Stærstu liðin voru á eftir Gísla: „Er ekkert að skrifa undir bara til að skrifa undir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2023 20:00 Gísli Þorgeir í leik með Magdeburg gegn Kiel. Vísir/Getty Gísli Þorgeir Kristjánsson segir að það sé mikið öryggi í því að skrifa undir nýjan samning við Magdeburg til ársins 2028. Gísli Þorgeir hefur verið hjá Magdeburg frá árinu 2020 þegar hann gekk til liðsins frá Kiel. Hann er í dag í algjöru lykilhlutverki hjá liðinu og hefur hreinlega blómstrað hjá félaginu, en þar náði hann loks ferlinum af stað eftir gríðarlega erfið meiðsli í öxl sem höfðu plagað hann frá árinu 2018. „Með mína sögu þá er mjög gott að geta komið sér vel fyrir. Mér líður ótrúlega vel hérna í Magdeburg og er með hrikalega góða vini hérna í liðinu og með Ómar [Inga Magnússon] í liðinu. Hérna er gott umhverfi og það er margt sem spilar inn í hjá þessu félagi sem lét mig taka þessa ákvörðun,“ segir Gísli í samtali við Stöð 2 í kvöld. Hann segir að forsvarsmenn félagsins hafi lagt mikið á sig til að endursemja við sig. „Ég er ekkert að skrifa undir bara til að skrifa undir. Ég lít líka á þetta þannig að við erum með heimsklassa lið og erum með lið sem getur gert alvöru hluti á næstu árum. Við unnum deildina í fyrra, erum í keppni um að vinna hana aftur núna og erum í Meistaradeildinni og komnir í Final Four í bikarnum og vorum í öllum úrslitaleikjum sem við gátum á síðasta tímabili. Við erum með lið sem getur verið í baráttunni um alla titla á næstu árum.“ Samkvæmt heimildum Stöðvar höfðu stærstu félög Evrópu á borð við PSG og Barcelona mikinn áhuga á því að klófesta miðjumanninn. „Það er sama hvort sem það er Spánn eða Frakkland þá vildi ég mest vera áfram í Bundesligunni. Ég vildi ekki fara of snemma úr deildinni og vil halda mér eins lengi í bestu deildinni. Hér er troðfull höll í hverjum leik og andrúmsloftið hér er magnað. Það er ekki alveg þannig í hverjum leik á Spáni og í Frakklandi.“ Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira
Gísli Þorgeir hefur verið hjá Magdeburg frá árinu 2020 þegar hann gekk til liðsins frá Kiel. Hann er í dag í algjöru lykilhlutverki hjá liðinu og hefur hreinlega blómstrað hjá félaginu, en þar náði hann loks ferlinum af stað eftir gríðarlega erfið meiðsli í öxl sem höfðu plagað hann frá árinu 2018. „Með mína sögu þá er mjög gott að geta komið sér vel fyrir. Mér líður ótrúlega vel hérna í Magdeburg og er með hrikalega góða vini hérna í liðinu og með Ómar [Inga Magnússon] í liðinu. Hérna er gott umhverfi og það er margt sem spilar inn í hjá þessu félagi sem lét mig taka þessa ákvörðun,“ segir Gísli í samtali við Stöð 2 í kvöld. Hann segir að forsvarsmenn félagsins hafi lagt mikið á sig til að endursemja við sig. „Ég er ekkert að skrifa undir bara til að skrifa undir. Ég lít líka á þetta þannig að við erum með heimsklassa lið og erum með lið sem getur gert alvöru hluti á næstu árum. Við unnum deildina í fyrra, erum í keppni um að vinna hana aftur núna og erum í Meistaradeildinni og komnir í Final Four í bikarnum og vorum í öllum úrslitaleikjum sem við gátum á síðasta tímabili. Við erum með lið sem getur verið í baráttunni um alla titla á næstu árum.“ Samkvæmt heimildum Stöðvar höfðu stærstu félög Evrópu á borð við PSG og Barcelona mikinn áhuga á því að klófesta miðjumanninn. „Það er sama hvort sem það er Spánn eða Frakkland þá vildi ég mest vera áfram í Bundesligunni. Ég vildi ekki fara of snemma úr deildinni og vil halda mér eins lengi í bestu deildinni. Hér er troðfull höll í hverjum leik og andrúmsloftið hér er magnað. Það er ekki alveg þannig í hverjum leik á Spáni og í Frakklandi.“
Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira