Hnupluðu reiðufé af ferðamönnum með útsmoginni aðferð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. mars 2023 23:14 Ferðamenn á Þingvöllum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Á rúmum mánuði hefur Þjóðgarðinum á Þingvöllum borist upplýsingar um fimm vasaþjófnaði á Hakinu og á öðrum stöðum í Almannagjá þar sem mannmergð er. Í tilkynningu frá Þjóðgarðinum kemur fram að tilkynnt hafi verið um þrjú atvik í febrúar. Þá voru tvö atvik um helgina og í morgun. Einhver atvikanna hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fram kemur að Þjóðgarðurinn á Þingvöllum reyni eftir fremsta megni að aðstoða lögreglu en að auki verða sett upp tímabundin skilti til að minna gesti á að gæta að töskum og munum sínum. „Þjóðgarðurinn biðlar til ferðaþjónustuaðila að minna gesti sína á þessa hættu en hún er víða þekkt vandamál á fjölförnum ferðamannastöðum um heim allan." Skipulagður verknaður Jakob Narfi Hjaltason, leiðsögumaður og bílstjóri hjá GT Travel, var staddur ásamt hópi ferðamanna á Þingvöllum síðastliðinn föstudag og síðar hélt hópurinn að Geysi. Hann greinir frá því í færslu á Facebook að tveir úr hópnum hafi orðið fyrir barðinu á þjófum þennan dag, en fyrri þjófnaðurinn átti sér stað á Þingvöllum og sá seinni á Geysi. Samtals stálu þjófarnir 1.800 bandaríkjadollurum, sem samsvarar um 248 þúsund í íslenskum krónum. Í báðum tilfellum var viðkomandi beðinn um að taka mynd af einum af þjófunum með venjulegri myndavél. „Myndavélin er síðan ekki að virka í fyrstu og þá kemur aðili númer tvö og hjálpar að koma myndavélinni í gang og á meðan er þriðji aðilinn síðan að athafna sig, með öðrum orðum að ræna fórnarlambið sem er upptekið við að fylgjast með því sem er að gerast með myndvélina,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Hann segir fyrra fórnarlambið ekki hafa uppgötvað þjófnaðinn fyrr en sagan endurtók sig á Geysi. Ferðamennirnir sem um ræðir eru Asíubúar sem búsettir eru í Bandaríkjunum. „Þau sögðust halda að þjófarnir hefðu verið útlendingar frekar en Íslendingar, allavega miðað við þá Íslendinga sem þau hafa séð. Í báðum tilfellum var peningurinn í mittistösku með rennilás, sem var framan á manneskjunni. Asíubúar eru ekki að nota kort eins mikið og aðrir, eru oftar með reiðufé á sér, og það virðist sem þessir þjófar séu meðvitaðir um það.“ Jakob segist hafa birt færsluna í varúðarskyni, og vonast til að settar verði upp fleiri öryggismyndavélar á svæðinu. „Það eru myndavélar á Hakinu en ekkert niðurfrá, á göngustígunum, og á meðan er þetta að gerast um hábjartan dag. Þetta er fylgifiskur ferðamennskunnar, því miður.“ Þingvellir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Í tilkynningu frá Þjóðgarðinum kemur fram að tilkynnt hafi verið um þrjú atvik í febrúar. Þá voru tvö atvik um helgina og í morgun. Einhver atvikanna hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fram kemur að Þjóðgarðurinn á Þingvöllum reyni eftir fremsta megni að aðstoða lögreglu en að auki verða sett upp tímabundin skilti til að minna gesti á að gæta að töskum og munum sínum. „Þjóðgarðurinn biðlar til ferðaþjónustuaðila að minna gesti sína á þessa hættu en hún er víða þekkt vandamál á fjölförnum ferðamannastöðum um heim allan." Skipulagður verknaður Jakob Narfi Hjaltason, leiðsögumaður og bílstjóri hjá GT Travel, var staddur ásamt hópi ferðamanna á Þingvöllum síðastliðinn föstudag og síðar hélt hópurinn að Geysi. Hann greinir frá því í færslu á Facebook að tveir úr hópnum hafi orðið fyrir barðinu á þjófum þennan dag, en fyrri þjófnaðurinn átti sér stað á Þingvöllum og sá seinni á Geysi. Samtals stálu þjófarnir 1.800 bandaríkjadollurum, sem samsvarar um 248 þúsund í íslenskum krónum. Í báðum tilfellum var viðkomandi beðinn um að taka mynd af einum af þjófunum með venjulegri myndavél. „Myndavélin er síðan ekki að virka í fyrstu og þá kemur aðili númer tvö og hjálpar að koma myndavélinni í gang og á meðan er þriðji aðilinn síðan að athafna sig, með öðrum orðum að ræna fórnarlambið sem er upptekið við að fylgjast með því sem er að gerast með myndvélina,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Hann segir fyrra fórnarlambið ekki hafa uppgötvað þjófnaðinn fyrr en sagan endurtók sig á Geysi. Ferðamennirnir sem um ræðir eru Asíubúar sem búsettir eru í Bandaríkjunum. „Þau sögðust halda að þjófarnir hefðu verið útlendingar frekar en Íslendingar, allavega miðað við þá Íslendinga sem þau hafa séð. Í báðum tilfellum var peningurinn í mittistösku með rennilás, sem var framan á manneskjunni. Asíubúar eru ekki að nota kort eins mikið og aðrir, eru oftar með reiðufé á sér, og það virðist sem þessir þjófar séu meðvitaðir um það.“ Jakob segist hafa birt færsluna í varúðarskyni, og vonast til að settar verði upp fleiri öryggismyndavélar á svæðinu. „Það eru myndavélar á Hakinu en ekkert niðurfrá, á göngustígunum, og á meðan er þetta að gerast um hábjartan dag. Þetta er fylgifiskur ferðamennskunnar, því miður.“
Þingvellir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira