Staðan í makrílviðræðunum Svandís Svavarsdóttir skrifar 22. mars 2023 14:00 Í næstu viku fer fram fundur strandríkja þar sem reynt verður til þrautar að ná samkomulagi um skiptingu makríls. Stíft hefur verið fundað undanfarið ár undir forystu Breta en þrátt fyrir það hefur lítið miðað áfram. Ísland hefur lagt sig fram um að sýna sveigjanleika og ríkan samningsvilja því að markmið stjórnvalda er að stunda sjálfbærar veiðar úr öllum nytjastofnum. Mikilvægt er að samkomulag um stjórn makrílveiða innihaldi öll strandríki því einungis þannig má stöðva þá ofveiði sem viðgengist hefur úr stofninum allt of lengi. Hlutasamkomulagið sem gert var milli Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja árið 2014 var því í raun marklaust þar sem það innihélt ekki öll strandríkin og hafði því ekki tilætlaðan árangur að koma í veg fyrir ofveiði. Hafi staðan þótt flókin á þeim tíma, þá er hún síst einfaldari nú þar sem tvö strandríki hafa bæst í hópinn, Grænland og Bretland. Marklaust hlutasamkomulag Yfirlýst markmið allra aðila er hið sama, þ.e. að ná samkomulagi sem inniheldur öll strandríkin og ná þar með settu aflamarki niður í 100% af ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Við erum langt frá því að ná því markmiði en einhliða setja ríkin sér nú aflamark sem nemur ríflega 130% af vísindalegri ráðgjöf. Bitur raunveruleikinn er því sá að markmiðið um sjálfbæra nýtingu næst eingöngu ef allir hlutaðeigendur eru tilbúnir til að slá af núverandi kröfugerð. Hlutdeildarkrafa Íslands í makrílstofninum er vel rökstudd; byggð á viðurkenndum vísindalegum gögnum og sett saman í samræmi við ákvæði Úthafsveiðisamnings og Hafréttarsáttmála SÞ. Tilkallið er mikilvægt en það er ábyrg samvinna þjóðanna í fiskveiðum á NA-Atlantshafi einnig. Nýverið kynnti Ísland tillögu að ábyrgri skiptingu þar sem krafa Íslands var lækkuð til þess að reyna að ná samkomulagi. Með því steig Ísland stórt skref til að sýna bæði í orði og á borði hversu mikilvæg sjálfbær nýting er okkur. Því miður hafa önnur strandríki ekki treyst sér til þess að stíga sambærileg skref og því ber mikið á milli. Vegna þessa er ekki ástæða til mikillar bjartsýni um að samkomulag náist í London í næstu viku. Ísland mun ekki axla eitt ábyrgð Þrátt fyrir það þá mun Ísland áfram mæta til leiks með það að markmiði að reyna til hins ítrasta að ná samningum. Þessi langdregna deila má ekki varpa skugga á þá staðreynd að ríkin sem hér mætast við samningaborðið eru í grundvallaratriðum sammála um ábyrga fiskveiðistjórnun og umgengni við náttúruauðlindir. Ísland mun hinsvegar ekki eitt axla ábyrgð. Þó að Ísland hafi tekið marktækt skref í að lækka sína kröfu þá dugar það skammt vegna þess að þrátt fyrir allt er Ísland lítið ríki í makríl. Stærri ríkin hafa aukið mjög kröfur sínar á undanförnum árum og því hlýtur að vera eðlilegt að búast við að þau fylgi fordæmi Íslands og slái af sínum ítrustu kröfum. Í ljósi þess að ástand makrílsstofnsins fer nú versnandi samkvæmt mati vísindamanna er brýnt að sanngjarnt samkomulag náist milli allra strandríkjanna sem allra fyrst því einungis þannig er hægt að tryggja viðgang stofnsins og sjálfbærra veiða til framtíðar. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í næstu viku fer fram fundur strandríkja þar sem reynt verður til þrautar að ná samkomulagi um skiptingu makríls. Stíft hefur verið fundað undanfarið ár undir forystu Breta en þrátt fyrir það hefur lítið miðað áfram. Ísland hefur lagt sig fram um að sýna sveigjanleika og ríkan samningsvilja því að markmið stjórnvalda er að stunda sjálfbærar veiðar úr öllum nytjastofnum. Mikilvægt er að samkomulag um stjórn makrílveiða innihaldi öll strandríki því einungis þannig má stöðva þá ofveiði sem viðgengist hefur úr stofninum allt of lengi. Hlutasamkomulagið sem gert var milli Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja árið 2014 var því í raun marklaust þar sem það innihélt ekki öll strandríkin og hafði því ekki tilætlaðan árangur að koma í veg fyrir ofveiði. Hafi staðan þótt flókin á þeim tíma, þá er hún síst einfaldari nú þar sem tvö strandríki hafa bæst í hópinn, Grænland og Bretland. Marklaust hlutasamkomulag Yfirlýst markmið allra aðila er hið sama, þ.e. að ná samkomulagi sem inniheldur öll strandríkin og ná þar með settu aflamarki niður í 100% af ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Við erum langt frá því að ná því markmiði en einhliða setja ríkin sér nú aflamark sem nemur ríflega 130% af vísindalegri ráðgjöf. Bitur raunveruleikinn er því sá að markmiðið um sjálfbæra nýtingu næst eingöngu ef allir hlutaðeigendur eru tilbúnir til að slá af núverandi kröfugerð. Hlutdeildarkrafa Íslands í makrílstofninum er vel rökstudd; byggð á viðurkenndum vísindalegum gögnum og sett saman í samræmi við ákvæði Úthafsveiðisamnings og Hafréttarsáttmála SÞ. Tilkallið er mikilvægt en það er ábyrg samvinna þjóðanna í fiskveiðum á NA-Atlantshafi einnig. Nýverið kynnti Ísland tillögu að ábyrgri skiptingu þar sem krafa Íslands var lækkuð til þess að reyna að ná samkomulagi. Með því steig Ísland stórt skref til að sýna bæði í orði og á borði hversu mikilvæg sjálfbær nýting er okkur. Því miður hafa önnur strandríki ekki treyst sér til þess að stíga sambærileg skref og því ber mikið á milli. Vegna þessa er ekki ástæða til mikillar bjartsýni um að samkomulag náist í London í næstu viku. Ísland mun ekki axla eitt ábyrgð Þrátt fyrir það þá mun Ísland áfram mæta til leiks með það að markmiði að reyna til hins ítrasta að ná samningum. Þessi langdregna deila má ekki varpa skugga á þá staðreynd að ríkin sem hér mætast við samningaborðið eru í grundvallaratriðum sammála um ábyrga fiskveiðistjórnun og umgengni við náttúruauðlindir. Ísland mun hinsvegar ekki eitt axla ábyrgð. Þó að Ísland hafi tekið marktækt skref í að lækka sína kröfu þá dugar það skammt vegna þess að þrátt fyrir allt er Ísland lítið ríki í makríl. Stærri ríkin hafa aukið mjög kröfur sínar á undanförnum árum og því hlýtur að vera eðlilegt að búast við að þau fylgi fordæmi Íslands og slái af sínum ítrustu kröfum. Í ljósi þess að ástand makrílsstofnsins fer nú versnandi samkvæmt mati vísindamanna er brýnt að sanngjarnt samkomulag náist milli allra strandríkjanna sem allra fyrst því einungis þannig er hægt að tryggja viðgang stofnsins og sjálfbærra veiða til framtíðar. Höfundur er matvælaráðherra.
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun