Rofar til síðdegis en ekki sést til vorsins í kortunum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. mars 2023 12:30 Loka hefur þurft vegum reglulega í vetur og virðast landsmenn ekki hólpnir enn sem komið er. Vísir/Vilhelm Fjallvegir víða um land voru ófærir í morgun og var mjög blint sums staðar á norðanverðu landinu, Vestur- og Austfjörðum. Draga á úr vindi og éljum um miðjan dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar og er meinlítið veður í kortunum næstu daga. Lægðirnar séu þó að gera sig heimkomnar og áfram megi búast við að loka gæti þurft vegum á næstu vikum. Fjallvegir voru víða ófærir í morgunsárið eftir lægðargang síðustu daga. Einhverjir vegir voru opnaðir um hádegisbilið en enn eru lokanir á Vestfjörðum, Norðurlandi, Norðausturlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Suðurlandi. Þá er varað hálku og skafrenningi víða. „Þegar það hefur náð að hvessa þá skóf og það varð mjög blint sum staðar, til dæmis vestur á fjörðum. Það var ekki mikill snjór til staðar en hann er svo léttur og það var svo hvasst að menn sáu ekkert úr augum. En hins vegar á Austfjörðum þá snjóaði dálítið eins og á Fjarðarheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfum,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar. Vindurinn á þó að ganga niður þegar líða fer á daginn. „Í Öræfunum, þar sem hefur verið bara hvasst en ekki snjókoma, þar verður mikil breyting núna eftir hádegi og sérstaklega um klukkan þrjú og það sama austar, til dæmis á Fjarðaheiði, þar dregur bæði úr vindi og éljum í eftirmiðdaginn og svona smám saman þá fara menn að sjá eitthvað aðeins betur frá sér,“ segir Einar. Hvað næstu daga varðar sé meinlítið veður í kortunum með hefðbundnum éljagangi og norðaustan átt en bakkinn sem hafi legið utan í suðaustan og austanverðu landinu sé að fara til suðurs. Landsmenn hafi verið í nokkru skjóli frá lægðunum hingað til. „Núna eru þær farnar að gera sig aðeins heimakomnar en það stefnir í það næstu daga að þær verði hér fyrir sunnan okkur og það kólni á nýjan leik. Síðan verðum við bara að sjá til hvað gerist um miðja næstu viku, hvort það verði breytingar á þessu tíðarfari sem að hefur verið einkennandi fyrir marsmánuð,“ segir Einar. Ekki sést til vorsins af neinu viti í spám og kemur það ekki í ljós fyrr en um miðja næstu viku. Áfram má gera ráð fyrir að veður hafi áhrif á færð á næstunni. „Það er svo sem hefðbundið að íslensku vori eða vetri að vegir geta teppst, fjallvegirnir, alveg fram yfir páska og þess vegna fram í maí. Þannig við erum ekkert að komast út úr því ástandi, það er ekkert sem bendir til þess,“ segir Einar. Færð á vegum Veður Tengdar fréttir Björguðu tólf manns af Dynjandisheiði Björgunarsveitir frá Þingeyri, Flateyri og Ísafirði voru kallaðar út til aðstoðar fólks á Dynjandisheiði í gærkvöldi. Á staðnum var skollinn á þreifandi bylur og skyggni lítið sem ekkert. 22. mars 2023 07:56 Hellisheiði og Þrengslum lokuð Veginum um Hellisheiði og Þrengsli hefur verið lokað vegna veðurs. Þá hefur hringveginum verið lokað á á milli Skóga og Víkur og milli Lómagnúps og Jökulsárlóns. Hálkublettir eru víða. 21. mars 2023 20:36 Hvassir austanvindar og snjókoma með köflum syðst Allmikið og alldjúpt lægðasvæði er suður af landinu og veldur hvössum austanvindum, jafnvel stormi eða roki syðst. Snjókoma með köflum eða skafrenningur á sunnanverðu landinu og því getur færðin spillst með skömmum fyrirvara. 21. mars 2023 07:04 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Fjallvegir voru víða ófærir í morgunsárið eftir lægðargang síðustu daga. Einhverjir vegir voru opnaðir um hádegisbilið en enn eru lokanir á Vestfjörðum, Norðurlandi, Norðausturlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Suðurlandi. Þá er varað hálku og skafrenningi víða. „Þegar það hefur náð að hvessa þá skóf og það varð mjög blint sum staðar, til dæmis vestur á fjörðum. Það var ekki mikill snjór til staðar en hann er svo léttur og það var svo hvasst að menn sáu ekkert úr augum. En hins vegar á Austfjörðum þá snjóaði dálítið eins og á Fjarðarheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfum,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar. Vindurinn á þó að ganga niður þegar líða fer á daginn. „Í Öræfunum, þar sem hefur verið bara hvasst en ekki snjókoma, þar verður mikil breyting núna eftir hádegi og sérstaklega um klukkan þrjú og það sama austar, til dæmis á Fjarðaheiði, þar dregur bæði úr vindi og éljum í eftirmiðdaginn og svona smám saman þá fara menn að sjá eitthvað aðeins betur frá sér,“ segir Einar. Hvað næstu daga varðar sé meinlítið veður í kortunum með hefðbundnum éljagangi og norðaustan átt en bakkinn sem hafi legið utan í suðaustan og austanverðu landinu sé að fara til suðurs. Landsmenn hafi verið í nokkru skjóli frá lægðunum hingað til. „Núna eru þær farnar að gera sig aðeins heimakomnar en það stefnir í það næstu daga að þær verði hér fyrir sunnan okkur og það kólni á nýjan leik. Síðan verðum við bara að sjá til hvað gerist um miðja næstu viku, hvort það verði breytingar á þessu tíðarfari sem að hefur verið einkennandi fyrir marsmánuð,“ segir Einar. Ekki sést til vorsins af neinu viti í spám og kemur það ekki í ljós fyrr en um miðja næstu viku. Áfram má gera ráð fyrir að veður hafi áhrif á færð á næstunni. „Það er svo sem hefðbundið að íslensku vori eða vetri að vegir geta teppst, fjallvegirnir, alveg fram yfir páska og þess vegna fram í maí. Þannig við erum ekkert að komast út úr því ástandi, það er ekkert sem bendir til þess,“ segir Einar.
Færð á vegum Veður Tengdar fréttir Björguðu tólf manns af Dynjandisheiði Björgunarsveitir frá Þingeyri, Flateyri og Ísafirði voru kallaðar út til aðstoðar fólks á Dynjandisheiði í gærkvöldi. Á staðnum var skollinn á þreifandi bylur og skyggni lítið sem ekkert. 22. mars 2023 07:56 Hellisheiði og Þrengslum lokuð Veginum um Hellisheiði og Þrengsli hefur verið lokað vegna veðurs. Þá hefur hringveginum verið lokað á á milli Skóga og Víkur og milli Lómagnúps og Jökulsárlóns. Hálkublettir eru víða. 21. mars 2023 20:36 Hvassir austanvindar og snjókoma með köflum syðst Allmikið og alldjúpt lægðasvæði er suður af landinu og veldur hvössum austanvindum, jafnvel stormi eða roki syðst. Snjókoma með köflum eða skafrenningur á sunnanverðu landinu og því getur færðin spillst með skömmum fyrirvara. 21. mars 2023 07:04 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Björguðu tólf manns af Dynjandisheiði Björgunarsveitir frá Þingeyri, Flateyri og Ísafirði voru kallaðar út til aðstoðar fólks á Dynjandisheiði í gærkvöldi. Á staðnum var skollinn á þreifandi bylur og skyggni lítið sem ekkert. 22. mars 2023 07:56
Hellisheiði og Þrengslum lokuð Veginum um Hellisheiði og Þrengsli hefur verið lokað vegna veðurs. Þá hefur hringveginum verið lokað á á milli Skóga og Víkur og milli Lómagnúps og Jökulsárlóns. Hálkublettir eru víða. 21. mars 2023 20:36
Hvassir austanvindar og snjókoma með köflum syðst Allmikið og alldjúpt lægðasvæði er suður af landinu og veldur hvössum austanvindum, jafnvel stormi eða roki syðst. Snjókoma með köflum eða skafrenningur á sunnanverðu landinu og því getur færðin spillst með skömmum fyrirvara. 21. mars 2023 07:04
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels