Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. mars 2023 13:03 Viðbrögðin við yfirlýsingu Heimildarinnar, um að fjölmiðla- og baráttukonan Edda Falak hafi logið til um starfsferil sinn hafa verið misjöfn. Sóley Tómasdóttir hefur ritað greinar til varnar henni og gert lítið úr lyginni á Twitter. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason og tónlistarmaðurinn Bubba Morthens setja spurningamerki við þá Twitter-herferð sem hófst í kjölfar yfirlýsingarinnar. samsett/vísir Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann. Edda gekkst við því fyrir helgi að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku rétt. Baðst hún velvirðingar á því í yfirlýsingu ásamt stjórnendum Heimildarinnar. Kom yfirlýsingin í kjölfar opins bréfs Frosta Logasonar sem hann birti á Vísi þar sem hann kvaðst hafa sannanir fyrir því að Edda hafi logið til um starfsferil sinn í fjölmiðlum. Nánar tiltekið sagði Edda meðal annars í viðtali á mbl.is að hún hafi unnið við „verðbréfamiðlun hjá virtum banka í Danmörku“. Svipuð var lýsing Eddu á starfi hennar í Kaupmannahöfn í viðtali hér á Vísi og á RÚV þar sem hún kvaðst hafa verið í „virtri stöðu hjá fjármálafyrirtæki“. Í yfirlýsingu Heimildarinnar er ekki nánar tilgreint hvað það var sem Edda laug til um, né farið út í það hvert hið rétta sé varðandi starfsferil hennar. #Afsakið Málið hefur vakið mikla athygli og kallað fram ólík viðbrögð meðal nafntogaðra einstaklinga á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks hefur sýnt Eddu stuðning með notkun myllumerkisins #afsakið. Þar deilir fólk sögum af minniháttar misgjörðum og lygum í gegnum tíðina. Sóley Tómasdóttir, sem skrifaði grein til varnar Eddu á Vísi, biðst til að mynda afsökunar á því að hafa titlað sig ranglega sem kynja og fjölbreytileikafræðing, en ekki uppeldisfræðing með kynja og fjölbreytileikasérhæfingu. Ef Edda á að biðjast afsökunar á þessu, er eins gott að við hin afsökum alla okkar stórglæpi líka. Ég hef blekkt ykkur öll. Ég ekki kynja- og fjölbreytileikafræðingur, heldur uppeldisfræðingur með kynja- og fjölbreytileikasérhæfingu. #afsakiðhttps://t.co/FNxFPkRNyN— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) March 24, 2023 Fjölmargir hafa lagt orð í belg undir myllumerkinu. Drífa Snædal, talskona Stígamóta og fyrrverandi forseti ASÍ, biðst afsökunar á því að hafa ekki greint frá því á ferilskránni að hafa unnið í „hálfan dag á kristilegu barnaheimili í Svíþjóð.“ „Eins gott að biðjast afsökunar áður en ég verð afhjúpuð af feðraveldinu,“ skrifar hún. Eins gott að biðjast afsökunar áður en ég verð afhjúpuð af feðraveldinu. Hef aldrei greint frá því á ferilskránni að ég vann í hálfan dag á kristilegu barnaheimili í Svíþjóð #afsakið— Drífa Snædal (@DrifaSnaedal) March 24, 2023 Fleiri hafa komið Eddu til varnar, þar á meðal Gísli Marteinn, sjónvarpsmaður á RÚV: „Edda Falak er undanfarin ár búin að vera hugrakkasti aktívistinn gegn kynbundnu ofbeldi og ein öflugasta rannsóknarblaðakona landsins. Hún og aðrar konur sem ógna feðraveldinu fá margfalt meira hatur en við karlarnir. Heimildin og Edda búin að svara árásum og áfram gakk,“ skrifar hann á Twitter. Með ólíkindum Ekki eru allir jafn hrifnir af fyrrgreindri samfélagsmiðlaherferð. Egill Helgason fjölmiðlamaður setur spurningamerki við þau skilaboð sem felast í henni: „Ég á frekar erfitt með afstæðishyggjua sem felst í því að sannleikur skipti minna máli en hverjir segja hlutina. Ég er ekki viss um að það sé hollt fyrir samfélög og alls ekki fjölmiðla,“ skrifar hann á Facebook síðu sinni og vísar til umræðunnar um lygi Eddu. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar, svarar færslu Egils þar sem hann kveðst sammála en það hafi „alltaf skipt máli hver talar og dreifing á þeim forsendum gjarnan verið ofar hlutlægum sannleika.“ Eva Hauksdóttir lögmaður tekur í sama streng og Egill: „Auðvitað skiptir engu máli hvort Edda Falak var skyrsali eða í virtri stöðu sem verðbréfamiðlari í stórum og virtum fjárfestingarbanka. Sumum finnst samt skipta máli hvort henni fannst sjálfri þörf á að búa til sögu sem hæfði málstaðnum. En mjög mörgum finnst samt ekki skipta neinu máli hvort blaðamaður lýgur eða segir satt - ef sá blaðamaður er femínisti.“ Bubbi Morthens tónlistarmaður tjáir sig einnig um málið undir færslu Evu. „Þetta er með ólíkindum allt þetta mál og eimmit allt í nafni réttrúnaðar.“ Gunnar Nelson sendur á þann næsta Edda Falak hefur sjálf ekki tjáð sig um málið frá yfirlýsingu Heimildarinnar, að undanskildu tísti um að hún muni senda Gunnar Nelson bardagakappa á „næsta lúser“ sem fær hana á heilann. Gunnar var gestur í Vikunni með Gísla Marteini í gærkvöldi en Edda hefur undanfarin ár stundað líkamsrækt í Mjölni, bardagafélagi Gunnars. Þá er kærasti Eddu, Kristján Helgi Hafliðason yfirþjálfari Mjölnis í brasilísku jiu-jitsu. Sendi Gunna Nelson á næsta lúser sem fær mig á heilann #vikan— Edda Falak (@eddafalak) March 24, 2023 Jafnréttismál MeToo Fjölmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gengst við að hafa ekki lýst starfsferli sínum rétt Edda Falak, blaðamaður hjá Heimildinni, hefur gengist við því að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá ákveðnum fyrirtækjum á sviði fjármála í Danmörku rétt. Biðst hún velvirðingar á þessu en Heimildin segir að starfsferill hennar hafi ekki haft nokkur áhrif á hlutverk hennar innan fjölmiðilsins. 24. mars 2023 09:15 Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41 Opið bréf til Heimildarinnar Í síðasta mánuði tilkynntuð þið á Heimildinni með formlegum hætti að hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak hefði hafið störf á ykkar miðli þar sem hún mun gegna því mikilvæga hlutverki að fjalla um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis og áhrif þess á þolendur og samfélagið allt. 23. mars 2023 08:01 Karlar sem afhjúpa konur Feðraveldið hefur alltaf reynt að spila á femíníska aðferðafræði, notfæra sér þær leiðir sem verið er að fara hverju sinni og skrumskæla þær með einhverjum hætti. Í dag eru gerðar tilraunir til að slaufa femínistum (til baka) fyrir glæpsamlegt athæfi, þó ásakanirnar séu illa rökstuddar, glæpirnir óljósir og jafnvel bara alls ekki til staðar. 23. mars 2023 18:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Edda gekkst við því fyrir helgi að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku rétt. Baðst hún velvirðingar á því í yfirlýsingu ásamt stjórnendum Heimildarinnar. Kom yfirlýsingin í kjölfar opins bréfs Frosta Logasonar sem hann birti á Vísi þar sem hann kvaðst hafa sannanir fyrir því að Edda hafi logið til um starfsferil sinn í fjölmiðlum. Nánar tiltekið sagði Edda meðal annars í viðtali á mbl.is að hún hafi unnið við „verðbréfamiðlun hjá virtum banka í Danmörku“. Svipuð var lýsing Eddu á starfi hennar í Kaupmannahöfn í viðtali hér á Vísi og á RÚV þar sem hún kvaðst hafa verið í „virtri stöðu hjá fjármálafyrirtæki“. Í yfirlýsingu Heimildarinnar er ekki nánar tilgreint hvað það var sem Edda laug til um, né farið út í það hvert hið rétta sé varðandi starfsferil hennar. #Afsakið Málið hefur vakið mikla athygli og kallað fram ólík viðbrögð meðal nafntogaðra einstaklinga á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks hefur sýnt Eddu stuðning með notkun myllumerkisins #afsakið. Þar deilir fólk sögum af minniháttar misgjörðum og lygum í gegnum tíðina. Sóley Tómasdóttir, sem skrifaði grein til varnar Eddu á Vísi, biðst til að mynda afsökunar á því að hafa titlað sig ranglega sem kynja og fjölbreytileikafræðing, en ekki uppeldisfræðing með kynja og fjölbreytileikasérhæfingu. Ef Edda á að biðjast afsökunar á þessu, er eins gott að við hin afsökum alla okkar stórglæpi líka. Ég hef blekkt ykkur öll. Ég ekki kynja- og fjölbreytileikafræðingur, heldur uppeldisfræðingur með kynja- og fjölbreytileikasérhæfingu. #afsakiðhttps://t.co/FNxFPkRNyN— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) March 24, 2023 Fjölmargir hafa lagt orð í belg undir myllumerkinu. Drífa Snædal, talskona Stígamóta og fyrrverandi forseti ASÍ, biðst afsökunar á því að hafa ekki greint frá því á ferilskránni að hafa unnið í „hálfan dag á kristilegu barnaheimili í Svíþjóð.“ „Eins gott að biðjast afsökunar áður en ég verð afhjúpuð af feðraveldinu,“ skrifar hún. Eins gott að biðjast afsökunar áður en ég verð afhjúpuð af feðraveldinu. Hef aldrei greint frá því á ferilskránni að ég vann í hálfan dag á kristilegu barnaheimili í Svíþjóð #afsakið— Drífa Snædal (@DrifaSnaedal) March 24, 2023 Fleiri hafa komið Eddu til varnar, þar á meðal Gísli Marteinn, sjónvarpsmaður á RÚV: „Edda Falak er undanfarin ár búin að vera hugrakkasti aktívistinn gegn kynbundnu ofbeldi og ein öflugasta rannsóknarblaðakona landsins. Hún og aðrar konur sem ógna feðraveldinu fá margfalt meira hatur en við karlarnir. Heimildin og Edda búin að svara árásum og áfram gakk,“ skrifar hann á Twitter. Með ólíkindum Ekki eru allir jafn hrifnir af fyrrgreindri samfélagsmiðlaherferð. Egill Helgason fjölmiðlamaður setur spurningamerki við þau skilaboð sem felast í henni: „Ég á frekar erfitt með afstæðishyggjua sem felst í því að sannleikur skipti minna máli en hverjir segja hlutina. Ég er ekki viss um að það sé hollt fyrir samfélög og alls ekki fjölmiðla,“ skrifar hann á Facebook síðu sinni og vísar til umræðunnar um lygi Eddu. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar, svarar færslu Egils þar sem hann kveðst sammála en það hafi „alltaf skipt máli hver talar og dreifing á þeim forsendum gjarnan verið ofar hlutlægum sannleika.“ Eva Hauksdóttir lögmaður tekur í sama streng og Egill: „Auðvitað skiptir engu máli hvort Edda Falak var skyrsali eða í virtri stöðu sem verðbréfamiðlari í stórum og virtum fjárfestingarbanka. Sumum finnst samt skipta máli hvort henni fannst sjálfri þörf á að búa til sögu sem hæfði málstaðnum. En mjög mörgum finnst samt ekki skipta neinu máli hvort blaðamaður lýgur eða segir satt - ef sá blaðamaður er femínisti.