SBF ákærður fyrir að reyna að múta kínverskum stjórnvöldum Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2023 11:53 Sam Bankman-Fried leiddur inn í dómshús í New York í febrúar. Hann er í stofufangelsi á heimili foreldra sinna í Kaliforníu á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum. AP/John Minchillo Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, er sagður ætla að lýsa sig saklausan af ákæru um að hann hafi brotið bandarísk kosningalög og mútað kínverskum yfirvöldum. Hann hefur þegar lýst sig saklausan af ákærum um stórfelld fjársvik. Saksóknarar bættu nýlega nýjum liðum við ákæru á hendur Bankman-Fried, sem oft er kallaður SBF í bandarískum fjölmiðlum, sem á fyrir yfir höfði sér áratugalangt fangelsi fyrir að féfletta viðskiptavini og fjárfesta FTX. Í viðaukanum við ákæruna sem bættist við í síðasta mánuði er SBF sakaður um að hafa gefið stjórnarmálasamtökunum tugi milljóna dollara í gegnum leppa til þess að komast í kringum lög um hámarksfjárhæðir slíkra framlaga. Á þriðjudag bættist við liður um að Bankman-Fried hafi lagt á ráðin um að brjóta lög um mútugreiðslur með því að leggja drög að því að senda fjörtíu milljónir dollara til kínverskra yfirvalda til þess að komast yfir milljarða dollara af innistæðum vogunarsjóðs í hans eigu sem voru frystar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrír fyrrverandi stjórnendur FTX og vogunarsjóðsins Alameda Research hafa þegar játað sig seka um afbrot og vinna nú með saksóknurum í málinu gegn Bankman-Fried. Bankman-Fried er sakaður um að hafa fært milljarða dollara af innistæðum viðskiptavina FTX til þess að bjarga Alameda Research í fyrra. FTX fór á hausinn eftir að viðskiptavinir gerðu áhlaup og tóku út milljarða dollara af innistæðum sínum síðasta haust. Bankman-Fried var handtekinn á Bahamaeyjum í desember og framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld yfir Bankman-Fried eiga að hefjast í október. Gjaldþrot FTX Dómsmál Bandaríkin Bahamaeyjar Tengdar fréttir Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. 23. febrúar 2023 16:07 Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. 17. febrúar 2023 09:06 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Saksóknarar bættu nýlega nýjum liðum við ákæru á hendur Bankman-Fried, sem oft er kallaður SBF í bandarískum fjölmiðlum, sem á fyrir yfir höfði sér áratugalangt fangelsi fyrir að féfletta viðskiptavini og fjárfesta FTX. Í viðaukanum við ákæruna sem bættist við í síðasta mánuði er SBF sakaður um að hafa gefið stjórnarmálasamtökunum tugi milljóna dollara í gegnum leppa til þess að komast í kringum lög um hámarksfjárhæðir slíkra framlaga. Á þriðjudag bættist við liður um að Bankman-Fried hafi lagt á ráðin um að brjóta lög um mútugreiðslur með því að leggja drög að því að senda fjörtíu milljónir dollara til kínverskra yfirvalda til þess að komast yfir milljarða dollara af innistæðum vogunarsjóðs í hans eigu sem voru frystar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrír fyrrverandi stjórnendur FTX og vogunarsjóðsins Alameda Research hafa þegar játað sig seka um afbrot og vinna nú með saksóknurum í málinu gegn Bankman-Fried. Bankman-Fried er sakaður um að hafa fært milljarða dollara af innistæðum viðskiptavina FTX til þess að bjarga Alameda Research í fyrra. FTX fór á hausinn eftir að viðskiptavinir gerðu áhlaup og tóku út milljarða dollara af innistæðum sínum síðasta haust. Bankman-Fried var handtekinn á Bahamaeyjum í desember og framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld yfir Bankman-Fried eiga að hefjast í október.
Gjaldþrot FTX Dómsmál Bandaríkin Bahamaeyjar Tengdar fréttir Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. 23. febrúar 2023 16:07 Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. 17. febrúar 2023 09:06 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. 23. febrúar 2023 16:07
Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. 17. febrúar 2023 09:06