Innlent

Eldur við bílapartasölu á Akureyri

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Slökkvilið Akureyrar.
Slökkvilið Akureyrar. Vísir/Tryggvi Páll

Slökkvilið var kallað til að Bílapartasölunni Austurhlíð, austanmegin við Akureyri fyrr í kvöld eftir að eldur kom fyrir utan húsið.

Í samtali við Vísi segir Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri að eldurinn hafi verið bundinn við tæki fyrir utan húsið.

„Það barst tilkynning um mikinn eld og reyk en þegar slökkviliðið mætti á staðinn var húsið þó ekki talið í hættu.“

Að sögn Gunnars réð slökkviliðið niðurlögum eldsins tiltölulega fljótt. Engin slys urðu á fólki.

„Það voru engin slys eða tjón eða neitt slíkt. Þeir voru nokkuð fljótir að afgreiða þetta og það þurfti ekki að kalla út aukalið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×