“ Bubbi Morthens tónlistarmaður tjáir sig einnig um málið undir færslu Evu. „Þetta er með ólíkindum allt þetta mál og eimmit allt í nafni réttrúnaðar.“ Gunnar Nelson sendur á þann næsta Edda Falak hefur sjálf ekki tjáð sig um málið frá yfirlýsingu Heimildarinnar, að undanskildu tísti um að hún muni senda Gunnar Nelson bardagakappa á „næsta lúser“ sem fær hana á heilann. Gunnar var gestur í Vikunni með Gísla Marteini í gærkvöldi en Edda hefur undanfarin ár stundað líkamsrækt í Mjölni, bardagafélagi Gunnars. Þá er kærasti Eddu, Kristján Helgi Hafliðason yfirþjálfari Mjölnis í brasilísku jiu-jitsu. Sendi Gunna Nelson á næsta lúser sem fær mig á heilann #vikan— Edda Falak (@eddafalak) March 24, 2023
Jafnréttismál MeToo Fjölmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gengst við að hafa ekki lýst starfsferli sínum rétt Edda Falak, blaðamaður hjá Heimildinni, hefur gengist við því að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá ákveðnum fyrirtækjum á sviði fjármála í Danmörku rétt. Biðst hún velvirðingar á þessu en Heimildin segir að starfsferill hennar hafi ekki haft nokkur áhrif á hlutverk hennar innan fjölmiðilsins. 24. mars 2023 09:15 Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41 Opið bréf til Heimildarinnar Í síðasta mánuði tilkynntuð þið á Heimildinni með formlegum hætti að hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak hefði hafið störf á ykkar miðli þar sem hún mun gegna því mikilvæga hlutverki að fjalla um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis og áhrif þess á þolendur og samfélagið allt. 23. mars 2023 08:01 Karlar sem afhjúpa konur Feðraveldið hefur alltaf reynt að spila á femíníska aðferðafræði, notfæra sér þær leiðir sem verið er að fara hverju sinni og skrumskæla þær með einhverjum hætti. Í dag eru gerðar tilraunir til að slaufa femínistum (til baka) fyrir glæpsamlegt athæfi, þó ásakanirnar séu illa rökstuddar, glæpirnir óljósir og jafnvel bara alls ekki til staðar. 23. mars 2023 18:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Gengst við að hafa ekki lýst starfsferli sínum rétt Edda Falak, blaðamaður hjá Heimildinni, hefur gengist við því að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá ákveðnum fyrirtækjum á sviði fjármála í Danmörku rétt. Biðst hún velvirðingar á þessu en Heimildin segir að starfsferill hennar hafi ekki haft nokkur áhrif á hlutverk hennar innan fjölmiðilsins. 24. mars 2023 09:15
Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41
Opið bréf til Heimildarinnar Í síðasta mánuði tilkynntuð þið á Heimildinni með formlegum hætti að hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak hefði hafið störf á ykkar miðli þar sem hún mun gegna því mikilvæga hlutverki að fjalla um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis og áhrif þess á þolendur og samfélagið allt. 23. mars 2023 08:01
Karlar sem afhjúpa konur Feðraveldið hefur alltaf reynt að spila á femíníska aðferðafræði, notfæra sér þær leiðir sem verið er að fara hverju sinni og skrumskæla þær með einhverjum hætti. Í dag eru gerðar tilraunir til að slaufa femínistum (til baka) fyrir glæpsamlegt athæfi, þó ásakanirnar séu illa rökstuddar, glæpirnir óljósir og jafnvel bara alls ekki til staðar. 23. mars 2023 18:31