Fullyrðir að Stiven sé á leið til Benfica: „Það verður bara að koma í ljós“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2023 23:21 Stiven skýtur að marki Göppingen í leik kvöldsins. Vísir/Diego Stiven Tobar Valencia, hornamaður Íslandsmeistara Vals, er á leið til portúgalska félagsins Benfica að yfirstandandi tímabili loknu ef marka má orð handboltasérfræðingsins Arnars Daða Arnarssonar. Arnar Daði var einn af sérfræðingum Seinni bylgjunnar á leik Vals og Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Eftir leik sagði hann frá því að samkvæmt því sem hann hafi heyrt sé nýjasta stjarna íslenska landsliðsins á leið til Benfica í sumar. Þá sagði Arnar Daði einnig frá þessu á Twitter-síðu sinni á meðan leik stóð. Stiven hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með Valsmönnum í Evrópudeildinni í vetur, sem og í Olís-deildinni hér heima. Þá átti hann líka góða innkomu í íslenska landsliðið í leik gegn Tékkum í undankeppni EM 2024 fyrr í þessum mánuði. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sérfræðingsins er Stiven Tobar Valencia á leið til Benfica í Portúgal. Áhugavert skref. Ég man ekki eftir íslenskum leikmanni í Portúgal en deildin hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár. La Valsia akademían að skila N1 atvinnumanninum. Einar. pic.twitter.com/N6TM2qoyQ8— Arnar Daði (@arnardadi) March 21, 2023 Eftir leik Vals gegn Göppingen í Evrópudeildinni fyrr í kvöld var Stiven spurður út í þessi mál í viðtali við Andra Má Eggertsson. Stiven var stuttorður og passaði sig að gefa ekkert upp. „Það verður bara að koma í ljós,“ sagði hornamaðurinn einfaldlega. Benfica er þó ekki eina liðið sem Stiven hefur verið orðaður við að undanförnu, en ungverska liðið Telekom Veszprém er sagt hafa áhuga á leikmanninum. Stiven staðfesti það svo sjálfur í viðtali að sá áhugi væri til staðar, en hjá Veszprém yrði hann í samkeppni um hornamannsstöðuna við íslenska landsliðsmanninn Bjarka Má Elísson. Valur Olís-deild karla Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Stiven Tobar staðfestir að Veszprém hafi áhuga á sér Stiven Tobar Valencia er í sínu fyrsta landsliðsverkefni en íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tékklandi í kvöld í undankeppni Evrópumótsins. 8. mars 2023 07:40 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Arnar Daði var einn af sérfræðingum Seinni bylgjunnar á leik Vals og Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Eftir leik sagði hann frá því að samkvæmt því sem hann hafi heyrt sé nýjasta stjarna íslenska landsliðsins á leið til Benfica í sumar. Þá sagði Arnar Daði einnig frá þessu á Twitter-síðu sinni á meðan leik stóð. Stiven hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með Valsmönnum í Evrópudeildinni í vetur, sem og í Olís-deildinni hér heima. Þá átti hann líka góða innkomu í íslenska landsliðið í leik gegn Tékkum í undankeppni EM 2024 fyrr í þessum mánuði. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sérfræðingsins er Stiven Tobar Valencia á leið til Benfica í Portúgal. Áhugavert skref. Ég man ekki eftir íslenskum leikmanni í Portúgal en deildin hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár. La Valsia akademían að skila N1 atvinnumanninum. Einar. pic.twitter.com/N6TM2qoyQ8— Arnar Daði (@arnardadi) March 21, 2023 Eftir leik Vals gegn Göppingen í Evrópudeildinni fyrr í kvöld var Stiven spurður út í þessi mál í viðtali við Andra Má Eggertsson. Stiven var stuttorður og passaði sig að gefa ekkert upp. „Það verður bara að koma í ljós,“ sagði hornamaðurinn einfaldlega. Benfica er þó ekki eina liðið sem Stiven hefur verið orðaður við að undanförnu, en ungverska liðið Telekom Veszprém er sagt hafa áhuga á leikmanninum. Stiven staðfesti það svo sjálfur í viðtali að sá áhugi væri til staðar, en hjá Veszprém yrði hann í samkeppni um hornamannsstöðuna við íslenska landsliðsmanninn Bjarka Má Elísson.
Valur Olís-deild karla Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Stiven Tobar staðfestir að Veszprém hafi áhuga á sér Stiven Tobar Valencia er í sínu fyrsta landsliðsverkefni en íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tékklandi í kvöld í undankeppni Evrópumótsins. 8. mars 2023 07:40 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Stiven Tobar staðfestir að Veszprém hafi áhuga á sér Stiven Tobar Valencia er í sínu fyrsta landsliðsverkefni en íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tékklandi í kvöld í undankeppni Evrópumótsins. 8. mars 2023 07:40