Átti „óformlegt samtal“ við Kára um hugvíkkandi efni og fanga Atli Ísleifsson skrifar 22. mars 2023 10:30 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra leggur í svari sínu áherslu á að það sé ekki í verkahring dómsmálaráðherra að taka ákvarðanir um læknisfræðilegar tilraunir. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að í tengslum við umræðu um hugvíkkandi efni sé rétt að skoða allar hugmyndir og nýjungar sem varði bætta meðferð og þjónustu við fanga sem margir glími við margháttaðan geðrænan vanda. Þetta kemur fram í svari Jóns við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um hvort ráðherra viðrað þá hugmynd við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að gerðar verði tilraunir með hugvíkkandi efni á þrjátíu föngum í íslenskum fangelsum. Jón segir í svarinu að líkt og fram hafi komið í fjölmiðlum þá hafi hann átt óformlegt samtal við Kára þar sem þeir hafi meðal annars rætt þá þróun sem hafi átt sér stað innan geðlæknisfræðinnar er varðar meðferð þar sem notast er við hugvíkkandi efni. Umræðan spratt upp í kjölfar viðtals Frosta Logasonar við Kára þar sem þeir ræddu um hugvíkkandi efni. Kári minntist þar á í framhjáhlaupi að Jón hafi viðrað við sig þá hugmynd hvort ekki gæti verið snjallt að gera tilraunir með efnin á til dæmis þrjátíu föngum í íslenskum fangelsum. Ráðherrann leggur í svari sínu áherslu á að það sé ekki í verkahring dómsmálaráðherra að taka ákvarðanir um læknisfræðilegar tilraunir, þar sem hann vísar í forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta. Í samræmi við það hafi ekki verið sett af stað ein vinna innan ráðuneytisins hvað þetta varðar. Þyrfti samþykki allra Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við fréttastofu fyrir um mánuði að ekki yrðu gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, myndu liggja fyrir. Sagðist hann opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál væru mjög áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. Þá sagði Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi myndi aldrei samþykkja að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Alþingi Hugvíkkandi efni Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Tengdar fréttir Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. 22. febrúar 2023 16:02 Munu aldrei gefa föngum hugvíkkandi efni án samþykkis allra Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. 24. febrúar 2023 21:01 Læknar tækju aldrei þátt í rannsóknum á föngum Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur. 25. febrúar 2023 09:09 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Hraðbankinn fundinn og milljónirnar með Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Jóns við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um hvort ráðherra viðrað þá hugmynd við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að gerðar verði tilraunir með hugvíkkandi efni á þrjátíu föngum í íslenskum fangelsum. Jón segir í svarinu að líkt og fram hafi komið í fjölmiðlum þá hafi hann átt óformlegt samtal við Kára þar sem þeir hafi meðal annars rætt þá þróun sem hafi átt sér stað innan geðlæknisfræðinnar er varðar meðferð þar sem notast er við hugvíkkandi efni. Umræðan spratt upp í kjölfar viðtals Frosta Logasonar við Kára þar sem þeir ræddu um hugvíkkandi efni. Kári minntist þar á í framhjáhlaupi að Jón hafi viðrað við sig þá hugmynd hvort ekki gæti verið snjallt að gera tilraunir með efnin á til dæmis þrjátíu föngum í íslenskum fangelsum. Ráðherrann leggur í svari sínu áherslu á að það sé ekki í verkahring dómsmálaráðherra að taka ákvarðanir um læknisfræðilegar tilraunir, þar sem hann vísar í forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta. Í samræmi við það hafi ekki verið sett af stað ein vinna innan ráðuneytisins hvað þetta varðar. Þyrfti samþykki allra Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við fréttastofu fyrir um mánuði að ekki yrðu gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, myndu liggja fyrir. Sagðist hann opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál væru mjög áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. Þá sagði Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi myndi aldrei samþykkja að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða.
Alþingi Hugvíkkandi efni Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Tengdar fréttir Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. 22. febrúar 2023 16:02 Munu aldrei gefa föngum hugvíkkandi efni án samþykkis allra Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. 24. febrúar 2023 21:01 Læknar tækju aldrei þátt í rannsóknum á föngum Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur. 25. febrúar 2023 09:09 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Hraðbankinn fundinn og milljónirnar með Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira
Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. 22. febrúar 2023 16:02
Munu aldrei gefa föngum hugvíkkandi efni án samþykkis allra Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. 24. febrúar 2023 21:01
Læknar tækju aldrei þátt í rannsóknum á föngum Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur. 25. febrúar 2023 09:09