Höllin í eldri kantinum Valur Páll Eiríksson skrifar 27. mars 2023 23:01 Arnór Snær í baráttunni í Evrópudeildinni fyrr í vetur. Vísir/Hulda Margrét Arnór Snær Óskarsson, skytta Valsliðsins sem mætir Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta á morgun, segist spenntur fyrir að leika í góðri stemningu í keppnishöll sem komin til ára sinna. Valsliðið æfði í keppnishöllinni í morgun en sú var byggð árið 1967 og er sætalaus. Í stað stakra sæta eru trébekkir allan hringinn, eitthvað sem kom leikmönnum liðsins á óvart að sjá. „Höllin var allt í lagi, í eldri kantinum og aðeins öðruvísi en maður bjóst við. Hún var samt mjög flott enda flestar hallir í Þýskalandi mjög flottar,“ „Þegar það eru áhorfendur lítur hún mjög vel út en þegar hún er tóm er hún kannski allt í lagi bara,“ segir Arnór. Klippa: Arnór Snær í Göppingen Líklega verður uppselt á leikinn á morgun og öll 5.600 sætin á bekkjum hallarinnar verði setin. Arnór er spenntur fyrir stemningunni en segir einbeitinguna þó helst á því sem gerist innan vallar. „Ég býst við því. Ég vona að það verði frábær stemning,“ „Mér finnst ótrúlega gaman að spila þegar það eru margir og það er mikil stemning. Við hugsanlega pælum ekkert í því þegar maður er byrjaður að spila. Maður gleymir því oft þegar maður er kominn inn á völlinn að hlusta í áhorfendum eða svoleiðis, maður einblínir bara á leikinn,“ segir Arnór. Markmiðið að vinna Göppingen vann fyrri leik liðanna með sjö marka mun og það er því verk að vinna annað kvöld. Varðandi hvaða umbætur þurfi segir Arnór: „Það er þetta klassíska, loka vörninni, nýta dauðafærin og passa þessa tæknifeila, við vorum með allt of mikið af þeim síðast.“ Arnór segir markmiðið að vinna leik morgundagsins. „Markmiðið er bara að koma hingað og vinna. Við ætlum að gera okkar besta. Reyna að vinna leikinn og við sjáum svo bara til hvernig það fer.“ Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnór Snæ sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Valsliðið æfði í keppnishöllinni í morgun en sú var byggð árið 1967 og er sætalaus. Í stað stakra sæta eru trébekkir allan hringinn, eitthvað sem kom leikmönnum liðsins á óvart að sjá. „Höllin var allt í lagi, í eldri kantinum og aðeins öðruvísi en maður bjóst við. Hún var samt mjög flott enda flestar hallir í Þýskalandi mjög flottar,“ „Þegar það eru áhorfendur lítur hún mjög vel út en þegar hún er tóm er hún kannski allt í lagi bara,“ segir Arnór. Klippa: Arnór Snær í Göppingen Líklega verður uppselt á leikinn á morgun og öll 5.600 sætin á bekkjum hallarinnar verði setin. Arnór er spenntur fyrir stemningunni en segir einbeitinguna þó helst á því sem gerist innan vallar. „Ég býst við því. Ég vona að það verði frábær stemning,“ „Mér finnst ótrúlega gaman að spila þegar það eru margir og það er mikil stemning. Við hugsanlega pælum ekkert í því þegar maður er byrjaður að spila. Maður gleymir því oft þegar maður er kominn inn á völlinn að hlusta í áhorfendum eða svoleiðis, maður einblínir bara á leikinn,“ segir Arnór. Markmiðið að vinna Göppingen vann fyrri leik liðanna með sjö marka mun og það er því verk að vinna annað kvöld. Varðandi hvaða umbætur þurfi segir Arnór: „Það er þetta klassíska, loka vörninni, nýta dauðafærin og passa þessa tæknifeila, við vorum með allt of mikið af þeim síðast.“ Arnór segir markmiðið að vinna leik morgundagsins. „Markmiðið er bara að koma hingað og vinna. Við ætlum að gera okkar besta. Reyna að vinna leikinn og við sjáum svo bara til hvernig það fer.“ Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnór Snæ sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni