Höllin í eldri kantinum Valur Páll Eiríksson skrifar 27. mars 2023 23:01 Arnór Snær í baráttunni í Evrópudeildinni fyrr í vetur. Vísir/Hulda Margrét Arnór Snær Óskarsson, skytta Valsliðsins sem mætir Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta á morgun, segist spenntur fyrir að leika í góðri stemningu í keppnishöll sem komin til ára sinna. Valsliðið æfði í keppnishöllinni í morgun en sú var byggð árið 1967 og er sætalaus. Í stað stakra sæta eru trébekkir allan hringinn, eitthvað sem kom leikmönnum liðsins á óvart að sjá. „Höllin var allt í lagi, í eldri kantinum og aðeins öðruvísi en maður bjóst við. Hún var samt mjög flott enda flestar hallir í Þýskalandi mjög flottar,“ „Þegar það eru áhorfendur lítur hún mjög vel út en þegar hún er tóm er hún kannski allt í lagi bara,“ segir Arnór. Klippa: Arnór Snær í Göppingen Líklega verður uppselt á leikinn á morgun og öll 5.600 sætin á bekkjum hallarinnar verði setin. Arnór er spenntur fyrir stemningunni en segir einbeitinguna þó helst á því sem gerist innan vallar. „Ég býst við því. Ég vona að það verði frábær stemning,“ „Mér finnst ótrúlega gaman að spila þegar það eru margir og það er mikil stemning. Við hugsanlega pælum ekkert í því þegar maður er byrjaður að spila. Maður gleymir því oft þegar maður er kominn inn á völlinn að hlusta í áhorfendum eða svoleiðis, maður einblínir bara á leikinn,“ segir Arnór. Markmiðið að vinna Göppingen vann fyrri leik liðanna með sjö marka mun og það er því verk að vinna annað kvöld. Varðandi hvaða umbætur þurfi segir Arnór: „Það er þetta klassíska, loka vörninni, nýta dauðafærin og passa þessa tæknifeila, við vorum með allt of mikið af þeim síðast.“ Arnór segir markmiðið að vinna leik morgundagsins. „Markmiðið er bara að koma hingað og vinna. Við ætlum að gera okkar besta. Reyna að vinna leikinn og við sjáum svo bara til hvernig það fer.“ Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnór Snæ sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Fleiri fréttir Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
Valsliðið æfði í keppnishöllinni í morgun en sú var byggð árið 1967 og er sætalaus. Í stað stakra sæta eru trébekkir allan hringinn, eitthvað sem kom leikmönnum liðsins á óvart að sjá. „Höllin var allt í lagi, í eldri kantinum og aðeins öðruvísi en maður bjóst við. Hún var samt mjög flott enda flestar hallir í Þýskalandi mjög flottar,“ „Þegar það eru áhorfendur lítur hún mjög vel út en þegar hún er tóm er hún kannski allt í lagi bara,“ segir Arnór. Klippa: Arnór Snær í Göppingen Líklega verður uppselt á leikinn á morgun og öll 5.600 sætin á bekkjum hallarinnar verði setin. Arnór er spenntur fyrir stemningunni en segir einbeitinguna þó helst á því sem gerist innan vallar. „Ég býst við því. Ég vona að það verði frábær stemning,“ „Mér finnst ótrúlega gaman að spila þegar það eru margir og það er mikil stemning. Við hugsanlega pælum ekkert í því þegar maður er byrjaður að spila. Maður gleymir því oft þegar maður er kominn inn á völlinn að hlusta í áhorfendum eða svoleiðis, maður einblínir bara á leikinn,“ segir Arnór. Markmiðið að vinna Göppingen vann fyrri leik liðanna með sjö marka mun og það er því verk að vinna annað kvöld. Varðandi hvaða umbætur þurfi segir Arnór: „Það er þetta klassíska, loka vörninni, nýta dauðafærin og passa þessa tæknifeila, við vorum með allt of mikið af þeim síðast.“ Arnór segir markmiðið að vinna leik morgundagsins. „Markmiðið er bara að koma hingað og vinna. Við ætlum að gera okkar besta. Reyna að vinna leikinn og við sjáum svo bara til hvernig það fer.“ Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnór Snæ sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Fleiri fréttir Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira