„Sá alveg fullt af tækifærum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2023 12:31 Snorri Steinn hefur trú á sínum mönnum. vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, segir leikmenn liðsins ákveðna í því að bæta fyrir slæmt tap fyrir Göppingen á Hlíðarenda í síðustu viku þegar liðin mætast að nýju í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. Valsliðið æfði í keppnishöllinni í Göppingen í gærmorgun eftir að hafa lent í Þýskalandi kvöldið áður. Snorri Steinn segir æfinguna hafa gengið fínt. „Hún gekk bara ágætlega. Það er alltaf eitthvað, þegar maður er þjálfari, sem maður hefði viljað sjá betra. Hefðbundin æfing þannig séð róleg og taktísk fyrir það sem við viljum gera í leiknum. En svo þarf að framkvæma það, það er oft erfiðara,“ sagði Snorri í samtali við Stöð 2 Sport í Göppingen í gær. Valsmenn gátu æft aftur síðdegis í gær en Snorri segir ekki hafa verið þörf á því. Liðið tók hins vegar aðra stutta æfingu í morgun. „Mér fannst við ekki halda á því að halda að æfa tvisvar, ég frekar lengdi æfinguna og setti meiri ákefð í hana. Svo æfum við aftur í fyrramálið, leikurinn er seint,“ sagði Snorri Steinn í gær. Klippa: Snorri Steinn í Göppingen Göppingen vann fyrri leik liðanna með sjö marka mun og þarf Valur því að vinna þann mun upp í kvöld ef liðið ætlar ekki að kveðja Evrópukeppnina í ár. Snorri segist hafa trú á því að hægt sé að vinna muninn upp. „Ég hef alltaf trú á því. Auðvitað var maður smá svartsýnn þarna fyrst eftir þetta en svo bara horfði maður á leikinn og greindi þetta aðeins. Maður sá alveg fullt af tækifærum svo vorum við bara einfaldlega ekki nægilega góðir. Með marga feila og mikið af dauðafærum og svoleiðis,“ „Það þarf allt að ganga upp fyrir okkur í svona Evrópukeppni, ég tala ekki um á þessu stigi. Ég geri mér alltaf vonir um það að við getum náð okkar besta leik og væri rosalega til í að sjá það,“ segir Snorri Steinn. Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Snorra Stein sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Höllin í eldri kantinum Arnór Snær Óskarsson, skytta Valsliðsins sem mætir Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta á morgun, segist spenntur fyrir að leika í góðri stemningu í keppnishöll sem komin til ára sinna. 27. mars 2023 23:01 „Svekkjandi hvernig fyrri leikurinn fór og vera ekki með þetta í meira jafnvægi“ Valur mætir þýska liðinu Göppingen í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta annað kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis er í Þýskalandi líkt og Valsmenn sem mættu í gær, laugardag. 27. mars 2023 20:00 Hinir gömlu vinna á meðan þeir ungu rölta um bæinn Leikmenn Vals hafa í mismiklu að snúast á milli æfinga og taktíkurfunda í Göppingen. Liðið mætir heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld. 27. mars 2023 18:15 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Valsliðið æfði í keppnishöllinni í Göppingen í gærmorgun eftir að hafa lent í Þýskalandi kvöldið áður. Snorri Steinn segir æfinguna hafa gengið fínt. „Hún gekk bara ágætlega. Það er alltaf eitthvað, þegar maður er þjálfari, sem maður hefði viljað sjá betra. Hefðbundin æfing þannig séð róleg og taktísk fyrir það sem við viljum gera í leiknum. En svo þarf að framkvæma það, það er oft erfiðara,“ sagði Snorri í samtali við Stöð 2 Sport í Göppingen í gær. Valsmenn gátu æft aftur síðdegis í gær en Snorri segir ekki hafa verið þörf á því. Liðið tók hins vegar aðra stutta æfingu í morgun. „Mér fannst við ekki halda á því að halda að æfa tvisvar, ég frekar lengdi æfinguna og setti meiri ákefð í hana. Svo æfum við aftur í fyrramálið, leikurinn er seint,“ sagði Snorri Steinn í gær. Klippa: Snorri Steinn í Göppingen Göppingen vann fyrri leik liðanna með sjö marka mun og þarf Valur því að vinna þann mun upp í kvöld ef liðið ætlar ekki að kveðja Evrópukeppnina í ár. Snorri segist hafa trú á því að hægt sé að vinna muninn upp. „Ég hef alltaf trú á því. Auðvitað var maður smá svartsýnn þarna fyrst eftir þetta en svo bara horfði maður á leikinn og greindi þetta aðeins. Maður sá alveg fullt af tækifærum svo vorum við bara einfaldlega ekki nægilega góðir. Með marga feila og mikið af dauðafærum og svoleiðis,“ „Það þarf allt að ganga upp fyrir okkur í svona Evrópukeppni, ég tala ekki um á þessu stigi. Ég geri mér alltaf vonir um það að við getum náð okkar besta leik og væri rosalega til í að sjá það,“ segir Snorri Steinn. Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Snorra Stein sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Höllin í eldri kantinum Arnór Snær Óskarsson, skytta Valsliðsins sem mætir Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta á morgun, segist spenntur fyrir að leika í góðri stemningu í keppnishöll sem komin til ára sinna. 27. mars 2023 23:01 „Svekkjandi hvernig fyrri leikurinn fór og vera ekki með þetta í meira jafnvægi“ Valur mætir þýska liðinu Göppingen í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta annað kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis er í Þýskalandi líkt og Valsmenn sem mættu í gær, laugardag. 27. mars 2023 20:00 Hinir gömlu vinna á meðan þeir ungu rölta um bæinn Leikmenn Vals hafa í mismiklu að snúast á milli æfinga og taktíkurfunda í Göppingen. Liðið mætir heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld. 27. mars 2023 18:15 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Höllin í eldri kantinum Arnór Snær Óskarsson, skytta Valsliðsins sem mætir Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta á morgun, segist spenntur fyrir að leika í góðri stemningu í keppnishöll sem komin til ára sinna. 27. mars 2023 23:01
„Svekkjandi hvernig fyrri leikurinn fór og vera ekki með þetta í meira jafnvægi“ Valur mætir þýska liðinu Göppingen í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta annað kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis er í Þýskalandi líkt og Valsmenn sem mættu í gær, laugardag. 27. mars 2023 20:00
Hinir gömlu vinna á meðan þeir ungu rölta um bæinn Leikmenn Vals hafa í mismiklu að snúast á milli æfinga og taktíkurfunda í Göppingen. Liðið mætir heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld. 27. mars 2023 18:15
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni