„Augu heimsbyggðarinnar eru á ykkur“: Forsetinn biðlar til ráðamanna að sýna á ábyrgð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2023 07:19 Fyrirhugaðar breytingar á lögum um dómstóla eru eitt eldfimasta innanríkismálið í sögu Ísrael. AP/Ohad Zwigenberg Isaac Herzog, forseti Ísrael, hefur kallað eftir því að hætt verði við afar umdeildar breytingar á lögum um dómstóla. Tugþúsundir Ísraelsmanna flykktust út á götur í gær eftir að forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu lét varnarmálaráðherrann fjúka vegna málsins. Varnarmálaráðherrann, Yoav Gallant, hafði hvatt til þess að breytingarnar yrðu settar á ís, meðal annars vegna ólgu innan heraflans. Hann var fyrsti háttsetti samflokksmaður Netanyahu til að tjá andstöðu við fyrirætlanir forsætisráðherrans. „Ég ávarpa forsætisráðherrann, ráðherra ríkisstjórnarinnar... Augu Ísraelsmanna eru á ykkur. Augu allra gyðinga eru á ykkur. Augu heimsbyggðarinnar eru á ykkur,“ sagði forsetinn í ávarpi á Twitter. „Vaknið til meðvitundar núna! Þetta er ekki augnablik fyrir pólitík, þetta er augnablik til að leiða og sýna ábyrgð,“ sagði hann og hvatti ráðamenn til að verða þess ekki valdandi að sundra samstöðu þjóðarinnar. Forsetinn hefur engin raunveruleg völd til að grípa inn í. Þingið mun að óbreyttu ganga til atkvæðagreiðslu um það í vikunni hvort ríkisstjórnin á að fá úrslitavald yfir skipun dómara. Breytingarnar fela einnig í sér vald til handa stjórnvöldum til að fara gegn ákvörðunum hæstaréttar landsins. Tugþúsundir mótmæltu í gærkvöldi og nótt eftir að fregnir bárust af því að Netanyahu hefði rekið Gallant úr embætti varnarmálaráðherra. Mótmælendur fylltu aðalgötu Tel Aviv, sem umbreyttist í haf af fánum og þá var varðeldur kveiktur á miðri götunni. Mótmæli áttu sér einnig stað í Beersheba, Haifa og Jerúsalem, þar sem þúsundir söfnuðust saman við aðsetur forsætisráðherrans. Þaðan var gengið að þinghúsinu. Teikn virðast á lofti um að fleiri samflokksmenn Netanyahu séu á því að best sé að hætta við eða fresta breytingunum. Menningarmálaráðherrann Miki Zohar, náin samstarfsmaður Netanyahu, sagði til að mynda í nótt að flokkurinn myndi styðja hann ef hann tæki þá ákvörðun að doka við. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt breytingarnar harðlega og sakað stjórnvöld um að ógna þjóðaröryggi landsins. Þá hefur æðsti sendifulltrúi Ísrael í Bandaríkjunum sagt upp störfum, þar sem hann segist ekki lengur geta starfað sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar. Ísrael Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Varnarmálaráðherrann, Yoav Gallant, hafði hvatt til þess að breytingarnar yrðu settar á ís, meðal annars vegna ólgu innan heraflans. Hann var fyrsti háttsetti samflokksmaður Netanyahu til að tjá andstöðu við fyrirætlanir forsætisráðherrans. „Ég ávarpa forsætisráðherrann, ráðherra ríkisstjórnarinnar... Augu Ísraelsmanna eru á ykkur. Augu allra gyðinga eru á ykkur. Augu heimsbyggðarinnar eru á ykkur,“ sagði forsetinn í ávarpi á Twitter. „Vaknið til meðvitundar núna! Þetta er ekki augnablik fyrir pólitík, þetta er augnablik til að leiða og sýna ábyrgð,“ sagði hann og hvatti ráðamenn til að verða þess ekki valdandi að sundra samstöðu þjóðarinnar. Forsetinn hefur engin raunveruleg völd til að grípa inn í. Þingið mun að óbreyttu ganga til atkvæðagreiðslu um það í vikunni hvort ríkisstjórnin á að fá úrslitavald yfir skipun dómara. Breytingarnar fela einnig í sér vald til handa stjórnvöldum til að fara gegn ákvörðunum hæstaréttar landsins. Tugþúsundir mótmæltu í gærkvöldi og nótt eftir að fregnir bárust af því að Netanyahu hefði rekið Gallant úr embætti varnarmálaráðherra. Mótmælendur fylltu aðalgötu Tel Aviv, sem umbreyttist í haf af fánum og þá var varðeldur kveiktur á miðri götunni. Mótmæli áttu sér einnig stað í Beersheba, Haifa og Jerúsalem, þar sem þúsundir söfnuðust saman við aðsetur forsætisráðherrans. Þaðan var gengið að þinghúsinu. Teikn virðast á lofti um að fleiri samflokksmenn Netanyahu séu á því að best sé að hætta við eða fresta breytingunum. Menningarmálaráðherrann Miki Zohar, náin samstarfsmaður Netanyahu, sagði til að mynda í nótt að flokkurinn myndi styðja hann ef hann tæki þá ákvörðun að doka við. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt breytingarnar harðlega og sakað stjórnvöld um að ógna þjóðaröryggi landsins. Þá hefur æðsti sendifulltrúi Ísrael í Bandaríkjunum sagt upp störfum, þar sem hann segist ekki lengur geta starfað sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Ísrael Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira