Óli Stef útilokar ekki Valssigur gegn Göppingen: „Getur allt gerst“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2023 18:43 Ólafur Stefánsson er mættur til Göppingen. Vísir/Stöð 2 Sport Handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson, sem er í dag aðstoðarþjálfari Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni, er mættur til Göppingen og verður á meðal áhorfenda er uppeldisfélag hans Valur mætir Göppingen í Evrópudeild karla í kvöld. Ólafur gerði sér um tveggja tíma keyrslu hingað yfir í dag og verður á meðal áhorfenda í kvöld. Annar Valsari, Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Rhein-Neckar Löwen og íslenska landsliðsins, mætir einnig í höllina sem og Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki. „Þetta leggst bara vel í mig. Það er gaman að sjá sína menn spila þó við séum ekkert rosalega háir í líkindunum, en það getur allt gerst,“ sagði Ólafur í dag. Valur tapaði fyrri leik liðanna að Hlíðarenda með sjö marka mun. Þeir eiga því verðugt verkefni fyrir höndum í kvöld, og rúmlega það. „Ég horfði á fyrri leikinn og það kom held ég öllum svolítið á óvart að tapa svona stórt. En Göppingen átti frábæran leik og markmaðurinn þeirra var sterkur. Þeir greinilega báru mikla virðingu fyrir Völsurunum og komu vel undirbúnir. Þannig að þeir áttu þetta kannski bara skilið.“ Ólafur segir einnig að það hafi komið nokkuð á óvart hvað liðsmenn Göppingen gátu haldið í við Valsmenn. „Það sem kannski kom á óvart var hvað leikmenn Göppingen voru duglegir að hlaupa til baka og fengu kannski ekkert mikið af hraðaupphlaupsmörkum á sig sem hefur verið aðalvopn Valsmanna. Og þeir eru náttúrulega allir vel þjálfaðir og sterkir og að meðaltali kannski fimmtán kólóum þyngri. Það sem kom því á óvart var hvap þeir voru líka fljótir.“ „En það kom kannski ekkert svo mikið á óvart. Þetta eru gæjar sem fá borgað fyrir að spila og eru í þessu alla daga,“ sagði Ólafur, en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Óli Stef um Val-Göppingen fyrir leik Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Í beinni: Göppingen - Valur | Valsmanna bíður erfitt verkefni Valur þarf að vinna upp sjö marka forskot Göppingen frá fyrri leik liðanna til að komast í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. 28. mars 2023 17:45 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Ólafur gerði sér um tveggja tíma keyrslu hingað yfir í dag og verður á meðal áhorfenda í kvöld. Annar Valsari, Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Rhein-Neckar Löwen og íslenska landsliðsins, mætir einnig í höllina sem og Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki. „Þetta leggst bara vel í mig. Það er gaman að sjá sína menn spila þó við séum ekkert rosalega háir í líkindunum, en það getur allt gerst,“ sagði Ólafur í dag. Valur tapaði fyrri leik liðanna að Hlíðarenda með sjö marka mun. Þeir eiga því verðugt verkefni fyrir höndum í kvöld, og rúmlega það. „Ég horfði á fyrri leikinn og það kom held ég öllum svolítið á óvart að tapa svona stórt. En Göppingen átti frábæran leik og markmaðurinn þeirra var sterkur. Þeir greinilega báru mikla virðingu fyrir Völsurunum og komu vel undirbúnir. Þannig að þeir áttu þetta kannski bara skilið.“ Ólafur segir einnig að það hafi komið nokkuð á óvart hvað liðsmenn Göppingen gátu haldið í við Valsmenn. „Það sem kannski kom á óvart var hvað leikmenn Göppingen voru duglegir að hlaupa til baka og fengu kannski ekkert mikið af hraðaupphlaupsmörkum á sig sem hefur verið aðalvopn Valsmanna. Og þeir eru náttúrulega allir vel þjálfaðir og sterkir og að meðaltali kannski fimmtán kólóum þyngri. Það sem kom því á óvart var hvap þeir voru líka fljótir.“ „En það kom kannski ekkert svo mikið á óvart. Þetta eru gæjar sem fá borgað fyrir að spila og eru í þessu alla daga,“ sagði Ólafur, en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Óli Stef um Val-Göppingen fyrir leik
Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Í beinni: Göppingen - Valur | Valsmanna bíður erfitt verkefni Valur þarf að vinna upp sjö marka forskot Göppingen frá fyrri leik liðanna til að komast í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. 28. mars 2023 17:45 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Í beinni: Göppingen - Valur | Valsmanna bíður erfitt verkefni Valur þarf að vinna upp sjö marka forskot Göppingen frá fyrri leik liðanna til að komast í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. 28. mars 2023 17:45