Afritum tapformúlu! Sæþór Randalsson skrifar 30. mars 2023 11:00 Þetta er framhaldsgrein sem Trausti B. Magnússon skrifaði á Vísi fyrir skömmu og sem ég er algjörlega sammála en langar að bæta við frekari upplýsingum um eina aðra þjóð sem er komin lengra á braut í þessum eymdarmálum en við. Þegar ég hefst handa við nýtt verkefni, þá byrja ég á því að finna annað verkefni sem mistókst hrapalega, og helst það verkefni sem mistókst á sem stórkostlegasta hátt. Mig langar að endurtaka öll skrefin sem var auðvelt að klúðra, nema bara á íslensku, svona til gamans. Það sem ég var að upplista hér rétt áðan er lýsing á aðferðarfræði Reykjavíkurborgar og Alþingi Íslands. Þetta er fólkið sem tilbiður Margaret Thatcher og Ronald Reagan sem vísa sífellt til hins „frjálsa markaðar“ sem á að vera til einhverstaðar. Bandaríkin eru kapítalískasta þjóð jarðar, þar eru gríðarlegar auðlindir og mikill auður. Þrátt fyrir það kom út nýlega mikill áfellsidómur á Bandaríkin í sérstakri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna um heimilisleysi. Samkvæmt opinberum skýrslum sefur meira en hálf milljón manna úti á götunni á hverju kvöldi. Flestar helstu stórborgir Bandaríkjanna eru með tjaldborgir heimilislausra innan borgarmarkanna. Lögreglan, oft með hjálp fanga-þræla í nauðungarvinnu frá fangelsum í grennd, fjarlægir reglulega tjöld og eigur úr þessum búðum. Oft brennur eða eyðileggur lögreglan einu eigur þessa fólks. Þetta er enn ein sláandi birtingamynd þess hvert núverandi stefna um hagnaðarsjónarmið ofar öllu leiðir okkur. Á hverju ári eykst þetta vandamál vegna þess að kapítalismi og frjáls markaður eru ófær um að leysa vandamál tengd mannréttindum. Stofnfeður kapítalismans, Adam Smith o.fl. vöruðu við því að efnahagslífið yrði tekið yfir af leigusókn og gróðaleit því það myndi yfirtaka allt annað. Þeir tóku skýrt fram að kapítalísku öflin ætti að einbeitast að framleiðslu raunverulegra muna, annars myndi framleiðni þjóðarinnar skerðast til lengri tíma. Leigusókn skapar ekkert og ef vinnandi fólk þarf að skila öllum ágóðanum af vinnu sinni til rentusóknara er ekkert eftir til að framleiða neitt. Þetta er ástæðan fyrir því að bandarískt hagkerfi er svo holt að innan. Þar snýst nú til dags nánast allt eingöngu um leigusókn, í gegnum fasteignir, hugverkaeign eða eignarhald á auðlindaríkum svæðum og fleira. Þær þjóðir sem búa við hæsta stig húsnæðisöryggis hafa allar útfært regluverk og ríkisafskipti af fasteignamarkaði, eins og leiguþak, félagslegt húsnæði, sterkt velferðarkerfi og þjóðnýtingu umframhúsnæðis. Þjóðirnar sem eiga við verstu vandamál heimilisleysis að etja treysta fullkomlega á „frjálsa markaðinn“ til að takast á við húsnæðimál, eins og Bretland og Bandaríkin. Ef stjórnmálaflokkar Íslands halda áfram að neita að stjórna, munum við halda áfram að auka fátækt og heimilisleysi á hverju ári þar til við líkjumst ójöfnuði og örbirgð Bandaríkjanna. Valinn kjarni öruggra félagsmanna á höfuðborgarsvæðinu nýtur gífurlegs lúxus en á meðan er her launaþræla sem sinnir öllu því raunverulega starfi sem gerir þeim kleift að tútna út. Philip Alston gaf út opinbera skýrslu um sendiför sína til Bandaríkjanna í desember 2017. Fordæming hans á Bandaríkjunum er auðveldlega hægt að yfirfæra á Ísland og á jafnt við um ríkjandi hugmyndafræði íslenskra stjórnmálaflokka. Í fréttatilkynningu sem Alston sendi frá sér nýlega sagði hann: „Að loka fátæka inni einmitt vegna þess að þau eru fátæk, ýkir mjög magn svika í kerfinu, niðurlægir þá sem þurfa aðstoð og býr til sífellt fleiri hindranir til að koma í veg fyrir að fólk fái þá hjálp sem það þarf. Þetta er ekki stefna sem dregur úr eða útrýma fátækt. Það virðist fyrst og fremst knúið áfram af fyrirlitningu og stundum jafnvel hatri á fátækum, ásamt „sigurvegarinn tekur allt“ hugarfari.“ Höfundur er í stjórn Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Þetta er framhaldsgrein sem Trausti B. Magnússon skrifaði á Vísi fyrir skömmu og sem ég er algjörlega sammála en langar að bæta við frekari upplýsingum um eina aðra þjóð sem er komin lengra á braut í þessum eymdarmálum en við. Þegar ég hefst handa við nýtt verkefni, þá byrja ég á því að finna annað verkefni sem mistókst hrapalega, og helst það verkefni sem mistókst á sem stórkostlegasta hátt. Mig langar að endurtaka öll skrefin sem var auðvelt að klúðra, nema bara á íslensku, svona til gamans. Það sem ég var að upplista hér rétt áðan er lýsing á aðferðarfræði Reykjavíkurborgar og Alþingi Íslands. Þetta er fólkið sem tilbiður Margaret Thatcher og Ronald Reagan sem vísa sífellt til hins „frjálsa markaðar“ sem á að vera til einhverstaðar. Bandaríkin eru kapítalískasta þjóð jarðar, þar eru gríðarlegar auðlindir og mikill auður. Þrátt fyrir það kom út nýlega mikill áfellsidómur á Bandaríkin í sérstakri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna um heimilisleysi. Samkvæmt opinberum skýrslum sefur meira en hálf milljón manna úti á götunni á hverju kvöldi. Flestar helstu stórborgir Bandaríkjanna eru með tjaldborgir heimilislausra innan borgarmarkanna. Lögreglan, oft með hjálp fanga-þræla í nauðungarvinnu frá fangelsum í grennd, fjarlægir reglulega tjöld og eigur úr þessum búðum. Oft brennur eða eyðileggur lögreglan einu eigur þessa fólks. Þetta er enn ein sláandi birtingamynd þess hvert núverandi stefna um hagnaðarsjónarmið ofar öllu leiðir okkur. Á hverju ári eykst þetta vandamál vegna þess að kapítalismi og frjáls markaður eru ófær um að leysa vandamál tengd mannréttindum. Stofnfeður kapítalismans, Adam Smith o.fl. vöruðu við því að efnahagslífið yrði tekið yfir af leigusókn og gróðaleit því það myndi yfirtaka allt annað. Þeir tóku skýrt fram að kapítalísku öflin ætti að einbeitast að framleiðslu raunverulegra muna, annars myndi framleiðni þjóðarinnar skerðast til lengri tíma. Leigusókn skapar ekkert og ef vinnandi fólk þarf að skila öllum ágóðanum af vinnu sinni til rentusóknara er ekkert eftir til að framleiða neitt. Þetta er ástæðan fyrir því að bandarískt hagkerfi er svo holt að innan. Þar snýst nú til dags nánast allt eingöngu um leigusókn, í gegnum fasteignir, hugverkaeign eða eignarhald á auðlindaríkum svæðum og fleira. Þær þjóðir sem búa við hæsta stig húsnæðisöryggis hafa allar útfært regluverk og ríkisafskipti af fasteignamarkaði, eins og leiguþak, félagslegt húsnæði, sterkt velferðarkerfi og þjóðnýtingu umframhúsnæðis. Þjóðirnar sem eiga við verstu vandamál heimilisleysis að etja treysta fullkomlega á „frjálsa markaðinn“ til að takast á við húsnæðimál, eins og Bretland og Bandaríkin. Ef stjórnmálaflokkar Íslands halda áfram að neita að stjórna, munum við halda áfram að auka fátækt og heimilisleysi á hverju ári þar til við líkjumst ójöfnuði og örbirgð Bandaríkjanna. Valinn kjarni öruggra félagsmanna á höfuðborgarsvæðinu nýtur gífurlegs lúxus en á meðan er her launaþræla sem sinnir öllu því raunverulega starfi sem gerir þeim kleift að tútna út. Philip Alston gaf út opinbera skýrslu um sendiför sína til Bandaríkjanna í desember 2017. Fordæming hans á Bandaríkjunum er auðveldlega hægt að yfirfæra á Ísland og á jafnt við um ríkjandi hugmyndafræði íslenskra stjórnmálaflokka. Í fréttatilkynningu sem Alston sendi frá sér nýlega sagði hann: „Að loka fátæka inni einmitt vegna þess að þau eru fátæk, ýkir mjög magn svika í kerfinu, niðurlægir þá sem þurfa aðstoð og býr til sífellt fleiri hindranir til að koma í veg fyrir að fólk fái þá hjálp sem það þarf. Þetta er ekki stefna sem dregur úr eða útrýma fátækt. Það virðist fyrst og fremst knúið áfram af fyrirlitningu og stundum jafnvel hatri á fátækum, ásamt „sigurvegarinn tekur allt“ hugarfari.“ Höfundur er í stjórn Eflingar.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun