Nemendur í Versló auka næringargildi salts með fiskbeinum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. mars 2023 21:00 Kjartan og Sævar segja starfsmenn fiskbúða fagna því að þurfa ekki að henda beinunum enda um vannýtta auðlind að ræða. stöð 2 Nemendur við Verzlunarskóla Íslands hafa aukið næringargildi salts með þróun og framleiðslu á salti sem inniheldur næringarefni úr fiskbeinum. Þeir segja starfsmenn fiskbúða fegna að þurfa ekki að henda beinunum enda um vannýtta auðlind að ræða. Hugmyndin kviknaði í áfanga í frumkvöðlafræði við Verzlunarskóla Íslands en strákana langaði til að þróa vöru þar sem vannýtt auðlind væri í fyrirrúmi. Þar koma fiskbein til sögunnar og datt þeim í hug að nýta næringarefni sem finnast í beinunum í matvælaframleiðslu. Saltið varð fyrir valinu þar sem um er að ræða vöru sem flestir neyta daglega. „Þetta er í rauninni góð leið til að troða næringarefnum í vöru sem annars væri næringarsnauð, það er eiginlega bara málið,“ sagði Sævar M. Gestsson, nemandi við Verzlunarskólann og framkvæmdastjóri BEIN. Beinin eru þurrkuð.aðsend Varan sem þeir hafa nú þróað og framleitt heitir BEIN en ólíkt hefðbundnu sjávarsalti er saltið stútfullt af næringarefnum úr fiskbeinunum á borð við kalíum, sink og fosfór auk þess sem beinin eru um 37 prósent prótein. Hópurinn fékk vöruna afhenda í gærkvöld. Strákarnir sáu um framleiðslu og þróun hennar auk þess sem þeir hönnuðu umbúðirnar og sjá um alla markaðssetningu. „Það kemur mér veruleg á óvart hversu vel fólk er að taka í þetta. Fisksalarnir eru rosalega ánægðir að fá einhverja nýtingu á þessu bein því þeir henda mörgum tonnum af beinum á dag,“ segir Sævar. Strákarnir hönnuðu umbúðirnar sjálfir. aðsend Vöruna selja þeir á Instagram auk þess sem kynning og sala fer fram á vörumessu í Smáralind á morgun - en strákarnir segja markmiðið að koma vörunni á markað. „Svo væri það líka skemmtilegt að koma þessu út, erlendis til að vekja athygli á að við þurfum að nýta fiskbeinin. Ég held að nýtingin úti sé ekki jafn góð og hérna heima,“ segir Kjartan Sigurðarson, nemandi við Verzlunarskólann og sölustjóri BEIN. Matvælaframleiðsla Skóla - og menntamál Nýsköpun Framhaldsskólar Reykjavík Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Hugmyndin kviknaði í áfanga í frumkvöðlafræði við Verzlunarskóla Íslands en strákana langaði til að þróa vöru þar sem vannýtt auðlind væri í fyrirrúmi. Þar koma fiskbein til sögunnar og datt þeim í hug að nýta næringarefni sem finnast í beinunum í matvælaframleiðslu. Saltið varð fyrir valinu þar sem um er að ræða vöru sem flestir neyta daglega. „Þetta er í rauninni góð leið til að troða næringarefnum í vöru sem annars væri næringarsnauð, það er eiginlega bara málið,“ sagði Sævar M. Gestsson, nemandi við Verzlunarskólann og framkvæmdastjóri BEIN. Beinin eru þurrkuð.aðsend Varan sem þeir hafa nú þróað og framleitt heitir BEIN en ólíkt hefðbundnu sjávarsalti er saltið stútfullt af næringarefnum úr fiskbeinunum á borð við kalíum, sink og fosfór auk þess sem beinin eru um 37 prósent prótein. Hópurinn fékk vöruna afhenda í gærkvöld. Strákarnir sáu um framleiðslu og þróun hennar auk þess sem þeir hönnuðu umbúðirnar og sjá um alla markaðssetningu. „Það kemur mér veruleg á óvart hversu vel fólk er að taka í þetta. Fisksalarnir eru rosalega ánægðir að fá einhverja nýtingu á þessu bein því þeir henda mörgum tonnum af beinum á dag,“ segir Sævar. Strákarnir hönnuðu umbúðirnar sjálfir. aðsend Vöruna selja þeir á Instagram auk þess sem kynning og sala fer fram á vörumessu í Smáralind á morgun - en strákarnir segja markmiðið að koma vörunni á markað. „Svo væri það líka skemmtilegt að koma þessu út, erlendis til að vekja athygli á að við þurfum að nýta fiskbeinin. Ég held að nýtingin úti sé ekki jafn góð og hérna heima,“ segir Kjartan Sigurðarson, nemandi við Verzlunarskólann og sölustjóri BEIN.
Matvælaframleiðsla Skóla - og menntamál Nýsköpun Framhaldsskólar Reykjavík Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“