Gabríel Douane dæmdur í tveggja ára fangelsi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. mars 2023 15:54 Gabríel við aðalmeðferð málsins í febrúar Vísir Gabríel Douane hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir þátt sinn í Borgarholtsskólamálinu svokallaða og tvær aðrar líkamsárásir. Þrír ungir karlmenn fengu sex mánaða skilorðsbundinn dóm en einn ákærðu var sýknaður. Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. Fjórir mannanna voru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en einn þeirra fyrir líkamsárás. Mennirnir voru allir ákærðir fyrir vopnalagabrot en á meðal vopna sem beitt var í árásinni voru hnífar, kylfur, ljósaperur og hamar. Fjórir mannanna eru á tvítugsaldri en einn er rúmlega þrítugur. Sá elsti var sýknaður í málinu. Slagsmálin voru einskonar uppgjör tveggja hópa en þau fóru fram í Borgarholtsskóla þann 13. janúar 2021. Árásin olli miklum óhug í samfélaginu og velti upp spurningum um öryggi innan veggja skóla hér á landi. Þeir sakfelldu voru dæmdir til að greiða hvor öðru miskabætur af stærðargráðunni nokkur hundruð þúsund krónur. Sex þurftu að leita aðstoðar á slysadeild eftir átökin en mikill viðbúnaður lögreglu, sérsveitar og sjúkraflutningamanna var á staðnum. Þá var myndböndum af árásinni dreift á samfélagsmiðlum. Vísir fjallaði ítarlega um það sem fram fór við aðalmeðferð málsins í febrúar þar sem vitnisburði mannanna, vitna, kennara og lögreglumanna var gerð skil. Erfiðlega gekk að fá mörg vitnanna fyrir dóm og þurfti að gera hlé á skýrslutökum á öðrum degi, þar sem vitni voru ekki mætt á tilskildum tíma. Þau höfðu ýmist boðað veikindi eða forföll af öðrum ástæðum. Verjandi eins mannanna tilkynnti dómara að hann teldi ólíklegt að vitnin myndu mæta nema þau yrðu sótt, þar sem þau hefðu mörg hver sætt alvarlegum hótunum. Samhliða aðalmeðferð Borgarholtsskólamálsins voru teknar fyrir tvær ákærur gegn Gabríel Douane. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Brotin voru framin þegar Gabríel afplánaði dóm á Hólmsheiði vegna annarra brota. Hann var í kjölfarið færður til afplánunar á Litla Hraun. Gabríel var dæmdur til að greiða samfanganum 700 þúsund krónur í miskabætur en sá slasaðist illa á auga við árásina. Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Dómsmál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Réðst á samfanga og skallaði fangavörð á Hólmsheiði Gabríel Douane neitaði að svara flestum spurningum saksóknara og dómara varðandi tvær líkamsárásir sem hann er ákærður fyrir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Eftir að myndbandsupptökur af atvikunum voru spilaðar í dómsal tjáði hann sig lítillega. 26. febrúar 2023 07:01 Svara fyrir vopnaða árás í Borgarholtsskóla sem olli miklum óhug Aðalmeðferð í máli fimm karlmanna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla þann 13. janúar 2021 hófst á mánudag og lýkur með málflutningi verjanda á morgun. Vitnaleiðslum lýkur í dag, en sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. 22. febrúar 2023 08:00 Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. Fjórir mannanna voru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en einn þeirra fyrir líkamsárás. Mennirnir voru allir ákærðir fyrir vopnalagabrot en á meðal vopna sem beitt var í árásinni voru hnífar, kylfur, ljósaperur og hamar. Fjórir mannanna eru á tvítugsaldri en einn er rúmlega þrítugur. Sá elsti var sýknaður í málinu. Slagsmálin voru einskonar uppgjör tveggja hópa en þau fóru fram í Borgarholtsskóla þann 13. janúar 2021. Árásin olli miklum óhug í samfélaginu og velti upp spurningum um öryggi innan veggja skóla hér á landi. Þeir sakfelldu voru dæmdir til að greiða hvor öðru miskabætur af stærðargráðunni nokkur hundruð þúsund krónur. Sex þurftu að leita aðstoðar á slysadeild eftir átökin en mikill viðbúnaður lögreglu, sérsveitar og sjúkraflutningamanna var á staðnum. Þá var myndböndum af árásinni dreift á samfélagsmiðlum. Vísir fjallaði ítarlega um það sem fram fór við aðalmeðferð málsins í febrúar þar sem vitnisburði mannanna, vitna, kennara og lögreglumanna var gerð skil. Erfiðlega gekk að fá mörg vitnanna fyrir dóm og þurfti að gera hlé á skýrslutökum á öðrum degi, þar sem vitni voru ekki mætt á tilskildum tíma. Þau höfðu ýmist boðað veikindi eða forföll af öðrum ástæðum. Verjandi eins mannanna tilkynnti dómara að hann teldi ólíklegt að vitnin myndu mæta nema þau yrðu sótt, þar sem þau hefðu mörg hver sætt alvarlegum hótunum. Samhliða aðalmeðferð Borgarholtsskólamálsins voru teknar fyrir tvær ákærur gegn Gabríel Douane. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Brotin voru framin þegar Gabríel afplánaði dóm á Hólmsheiði vegna annarra brota. Hann var í kjölfarið færður til afplánunar á Litla Hraun. Gabríel var dæmdur til að greiða samfanganum 700 þúsund krónur í miskabætur en sá slasaðist illa á auga við árásina.
Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Dómsmál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Réðst á samfanga og skallaði fangavörð á Hólmsheiði Gabríel Douane neitaði að svara flestum spurningum saksóknara og dómara varðandi tvær líkamsárásir sem hann er ákærður fyrir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Eftir að myndbandsupptökur af atvikunum voru spilaðar í dómsal tjáði hann sig lítillega. 26. febrúar 2023 07:01 Svara fyrir vopnaða árás í Borgarholtsskóla sem olli miklum óhug Aðalmeðferð í máli fimm karlmanna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla þann 13. janúar 2021 hófst á mánudag og lýkur með málflutningi verjanda á morgun. Vitnaleiðslum lýkur í dag, en sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. 22. febrúar 2023 08:00 Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Réðst á samfanga og skallaði fangavörð á Hólmsheiði Gabríel Douane neitaði að svara flestum spurningum saksóknara og dómara varðandi tvær líkamsárásir sem hann er ákærður fyrir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Eftir að myndbandsupptökur af atvikunum voru spilaðar í dómsal tjáði hann sig lítillega. 26. febrúar 2023 07:01
Svara fyrir vopnaða árás í Borgarholtsskóla sem olli miklum óhug Aðalmeðferð í máli fimm karlmanna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla þann 13. janúar 2021 hófst á mánudag og lýkur með málflutningi verjanda á morgun. Vitnaleiðslum lýkur í dag, en sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. 22. febrúar 2023 08:00
Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13