Innlent

Mönnunum sleppt úr haldi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lögregla rannsakaði vettvanginn í gærmorgun og innsiglaði hann í kjölfarið.
Lögregla rannsakaði vettvanginn í gærmorgun og innsiglaði hann í kjölfarið. Vísir/Steingrímur Dúi

Mönnunum tveimur sem handteknir voru eftir að karlmaður fannst látinn í húsi í Þingholtunum hefur verið sleppt úr haldi. Er það mat lögreglu að þeir hafi ekki átt þátt í dauða mannsins. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Mennirnir tveir voru handteknir í gærmorgun eftir að lögreglu barst tilkynning um hávaða og háreysti úr húsi í Þingholtunum. Með þeim í húsinu var þriðji maður sem var meðvitundarlaus. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. 

Ekki tókst að yfirheyra mennina strax sökum ástands en tókst að gera það í morgun. Að yfirheyrslum lokið var þeim sleppt úr haldi. Enginn grunur leikur á um refsiverða háttsemi þeirra.

Hér fyrir neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið frá því í gærkvöldi.

Klippa: Rannsaka andlát í Þingholtunum

Tengdar fréttir

Tveir handteknir í tengslum við andlát í miðbænum

Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við andlát í Þingholtunum í Reykjavíkur í morgun. Tilkynning barst á sjöunda tímanum í morgun um hávaða og háreysti í húsi en þegar lögregluþjóna bar að garði var þar maður meðvitundarlaus.

Telja ó­lík­legt að and­látið hafi borið að með sak­næmum hætti

Ekki var hægt að yfirheyra mennina tvo, sem handteknir voru í morgun í tengslum við andlát í Þingholtunum í Reykjavík, fyrr en síðdegis sökum ástands þeirra. Lögregla segir það ekki talið líklegt að svo stöddu að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti en það mun skýrast betur í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×