Nagelsmann opinn fyrir viðræðum við Tottenham Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2023 09:30 Óvissa er um framtíð Antonio Conte hjá Tottenham og Lundúnaliðið gæti litið til Julian Nagelsmann sem varð atvinnulaus í vikunni. Vísir/Getty Julian Nagelsmann er opinn fyrir viðræðum við enska úrvalsdeildarliðið Tottenham en Þjóðverjanum var sagt upp hjá Bayern Munchen í vikunni. Framtíð Antoino Conte þjálfara Tottenham er í lausu lofti eftir slakt gengi að undanförnu. Julian Nagelsmann var nokkuð óvænt sagt upp störfum hjá Bayern Munchen í vikunni og landi hans Thomas Tuchel ráðinn í staðinn. Bayern er í öðru sæti þýsku deildarinnar og komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en það var ekki nóg fyrir forráðamenn þýska stórliðsins sem vildu ná í Tuchel áður en önnur lið færu að ræða við hann. Nagelsmann verður þó líklega ekki lengi atvinnulaus. Hann er nú orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Tottenham Hotspurs en Antonio Conte, knattspyrnustjóri Lundúnaliðsins, er valtur í sessi. Í viðtali eftir jafntefli Tottenham gegn Southampton um síðstu helgi var engu líkara en að Conte væri að biðja um að vera rekinn en þar fór hann hörðum orðum um liðið og forráðamenn þess. Í frétt Skysports kemur fram að Nagelsmann sé opinn fyrir viðræðum við Tottenham Hotspurs en gæti þó viljað taka sér stutta pásu áður en hann hoppar á næsta starf. Forráðamenn Spurs eru sömuleiðis áhugasamir um að fá Nagelsmann í stjórastöðuna en Nagelsmann vann þýsku úrvalsdeildina með Bayern á síðustu leiktíð og gerði þar áður góða hluti með lið RB Leipzig. Nagelsmann var á radarnum hjá Tottenham þegar liðið sagði upp Mauricio Pochettiono árið 2019 og reyndu sömuleiðis við hann þegar Jose Mourinho var sagt upp árið 2021. Í viðtali árið 2019 viðurkenndi Nagelsmann að hann fylgdist með leikjum Tottenham „því Mauricio Pochettiono væri þar og hann væri góður þjálfari. Hann er frábær þjálfari og liðið hans var skemmtilegt áhorfs.“ Þá sagði Nagelsmann sömuleiðis hafa fylgst með blaðamannafundum Jose Mourinho hjá félaginu á sínum tíma. Nokkur nöfn hafa verið orðuð við Tottenham á síðustu vikum og getgátur um brotthvarf Conte fóru enn frekar á flug eftir eldræðu hans um síðustu helgi. Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton, Sergio Conceicao hjá Porto og Thomas Frank stjóri Brentford eru meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við Tottenham en samningur Conte við félagið rennur út í sumar. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Julian Nagelsmann var nokkuð óvænt sagt upp störfum hjá Bayern Munchen í vikunni og landi hans Thomas Tuchel ráðinn í staðinn. Bayern er í öðru sæti þýsku deildarinnar og komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en það var ekki nóg fyrir forráðamenn þýska stórliðsins sem vildu ná í Tuchel áður en önnur lið færu að ræða við hann. Nagelsmann verður þó líklega ekki lengi atvinnulaus. Hann er nú orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Tottenham Hotspurs en Antonio Conte, knattspyrnustjóri Lundúnaliðsins, er valtur í sessi. Í viðtali eftir jafntefli Tottenham gegn Southampton um síðstu helgi var engu líkara en að Conte væri að biðja um að vera rekinn en þar fór hann hörðum orðum um liðið og forráðamenn þess. Í frétt Skysports kemur fram að Nagelsmann sé opinn fyrir viðræðum við Tottenham Hotspurs en gæti þó viljað taka sér stutta pásu áður en hann hoppar á næsta starf. Forráðamenn Spurs eru sömuleiðis áhugasamir um að fá Nagelsmann í stjórastöðuna en Nagelsmann vann þýsku úrvalsdeildina með Bayern á síðustu leiktíð og gerði þar áður góða hluti með lið RB Leipzig. Nagelsmann var á radarnum hjá Tottenham þegar liðið sagði upp Mauricio Pochettiono árið 2019 og reyndu sömuleiðis við hann þegar Jose Mourinho var sagt upp árið 2021. Í viðtali árið 2019 viðurkenndi Nagelsmann að hann fylgdist með leikjum Tottenham „því Mauricio Pochettiono væri þar og hann væri góður þjálfari. Hann er frábær þjálfari og liðið hans var skemmtilegt áhorfs.“ Þá sagði Nagelsmann sömuleiðis hafa fylgst með blaðamannafundum Jose Mourinho hjá félaginu á sínum tíma. Nokkur nöfn hafa verið orðuð við Tottenham á síðustu vikum og getgátur um brotthvarf Conte fóru enn frekar á flug eftir eldræðu hans um síðustu helgi. Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton, Sergio Conceicao hjá Porto og Thomas Frank stjóri Brentford eru meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við Tottenham en samningur Conte við félagið rennur út í sumar.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira