Hann var valinn Herra Ísland árið 2005. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir fulltrúi Sýslumannsins á Suðurnesjum að skemmtistaðurinn hafi fengið útgefið ótímabundið rekstrarleyfi í fyrra. Það var þó afturkallað mánudaginn 13. mars síðastliðinn og er því ekki með slíkt leyfi lengur. Ekki tókst að fá svör um hvers vegna rekstrarleyfið var afturkallað en í svari sýslumanns segir að hann telji sér ekki heimilt að gefa það upp. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti samt sem áður að halda þar einkasamkvæmi og tónleika með tónlistarmanninum Flóna laugardaginn 25. mars. Þegar gestir mættu á svæðið var þó búið að innsigla staðinn og enginn komst inn. Þurftu gestir því að færa veisluna yfir á annan skemmtistað í Keflavík, Paddy's. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Óla Geir vegna málsins. Hann svaraði í símann í byrjun vikunnar og eftir að blaðamaður kynnti sig bað Óli um að hringt væri í sig klukkutíma síðar. Þegar það var gert svaraði Óli ekki og hefur hann ekki svarað ítrekuðum símtölum síðan þá. Rétt er að benda á að engin tenging er á milli skemmtistaðanna LUX í Reykjavík og LUX í Keflavík. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur LUX nightclub í Reykjavík staðið í aðgerðum til þess að ná því fram að LUX í Keflavík myndi hætta notkun á vörumerkinu þar sem þeir telja sig vera réttmætir eigendur þess. Veitingastaðir Næturlíf Reykjanesbær Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Skemmtistaðurinn LUX Keflavík var fyrst opnaður í apríl á síðasta ári. Eigandi LUX er plötusnúðurinn og athafnamaðurinn Óli Geir Jónsson, oftast þekktur sem DJ Óli Geir. Hann var valinn Herra Ísland árið 2005. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir fulltrúi Sýslumannsins á Suðurnesjum að skemmtistaðurinn hafi fengið útgefið ótímabundið rekstrarleyfi í fyrra. Það var þó afturkallað mánudaginn 13. mars síðastliðinn og er því ekki með slíkt leyfi lengur. Ekki tókst að fá svör um hvers vegna rekstrarleyfið var afturkallað en í svari sýslumanns segir að hann telji sér ekki heimilt að gefa það upp. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti samt sem áður að halda þar einkasamkvæmi og tónleika með tónlistarmanninum Flóna laugardaginn 25. mars. Þegar gestir mættu á svæðið var þó búið að innsigla staðinn og enginn komst inn. Þurftu gestir því að færa veisluna yfir á annan skemmtistað í Keflavík, Paddy's. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Óla Geir vegna málsins. Hann svaraði í símann í byrjun vikunnar og eftir að blaðamaður kynnti sig bað Óli um að hringt væri í sig klukkutíma síðar. Þegar það var gert svaraði Óli ekki og hefur hann ekki svarað ítrekuðum símtölum síðan þá. Rétt er að benda á að engin tenging er á milli skemmtistaðanna LUX í Reykjavík og LUX í Keflavík. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur LUX nightclub í Reykjavík staðið í aðgerðum til þess að ná því fram að LUX í Keflavík myndi hætta notkun á vörumerkinu þar sem þeir telja sig vera réttmætir eigendur þess.
Veitingastaðir Næturlíf Reykjanesbær Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira