Rafbyssur og slys á lögreglumönnum: Ráðherra mátti vita betur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2023 09:10 Ráðherra mátti vita að það væri vafasamt að gefa í skyn að rafbyssur myndu draga úr slysum á lögreglumönnum. Getty Það kemur skýrt fram í minnisblaði ríkislögreglustjóra til dómsmálaráðuneytisins að prófanir og rannsóknir á notkun norsku lögreglunnar á rafbyssum hafi leitt í ljós að notkun vopnanna hefur ekki áhrif á fjölda meiðsla hjá lögreglu eða „mótaðila“. Umrætt minnisblað fjallar um tillögu ríkislögreglustjóra um að rafvarnarvopn verði viðurkennd lögregluvopn og tiltekin í reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Minnisblaðið er dagsett 31. ágúst 2022. Vísir hefur áður greint frá því að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi ítrekað réttlætt heimild til handa lögreglu til að nota rafbyssur með því að vísa til fjölgunar á slysum meðal lögreglumanna. Samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu hefur slysum meðal lögreglumanna hins vegar ekki fjölgað síðustu tíu ár né virðast þær skýrslur sem ráðherra hefur sjálfur vísað til í umræðum um upptöku rafbyssa benda til þess að notkun vopnanna myndu raunverulega draga úr slysum. Misvísandi niðurstöður Þrátt fyrir að í umræddu minnisblaði sé fjallað um ofangreindar niðurstöður er varða slys á lögreglumönnum er hins vegar einnig talað um óskir Landssbands lögreglumanna um rafbyssur til að mæta þörf lögreglu fyrir ný valdbeitingartæki. Í því samhengi segir að Landssambandið hafi bent á að tíðni valdbeitingar við handtökur geti minnkað, auk þess sem dregið gæti úr „slysatíðni hjá lögreglumönnum og á meiðslum handtekinn aðila“. Hótun um beitingu dugi oft ein og sér sem fullnægjandi valdbeiting. Þetta ósamræmi milli fullyrðinga Landssambandsins og niðurstöður norsku rannsóknarinnar endurspeglar ólíkar niðurstöður erlendra rannsóknir á notkun rafbyssa. Um þetta er fjallað í mörgum skýrslum um rafbyssunotkun; hversu erfitt er að draga ályktanir vegna ólíkra niðurstaða. Landssambandið hefur ekki gefið upp á hverju sú fullyrðing byggir að notkun rafbyssa gæti mögulega dregið úr slysatíðni en athuganir hafa bent til þess að í mörgum tilvikum dugi að draga upp vopnið til að ljúka málum farsællega. Rannsókn vísindamanna við Cambridge University og The Hebrew University of Jerusalem á rafbyssunotkun lögreglumanna í Lundúnum bendir hins vegar til þess að það auki spennuna á vettvangi þegar lögreglumenn eru vopnaðir rafbyssum. Rannsóknin, frá 2018, sýndi að valdbeiting jókst verulega og árásir á lögreglumenn tvöfölduðust. Þvert á það sem sumir höfðu áður haldið fram, að sýnileiki vopnanna væri nóg til að draga úr spennu á vettvangi, lögðu rannsakendurnir þannig til að vopnin yrðu falin til að auka ekki líkurnar á átökum. Gera ráð fyrir að fjárfesta í 120 rafbyssum til að byrja með „RVV [rafvarnarvopn, innsk. blm.] koma ekki í stað skotvopna sem valdbeitingartæki og þó rafvarnarvopn geti mögulega í einhverjum tilfellum nýst við að leysa mál án þess að nota skotvopn telur ríkislögreglustjóri ekki rétt að þeim sé raðað á milli kylfu og skotvopna í valdbeitingarstiga,“ segir í minnisblaði ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri segir þannig ekki þurfa að gilda ríkari reglur um notkun rafbyssa en kylfu eða úðavopna. Lagt er til að veitt verði fjárveiting til að kaupa rafbyssur fyrir lögregluna og fyrir þjálfunarkostnaði. Gera megi ráð fyrir að um 280 til 340 starfandi lögreglumenn þurfi á grunnþjálfun að halda auk 85 lögreglufræðinema á ári hverju. Þá megi gera ráð fyrir að um 400 þurfi árlega viðhaldsþjálfun. Gert er ráð fyrir að keypt verði 120 rafbyssur með upptökubúnaði og að allir sem bera rafbyssur beri einnig búkmyndavélar. Þá verði skipaður eftirlitshópur, innan lögreglunnar, sem muni fara yfir hvert tilfelli þar sem vopnunum er beitt. Í minnisblaðinu er búið að útmá áætlaðan kostnað við rafbyssurnar vegna útboðshagsmuna en fyrirspurn vegna útboðs sem birtist á vef Ríkiskaupa rennur út 14. apríl næstkomandi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Rafbyssur Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Umrætt minnisblað fjallar um tillögu ríkislögreglustjóra um að rafvarnarvopn verði viðurkennd lögregluvopn og tiltekin í reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Minnisblaðið er dagsett 31. ágúst 2022. Vísir hefur áður greint frá því að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi ítrekað réttlætt heimild til handa lögreglu til að nota rafbyssur með því að vísa til fjölgunar á slysum meðal lögreglumanna. Samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu hefur slysum meðal lögreglumanna hins vegar ekki fjölgað síðustu tíu ár né virðast þær skýrslur sem ráðherra hefur sjálfur vísað til í umræðum um upptöku rafbyssa benda til þess að notkun vopnanna myndu raunverulega draga úr slysum. Misvísandi niðurstöður Þrátt fyrir að í umræddu minnisblaði sé fjallað um ofangreindar niðurstöður er varða slys á lögreglumönnum er hins vegar einnig talað um óskir Landssbands lögreglumanna um rafbyssur til að mæta þörf lögreglu fyrir ný valdbeitingartæki. Í því samhengi segir að Landssambandið hafi bent á að tíðni valdbeitingar við handtökur geti minnkað, auk þess sem dregið gæti úr „slysatíðni hjá lögreglumönnum og á meiðslum handtekinn aðila“. Hótun um beitingu dugi oft ein og sér sem fullnægjandi valdbeiting. Þetta ósamræmi milli fullyrðinga Landssambandsins og niðurstöður norsku rannsóknarinnar endurspeglar ólíkar niðurstöður erlendra rannsóknir á notkun rafbyssa. Um þetta er fjallað í mörgum skýrslum um rafbyssunotkun; hversu erfitt er að draga ályktanir vegna ólíkra niðurstaða. Landssambandið hefur ekki gefið upp á hverju sú fullyrðing byggir að notkun rafbyssa gæti mögulega dregið úr slysatíðni en athuganir hafa bent til þess að í mörgum tilvikum dugi að draga upp vopnið til að ljúka málum farsællega. Rannsókn vísindamanna við Cambridge University og The Hebrew University of Jerusalem á rafbyssunotkun lögreglumanna í Lundúnum bendir hins vegar til þess að það auki spennuna á vettvangi þegar lögreglumenn eru vopnaðir rafbyssum. Rannsóknin, frá 2018, sýndi að valdbeiting jókst verulega og árásir á lögreglumenn tvöfölduðust. Þvert á það sem sumir höfðu áður haldið fram, að sýnileiki vopnanna væri nóg til að draga úr spennu á vettvangi, lögðu rannsakendurnir þannig til að vopnin yrðu falin til að auka ekki líkurnar á átökum. Gera ráð fyrir að fjárfesta í 120 rafbyssum til að byrja með „RVV [rafvarnarvopn, innsk. blm.] koma ekki í stað skotvopna sem valdbeitingartæki og þó rafvarnarvopn geti mögulega í einhverjum tilfellum nýst við að leysa mál án þess að nota skotvopn telur ríkislögreglustjóri ekki rétt að þeim sé raðað á milli kylfu og skotvopna í valdbeitingarstiga,“ segir í minnisblaði ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri segir þannig ekki þurfa að gilda ríkari reglur um notkun rafbyssa en kylfu eða úðavopna. Lagt er til að veitt verði fjárveiting til að kaupa rafbyssur fyrir lögregluna og fyrir þjálfunarkostnaði. Gera megi ráð fyrir að um 280 til 340 starfandi lögreglumenn þurfi á grunnþjálfun að halda auk 85 lögreglufræðinema á ári hverju. Þá megi gera ráð fyrir að um 400 þurfi árlega viðhaldsþjálfun. Gert er ráð fyrir að keypt verði 120 rafbyssur með upptökubúnaði og að allir sem bera rafbyssur beri einnig búkmyndavélar. Þá verði skipaður eftirlitshópur, innan lögreglunnar, sem muni fara yfir hvert tilfelli þar sem vopnunum er beitt. Í minnisblaðinu er búið að útmá áætlaðan kostnað við rafbyssurnar vegna útboðshagsmuna en fyrirspurn vegna útboðs sem birtist á vef Ríkiskaupa rennur út 14. apríl næstkomandi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Rafbyssur Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira