„Okkur langar að dreyma“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2023 08:01 Björgvin Páll kallar eftir standard í umfjöllun fjölmiðla um landsliðið. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, kveðst meðvitaður um að liðið eigi við ofurefli að etja er það sækir Göppingen heim í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. Um er að ræða erfiðan útivöll og þeir þýsku eru með sjö marka forskot eftir fyrri leikinn á Hlíðarenda. Leikurinn fer fram í EWS Arena í Göppingen sem var byggð árið 1967. Þrátt fyrir endurbætur ber hún enn þess merki að hún sé gömul og Björgvin segir þetta mikla gryfju. „Hún er góð, skemmtileg og þétt setin þegar pakkað er í henni. Stúkan er nálægt vellinum og svolítil gryfja. Við fengum smá smjörþef af því að æfa á gólfinu hjá þeim - þetta er auðvitað fornfrægt félag með mikla sögu og maður finnur það þegar maður gengur þarna inn.“ Búist er við að öll 5.600 sætin á vellinum verði upptekin annað kvöld og stemningin eftir því. Þá er höllin þekkt fyrir að vera einn erfiðasti útivöllurinn að sækja heim í Þýskalandi. „Þetta verður upplifun fyrir þessa gæja. Við erum búnir að spila á mörgum stöðum, þetta er tólfti leikurinn okkar í keppninni og fimm lönd sem við höfum farið til. Við höfum upplifað misjafna stemningu en nú erum við komnir í 16-liða úrslit og það verður fullt af fólki,“ „Að sjúga það í sig er verkefni morgundagsins og þurfum að bæta því við að skila sigri í hús,“ segir Björgvin Páll. Vilja enda á sigri Tapið var býsna stórt gegn Göppingen í síðustu viku; Valur tapaði með sjö marka mun og er það munur sem þarf að vinna upp ef liðið ætlar ekki að falla úr keppninni á morgun. Aðspurður hvort menn hafi náð þeim leik fullkomnlega úr kerfinu segir Björgvin Páll: „Ekki að fullu. Það vonandi tekst með því að eiga góðan leik. Við viljum ekki enda þetta svoleiðis. Þetta var hörkuleikur lengi vel en þeirra gæði og okkar mistök skila þeim þessum sjö marka sigri. Sem er kannski aðeins of mikið fyrir leikinn og fyrir einvígið en við ætlum að reyna vinna leikinn á morgun. Það væri auðvitað draumur,“ „Það verður erfitt en okkur langar að dreyma og okkur langar að enda þetta vel. Ef við vinnum ekki með sjö, þá allavega að vinna leikinn,“ segir Björgvin Páll. Klippa: Björgvin Páll í Göppingen Stoltir af frammistöðunni Björgvin Páll segir Valsmenn þá geta borið höfuðið hátt eftir frammistöðuna í Evrópu í vetur. Sama hvernig fer á morgun. „Við erum bara stoltir af okkar frammistöðu, bæði inni á vellinum og utan vallar. Við erum búnir að skila á þriðjudagskvöldum í Valsheimilinu eru búin að koma átta þúsund manns í húsið, sem er auðvitað bara geggjað,“ „Svo fyrir íslenska handbolta og fyrir okkur. Við erum að - innan gæsalappa - missa leikmenn í atvinnumennsku þannig að þetta er búið að gefa alveg helling,“ segir Björgvin Páll. Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Björgvin sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Leikurinn fer fram í EWS Arena í Göppingen sem var byggð árið 1967. Þrátt fyrir endurbætur ber hún enn þess merki að hún sé gömul og Björgvin segir þetta mikla gryfju. „Hún er góð, skemmtileg og þétt setin þegar pakkað er í henni. Stúkan er nálægt vellinum og svolítil gryfja. Við fengum smá smjörþef af því að æfa á gólfinu hjá þeim - þetta er auðvitað fornfrægt félag með mikla sögu og maður finnur það þegar maður gengur þarna inn.“ Búist er við að öll 5.600 sætin á vellinum verði upptekin annað kvöld og stemningin eftir því. Þá er höllin þekkt fyrir að vera einn erfiðasti útivöllurinn að sækja heim í Þýskalandi. „Þetta verður upplifun fyrir þessa gæja. Við erum búnir að spila á mörgum stöðum, þetta er tólfti leikurinn okkar í keppninni og fimm lönd sem við höfum farið til. Við höfum upplifað misjafna stemningu en nú erum við komnir í 16-liða úrslit og það verður fullt af fólki,“ „Að sjúga það í sig er verkefni morgundagsins og þurfum að bæta því við að skila sigri í hús,“ segir Björgvin Páll. Vilja enda á sigri Tapið var býsna stórt gegn Göppingen í síðustu viku; Valur tapaði með sjö marka mun og er það munur sem þarf að vinna upp ef liðið ætlar ekki að falla úr keppninni á morgun. Aðspurður hvort menn hafi náð þeim leik fullkomnlega úr kerfinu segir Björgvin Páll: „Ekki að fullu. Það vonandi tekst með því að eiga góðan leik. Við viljum ekki enda þetta svoleiðis. Þetta var hörkuleikur lengi vel en þeirra gæði og okkar mistök skila þeim þessum sjö marka sigri. Sem er kannski aðeins of mikið fyrir leikinn og fyrir einvígið en við ætlum að reyna vinna leikinn á morgun. Það væri auðvitað draumur,“ „Það verður erfitt en okkur langar að dreyma og okkur langar að enda þetta vel. Ef við vinnum ekki með sjö, þá allavega að vinna leikinn,“ segir Björgvin Páll. Klippa: Björgvin Páll í Göppingen Stoltir af frammistöðunni Björgvin Páll segir Valsmenn þá geta borið höfuðið hátt eftir frammistöðuna í Evrópu í vetur. Sama hvernig fer á morgun. „Við erum bara stoltir af okkar frammistöðu, bæði inni á vellinum og utan vallar. Við erum búnir að skila á þriðjudagskvöldum í Valsheimilinu eru búin að koma átta þúsund manns í húsið, sem er auðvitað bara geggjað,“ „Svo fyrir íslenska handbolta og fyrir okkur. Við erum að - innan gæsalappa - missa leikmenn í atvinnumennsku þannig að þetta er búið að gefa alveg helling,“ segir Björgvin Páll. Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Björgvin sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira