Átti „óformlegt samtal“ við Kára um hugvíkkandi efni og fanga Atli Ísleifsson skrifar 22. mars 2023 10:30 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra leggur í svari sínu áherslu á að það sé ekki í verkahring dómsmálaráðherra að taka ákvarðanir um læknisfræðilegar tilraunir. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að í tengslum við umræðu um hugvíkkandi efni sé rétt að skoða allar hugmyndir og nýjungar sem varði bætta meðferð og þjónustu við fanga sem margir glími við margháttaðan geðrænan vanda. Þetta kemur fram í svari Jóns við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um hvort ráðherra viðrað þá hugmynd við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að gerðar verði tilraunir með hugvíkkandi efni á þrjátíu föngum í íslenskum fangelsum. Jón segir í svarinu að líkt og fram hafi komið í fjölmiðlum þá hafi hann átt óformlegt samtal við Kára þar sem þeir hafi meðal annars rætt þá þróun sem hafi átt sér stað innan geðlæknisfræðinnar er varðar meðferð þar sem notast er við hugvíkkandi efni. Umræðan spratt upp í kjölfar viðtals Frosta Logasonar við Kára þar sem þeir ræddu um hugvíkkandi efni. Kári minntist þar á í framhjáhlaupi að Jón hafi viðrað við sig þá hugmynd hvort ekki gæti verið snjallt að gera tilraunir með efnin á til dæmis þrjátíu föngum í íslenskum fangelsum. Ráðherrann leggur í svari sínu áherslu á að það sé ekki í verkahring dómsmálaráðherra að taka ákvarðanir um læknisfræðilegar tilraunir, þar sem hann vísar í forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta. Í samræmi við það hafi ekki verið sett af stað ein vinna innan ráðuneytisins hvað þetta varðar. Þyrfti samþykki allra Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við fréttastofu fyrir um mánuði að ekki yrðu gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, myndu liggja fyrir. Sagðist hann opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál væru mjög áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. Þá sagði Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi myndi aldrei samþykkja að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Alþingi Hugvíkkandi efni Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Tengdar fréttir Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. 22. febrúar 2023 16:02 Munu aldrei gefa föngum hugvíkkandi efni án samþykkis allra Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. 24. febrúar 2023 21:01 Læknar tækju aldrei þátt í rannsóknum á föngum Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur. 25. febrúar 2023 09:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Jóns við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um hvort ráðherra viðrað þá hugmynd við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að gerðar verði tilraunir með hugvíkkandi efni á þrjátíu föngum í íslenskum fangelsum. Jón segir í svarinu að líkt og fram hafi komið í fjölmiðlum þá hafi hann átt óformlegt samtal við Kára þar sem þeir hafi meðal annars rætt þá þróun sem hafi átt sér stað innan geðlæknisfræðinnar er varðar meðferð þar sem notast er við hugvíkkandi efni. Umræðan spratt upp í kjölfar viðtals Frosta Logasonar við Kára þar sem þeir ræddu um hugvíkkandi efni. Kári minntist þar á í framhjáhlaupi að Jón hafi viðrað við sig þá hugmynd hvort ekki gæti verið snjallt að gera tilraunir með efnin á til dæmis þrjátíu föngum í íslenskum fangelsum. Ráðherrann leggur í svari sínu áherslu á að það sé ekki í verkahring dómsmálaráðherra að taka ákvarðanir um læknisfræðilegar tilraunir, þar sem hann vísar í forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta. Í samræmi við það hafi ekki verið sett af stað ein vinna innan ráðuneytisins hvað þetta varðar. Þyrfti samþykki allra Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við fréttastofu fyrir um mánuði að ekki yrðu gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, myndu liggja fyrir. Sagðist hann opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál væru mjög áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. Þá sagði Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi myndi aldrei samþykkja að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða.
Alþingi Hugvíkkandi efni Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Tengdar fréttir Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. 22. febrúar 2023 16:02 Munu aldrei gefa föngum hugvíkkandi efni án samþykkis allra Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. 24. febrúar 2023 21:01 Læknar tækju aldrei þátt í rannsóknum á föngum Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur. 25. febrúar 2023 09:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. 22. febrúar 2023 16:02
Munu aldrei gefa föngum hugvíkkandi efni án samþykkis allra Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. 24. febrúar 2023 21:01
Læknar tækju aldrei þátt í rannsóknum á föngum Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur. 25. febrúar 2023 09:09