Fall mannsins við Glym mun hærra en talið var í fyrstu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2023 14:43 Eins og sjá má var mikill fjöldi sem kom að aðgerðum við Glym í dag. Vísir/Vilhelm Ljóst er að um alvarlegt slys er að ræða í tilfelli ferðamanns sem féll við fossinn Glym fyrir hádegi í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitar auk lögreglu er á svæðinu og er verið að bera viðkomandi frá slysstað. Ásmundur Kr. Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir að erlendir ferðamenn hafi verið á göngu við fossinn í Hvalfirði í morgun. Fyrsta tilkynningin um slysið hafi bent til þess að fallið hefði verið um fimm metrar. Ásmundur segir nú ljóst að fallið hafi verið töluvert hærra en það. Ásmundur segir aðgerðir hafa staðið yfir frá því í morgun og tekið nokkurn tíma vegna erfiðra aðstæðna. Legið hafi fyrir hvar viðkomandi væri að finna en leiðin þangað væri erfið. Það skilji fólk sem þekki til gilsins hjá Glymi. Því hafi björgunaraðgerðir tekið vænan tíma og standi í raun enn yfir því verið sé að bera manninn frá slysstað. Bjart var á bílastæðinu við Glym þar sem fjöldi björgunarsveitarmanna kom að aðgerðum.Vísir/Vilhelm Gönguhópurinn, sem var ekki fjölmennur, var á leiðinni gönguleiðina upp á Glym þegar slysið varð. Ásmundur segir að verið sé að veita aðstandendum áfallahjálp með fram því sem rannsókn á orsökum slyssins fer fram. Þá segir Ásmundur að aðstæður við Glym séu vandasamar enda sé gilið við Glym þröngt og mikill ís á staðnum. Snjór, hlaki og mjög hált. Uppfært klukkan 16:15 Aðgerðum á svæðinu er lokið og búið að flytja þann sem féll af svæðinu. Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Sjá meira
Ásmundur Kr. Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir að erlendir ferðamenn hafi verið á göngu við fossinn í Hvalfirði í morgun. Fyrsta tilkynningin um slysið hafi bent til þess að fallið hefði verið um fimm metrar. Ásmundur segir nú ljóst að fallið hafi verið töluvert hærra en það. Ásmundur segir aðgerðir hafa staðið yfir frá því í morgun og tekið nokkurn tíma vegna erfiðra aðstæðna. Legið hafi fyrir hvar viðkomandi væri að finna en leiðin þangað væri erfið. Það skilji fólk sem þekki til gilsins hjá Glymi. Því hafi björgunaraðgerðir tekið vænan tíma og standi í raun enn yfir því verið sé að bera manninn frá slysstað. Bjart var á bílastæðinu við Glym þar sem fjöldi björgunarsveitarmanna kom að aðgerðum.Vísir/Vilhelm Gönguhópurinn, sem var ekki fjölmennur, var á leiðinni gönguleiðina upp á Glym þegar slysið varð. Ásmundur segir að verið sé að veita aðstandendum áfallahjálp með fram því sem rannsókn á orsökum slyssins fer fram. Þá segir Ásmundur að aðstæður við Glym séu vandasamar enda sé gilið við Glym þröngt og mikill ís á staðnum. Snjór, hlaki og mjög hált. Uppfært klukkan 16:15 Aðgerðum á svæðinu er lokið og búið að flytja þann sem féll af svæðinu.
Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Sjá meira
Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52