Læra íslensku sem er sérhæfð fyrir vinnu í skólum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. mars 2023 23:14 Næstum allir sem hafa tekið þátt í leikskólasmiðjunni eru nú þegar komnir með vinnu. Vísir/Einar Í Reykjanesbæ er rekin svokölluð leikskólasmiðja þar sem innflytjendur læra íslensku sem er sérsniðin fyrir störf í leik- og grunnskólum en skortur á íslenskukunnáttu getur staðið fólki af erlendum uppruna fyrir þrifum. Leikskólasmiðjan er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunnar, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Skóla ehf. Margir af þeim sem taka þátt eru með háskólamenntun og jafnvel kennaramenntun frá heimalandinu. Mikill áhugi var á smiðjunni í bænum og komust færri að en vildu, en öll pláss fylltust á fyrsta sólarhringnum. Bókleg kennsla fer fram í skólastofu í hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og svo eru verklegar lotur. Allflestir nemendurnir eru þegar komnir með vinnu. Nanna Bára Maríasdóttir, verkefnastjóri hjá MSS, segir flesta nemendurna hafa reynslu af skólakerfum. „Þetta eru allt saman nemendur sem hafa menntun frá heimalandinu og flestir hafa reynslu í að vinna í skólakerfinu.“ Verkefnið gangi út á meira en bara íslenskukennslu. „Þau eru mjög ánægð og það er gaman að fylgjast með því hvernig þau vaxa líka sem einstaklingar hérna úti í samfélaginu. Við erum að byggja eins og við getum tengsl út í samfélagið. Bæði við skólastarfið, við bókasafnið og við söfnin. Við förum út og byggjum tengingar út í samfélagið sem getur gagnast þeim líka í persónulega lífinu.“ Þrátt fyrir að verkefnið hafi gengið mjög vel þá snýst þetta á endanum, eins og svo margt annað um fjármagn. „Ég ætla að skora á fræðslusjóð og yfirvöld. Þá sem að stýra peningunum, eins og til dæmis menntamálaráðherra, að sjá til þess að við getum verið með fleiri svona smiðjur og fagnám. Þar sem við getum eflt þennan flotta hóp sem við erum að fá til okkar til starfs. Við erum að sjá að þetta virkar, þau eru að týnast út í atvinnulífið og það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt.“ Innflytjendamál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Reykjanesbær Íslensk tunga Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Leikskólasmiðjan er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunnar, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Skóla ehf. Margir af þeim sem taka þátt eru með háskólamenntun og jafnvel kennaramenntun frá heimalandinu. Mikill áhugi var á smiðjunni í bænum og komust færri að en vildu, en öll pláss fylltust á fyrsta sólarhringnum. Bókleg kennsla fer fram í skólastofu í hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og svo eru verklegar lotur. Allflestir nemendurnir eru þegar komnir með vinnu. Nanna Bára Maríasdóttir, verkefnastjóri hjá MSS, segir flesta nemendurna hafa reynslu af skólakerfum. „Þetta eru allt saman nemendur sem hafa menntun frá heimalandinu og flestir hafa reynslu í að vinna í skólakerfinu.“ Verkefnið gangi út á meira en bara íslenskukennslu. „Þau eru mjög ánægð og það er gaman að fylgjast með því hvernig þau vaxa líka sem einstaklingar hérna úti í samfélaginu. Við erum að byggja eins og við getum tengsl út í samfélagið. Bæði við skólastarfið, við bókasafnið og við söfnin. Við förum út og byggjum tengingar út í samfélagið sem getur gagnast þeim líka í persónulega lífinu.“ Þrátt fyrir að verkefnið hafi gengið mjög vel þá snýst þetta á endanum, eins og svo margt annað um fjármagn. „Ég ætla að skora á fræðslusjóð og yfirvöld. Þá sem að stýra peningunum, eins og til dæmis menntamálaráðherra, að sjá til þess að við getum verið með fleiri svona smiðjur og fagnám. Þar sem við getum eflt þennan flotta hóp sem við erum að fá til okkar til starfs. Við erum að sjá að þetta virkar, þau eru að týnast út í atvinnulífið og það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt.“
Innflytjendamál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Reykjanesbær Íslensk tunga Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira