Í upphafi skyldi endinn skoða Kristófer Már Maronsson skrifar 28. mars 2023 07:30 „Hvar ert þú að ávaxta þínum lífeyrissparnaði?“ Það er ekki beint svona sem samræður hefjast í dag - þrátt fyrir að yfir ævina mun fólk líklega spara um 40-100 m.kr. í gegnum lífeyriskerfið. Fyrir flesta er lífeyrissparnaður ein stærsta fjárfesting ævinnar, ásamt húsnæði. Allir þurfa að greiða 15,5% í skyldusparnað - en sumir sjóðir bjóða betur en aðrir. Sjóðir eins og Almenni Lífeyrissjóðurinn bjóða upp á að hluti af skyldusparnaði fari í séreignarsjóð. Þá getur hver sem er einnig sparað aukalega í séreignarsjóð og fengið mótframlag frá vinnuveitanda. Séreignarsparnaður er okkar eign sem erfist ef við deyjum fyrir aldur fram. Það getur skipt sköpum að átta sig á þessu 20 ára frekar en 40 ára. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fasteignakaupa, hámarka greiðslu í séreignarsparnað o.s.frv. þegar fyrstu skref á vinnumarkaði eru tekin. Meira frelsi vekur áhuga á lífeyrismálum Ég býð mig fram í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins og vil beita mér fyrir auknu frelsi sjóðfélaga og vekja áhuga fólks á lífeyrismálum. Almenni Lífeyrissjóðurinn er að mörgu leyti í fararbroddi þegar kemur að kynningarmálum og er einn af fáum sjóðum þar sem sjóðfélagar kjósa stjórn í rafrænum kosningum. Ég vil nýta tíma minn í stjórn Almenna til þess að kynna lífeyrismál betur fyrir fólki, þá sérstaklega unga fólkinu. Ég tel að jafningjafræðsla sé besta leiðin til þess að kynna lífeyrismál fyrir ungu fólki, sem er ekki einu hálfnað á vegferð sinni að eftirlaunaaldri. Þetta vil ég t.d. gera með því að fá nemendur í framhaldsskólum um land allt til þess að taka þátt í raunhæfum verkefnum tengdum lífeyrismálum. Ég vil einnig bæta við ávöxtunarleið fyrir séreignarsparnað. Í dag eru nokkrar ávöxtunarleiðir í boði, en ég sé fyrir mér nýja leið þannig að hver sjóðfélagi getur sett eigin fjárfestingarstefnu fyrir sína séreign með reglulegu millibili, t.d. árlega. Þetta yrði auðvitað ekki skylda heldur val og slík breyting hefði hvorki áhrif á samtryggingarsjóð né séreignarsparnað annarra sjóðfélaga. Ég hlakka til að vinna með öðru stjórnarfólki, starfsfólki og sjóðfélögum að útfærslum að auknu frelsi nái ég kjöri. Ég tel að með því að veita fólki aukið frelsi við ávöxtun séreignarsparnaðar mætti vekja áhuga fólks á lífeyrismálum og þannig auka líkur á því að ein stærsta fjárfesting ævinnar verði hámörkuð. Hver getur kosið? Um 57.000 sjóðfélagar geta kosið í stjórnarkjörinu, en það er ekki almenn vitneskja hverjir eru á kjörskrá og kjörsókn er almennt dræm. Almenni Lífeyrissjóðurinn er starfsgreinasjóður lækna, arkitekta, tæknifræðinga, hljómlistamanna og leiðsögumanna en einnig getur um helmingur launþega valið að greiða í sjóðinn. Til þess að hugmyndir mínar nái fram að ganga þarf ég á öflugu umboði sjóðfélaga að halda. Rafrænar kosningar eru í gangi til 29. mars og ég óska eftir þínum stuðningi, hvort sem þú getur kosið eða látið vini og vandamenn vita. Margt smátt gerir eitt stórt og í krafti fjöldans er hægt að gera breytingar til hins betra. Höfundur er hagfræðingur og býður sig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. - smelltu hér til að kjósa . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Lífeyrissjóðir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Hvar ert þú að ávaxta þínum lífeyrissparnaði?“ Það er ekki beint svona sem samræður hefjast í dag - þrátt fyrir að yfir ævina mun fólk líklega spara um 40-100 m.kr. í gegnum lífeyriskerfið. Fyrir flesta er lífeyrissparnaður ein stærsta fjárfesting ævinnar, ásamt húsnæði. Allir þurfa að greiða 15,5% í skyldusparnað - en sumir sjóðir bjóða betur en aðrir. Sjóðir eins og Almenni Lífeyrissjóðurinn bjóða upp á að hluti af skyldusparnaði fari í séreignarsjóð. Þá getur hver sem er einnig sparað aukalega í séreignarsjóð og fengið mótframlag frá vinnuveitanda. Séreignarsparnaður er okkar eign sem erfist ef við deyjum fyrir aldur fram. Það getur skipt sköpum að átta sig á þessu 20 ára frekar en 40 ára. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fasteignakaupa, hámarka greiðslu í séreignarsparnað o.s.frv. þegar fyrstu skref á vinnumarkaði eru tekin. Meira frelsi vekur áhuga á lífeyrismálum Ég býð mig fram í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins og vil beita mér fyrir auknu frelsi sjóðfélaga og vekja áhuga fólks á lífeyrismálum. Almenni Lífeyrissjóðurinn er að mörgu leyti í fararbroddi þegar kemur að kynningarmálum og er einn af fáum sjóðum þar sem sjóðfélagar kjósa stjórn í rafrænum kosningum. Ég vil nýta tíma minn í stjórn Almenna til þess að kynna lífeyrismál betur fyrir fólki, þá sérstaklega unga fólkinu. Ég tel að jafningjafræðsla sé besta leiðin til þess að kynna lífeyrismál fyrir ungu fólki, sem er ekki einu hálfnað á vegferð sinni að eftirlaunaaldri. Þetta vil ég t.d. gera með því að fá nemendur í framhaldsskólum um land allt til þess að taka þátt í raunhæfum verkefnum tengdum lífeyrismálum. Ég vil einnig bæta við ávöxtunarleið fyrir séreignarsparnað. Í dag eru nokkrar ávöxtunarleiðir í boði, en ég sé fyrir mér nýja leið þannig að hver sjóðfélagi getur sett eigin fjárfestingarstefnu fyrir sína séreign með reglulegu millibili, t.d. árlega. Þetta yrði auðvitað ekki skylda heldur val og slík breyting hefði hvorki áhrif á samtryggingarsjóð né séreignarsparnað annarra sjóðfélaga. Ég hlakka til að vinna með öðru stjórnarfólki, starfsfólki og sjóðfélögum að útfærslum að auknu frelsi nái ég kjöri. Ég tel að með því að veita fólki aukið frelsi við ávöxtun séreignarsparnaðar mætti vekja áhuga fólks á lífeyrismálum og þannig auka líkur á því að ein stærsta fjárfesting ævinnar verði hámörkuð. Hver getur kosið? Um 57.000 sjóðfélagar geta kosið í stjórnarkjörinu, en það er ekki almenn vitneskja hverjir eru á kjörskrá og kjörsókn er almennt dræm. Almenni Lífeyrissjóðurinn er starfsgreinasjóður lækna, arkitekta, tæknifræðinga, hljómlistamanna og leiðsögumanna en einnig getur um helmingur launþega valið að greiða í sjóðinn. Til þess að hugmyndir mínar nái fram að ganga þarf ég á öflugu umboði sjóðfélaga að halda. Rafrænar kosningar eru í gangi til 29. mars og ég óska eftir þínum stuðningi, hvort sem þú getur kosið eða látið vini og vandamenn vita. Margt smátt gerir eitt stórt og í krafti fjöldans er hægt að gera breytingar til hins betra. Höfundur er hagfræðingur og býður sig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. - smelltu hér til að kjósa .
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar