Fullyrðir að Stiven sé á leið til Benfica: „Það verður bara að koma í ljós“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2023 23:21 Stiven skýtur að marki Göppingen í leik kvöldsins. Vísir/Diego Stiven Tobar Valencia, hornamaður Íslandsmeistara Vals, er á leið til portúgalska félagsins Benfica að yfirstandandi tímabili loknu ef marka má orð handboltasérfræðingsins Arnars Daða Arnarssonar. Arnar Daði var einn af sérfræðingum Seinni bylgjunnar á leik Vals og Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Eftir leik sagði hann frá því að samkvæmt því sem hann hafi heyrt sé nýjasta stjarna íslenska landsliðsins á leið til Benfica í sumar. Þá sagði Arnar Daði einnig frá þessu á Twitter-síðu sinni á meðan leik stóð. Stiven hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með Valsmönnum í Evrópudeildinni í vetur, sem og í Olís-deildinni hér heima. Þá átti hann líka góða innkomu í íslenska landsliðið í leik gegn Tékkum í undankeppni EM 2024 fyrr í þessum mánuði. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sérfræðingsins er Stiven Tobar Valencia á leið til Benfica í Portúgal. Áhugavert skref. Ég man ekki eftir íslenskum leikmanni í Portúgal en deildin hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár. La Valsia akademían að skila N1 atvinnumanninum. Einar. pic.twitter.com/N6TM2qoyQ8— Arnar Daði (@arnardadi) March 21, 2023 Eftir leik Vals gegn Göppingen í Evrópudeildinni fyrr í kvöld var Stiven spurður út í þessi mál í viðtali við Andra Má Eggertsson. Stiven var stuttorður og passaði sig að gefa ekkert upp. „Það verður bara að koma í ljós,“ sagði hornamaðurinn einfaldlega. Benfica er þó ekki eina liðið sem Stiven hefur verið orðaður við að undanförnu, en ungverska liðið Telekom Veszprém er sagt hafa áhuga á leikmanninum. Stiven staðfesti það svo sjálfur í viðtali að sá áhugi væri til staðar, en hjá Veszprém yrði hann í samkeppni um hornamannsstöðuna við íslenska landsliðsmanninn Bjarka Má Elísson. Valur Olís-deild karla Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Stiven Tobar staðfestir að Veszprém hafi áhuga á sér Stiven Tobar Valencia er í sínu fyrsta landsliðsverkefni en íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tékklandi í kvöld í undankeppni Evrópumótsins. 8. mars 2023 07:40 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Arnar Daði var einn af sérfræðingum Seinni bylgjunnar á leik Vals og Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Eftir leik sagði hann frá því að samkvæmt því sem hann hafi heyrt sé nýjasta stjarna íslenska landsliðsins á leið til Benfica í sumar. Þá sagði Arnar Daði einnig frá þessu á Twitter-síðu sinni á meðan leik stóð. Stiven hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með Valsmönnum í Evrópudeildinni í vetur, sem og í Olís-deildinni hér heima. Þá átti hann líka góða innkomu í íslenska landsliðið í leik gegn Tékkum í undankeppni EM 2024 fyrr í þessum mánuði. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sérfræðingsins er Stiven Tobar Valencia á leið til Benfica í Portúgal. Áhugavert skref. Ég man ekki eftir íslenskum leikmanni í Portúgal en deildin hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár. La Valsia akademían að skila N1 atvinnumanninum. Einar. pic.twitter.com/N6TM2qoyQ8— Arnar Daði (@arnardadi) March 21, 2023 Eftir leik Vals gegn Göppingen í Evrópudeildinni fyrr í kvöld var Stiven spurður út í þessi mál í viðtali við Andra Má Eggertsson. Stiven var stuttorður og passaði sig að gefa ekkert upp. „Það verður bara að koma í ljós,“ sagði hornamaðurinn einfaldlega. Benfica er þó ekki eina liðið sem Stiven hefur verið orðaður við að undanförnu, en ungverska liðið Telekom Veszprém er sagt hafa áhuga á leikmanninum. Stiven staðfesti það svo sjálfur í viðtali að sá áhugi væri til staðar, en hjá Veszprém yrði hann í samkeppni um hornamannsstöðuna við íslenska landsliðsmanninn Bjarka Má Elísson.
Valur Olís-deild karla Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Stiven Tobar staðfestir að Veszprém hafi áhuga á sér Stiven Tobar Valencia er í sínu fyrsta landsliðsverkefni en íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tékklandi í kvöld í undankeppni Evrópumótsins. 8. mars 2023 07:40 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Stiven Tobar staðfestir að Veszprém hafi áhuga á sér Stiven Tobar Valencia er í sínu fyrsta landsliðsverkefni en íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tékklandi í kvöld í undankeppni Evrópumótsins. 8. mars 2023 07:40