Hefja gjaldtöku við Jökulsárlón í sumar Bjarki Sigurðsson skrifar 20. mars 2023 10:26 Rúmlega 800 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þjóðgarðsvörður á svæðinu segir það vera löngu tímabæra aðgerð en fjármunirnir verða nýttir í viðhald á svæðinu og fleira. Greint var frá því á vef Vatnajökulsþjóðgarðs fyrr í mánuðinum að hefja eigi gjaldtöku við Jökulsárlón þann fyrsta júní næstkomandi. Rukkað hefur verið inn á þjónustusvæðið við Skaftafell síðan árið 2017 og töldu þjóðgarðsverðir að nú væri rétti tímapunkturinn til að hefja gjaldtöku við lónið. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, segir gjaldtökuna í raun vera löngu tímabæra. „Þetta svæði er gríðarlega umfangsmikið. Stórt svæði og með því að hefja þessa gjaldtöku getum við aukið viðveru landvarða á svæðinu og aukið landvörslu á svæðinu öllu. Ég myndi segja að þetta væri tímabært,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Þessir selir munu ekki þurfa að greiða fyrir heimsóknir sínar frekar en áður þar sem rukkað verður fyrir að leggja í bílastæði, ekki fyrir að leggja sig á ísbreiðu.Vísir/Vilhelm Upphæðin sem þarf að greiða fer eftir stærð ökutækja en venjulegur fólksbíll mun þurfa að greiða þúsund krónur fyrir aðgang. Notast verður við myndavélar við innkeyrsluna á svæðið sem les bílnúmer ökutækja. þeir sem heimsækja bæði Jökulsárlón og Skaftafell sama sólarhringinn fá fimmtíu prósenta afslátt á seinni staðnum. Steinunn óttast ekki að fólk verði óánægt með gjaldtökuna og þykir henni að almenn sátt ríki í þjóðfélaginu um að fólk þurfi að greiða fyrir þá þjónustu sem það fær. „Það ríkir sátt um þetta í Skaftafelli og þegar fólk leggur til dæmis í miðbæ Reykjavíkur þá borgar það með glöðu geði fyrir bílastæði. Þannig það ætti ekki að vera neitt öðruvísi á þessum fjölsóttu ferðamannastöðum að greiða fyrir þá þjónustu sem er í boði. Sem eru bílastæðin, salerni, landvarsla, fræðsla og fleira,“ segir Steinunn. Jökulsárlón er fjölfarnasti áfangastaður ferðamanna innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Í fyrra komu um 840 þúsund gestir að Jökulsárlóni og nálgast gestafjöldinn þær tölur sem við sáum fyrir faraldur kórónuveirunnar. Árið 2018 heimsótti 960 þúsund gestir lónið sem er það mesta síðan mælingar hófust. Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Greint var frá því á vef Vatnajökulsþjóðgarðs fyrr í mánuðinum að hefja eigi gjaldtöku við Jökulsárlón þann fyrsta júní næstkomandi. Rukkað hefur verið inn á þjónustusvæðið við Skaftafell síðan árið 2017 og töldu þjóðgarðsverðir að nú væri rétti tímapunkturinn til að hefja gjaldtöku við lónið. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, segir gjaldtökuna í raun vera löngu tímabæra. „Þetta svæði er gríðarlega umfangsmikið. Stórt svæði og með því að hefja þessa gjaldtöku getum við aukið viðveru landvarða á svæðinu og aukið landvörslu á svæðinu öllu. Ég myndi segja að þetta væri tímabært,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Þessir selir munu ekki þurfa að greiða fyrir heimsóknir sínar frekar en áður þar sem rukkað verður fyrir að leggja í bílastæði, ekki fyrir að leggja sig á ísbreiðu.Vísir/Vilhelm Upphæðin sem þarf að greiða fer eftir stærð ökutækja en venjulegur fólksbíll mun þurfa að greiða þúsund krónur fyrir aðgang. Notast verður við myndavélar við innkeyrsluna á svæðið sem les bílnúmer ökutækja. þeir sem heimsækja bæði Jökulsárlón og Skaftafell sama sólarhringinn fá fimmtíu prósenta afslátt á seinni staðnum. Steinunn óttast ekki að fólk verði óánægt með gjaldtökuna og þykir henni að almenn sátt ríki í þjóðfélaginu um að fólk þurfi að greiða fyrir þá þjónustu sem það fær. „Það ríkir sátt um þetta í Skaftafelli og þegar fólk leggur til dæmis í miðbæ Reykjavíkur þá borgar það með glöðu geði fyrir bílastæði. Þannig það ætti ekki að vera neitt öðruvísi á þessum fjölsóttu ferðamannastöðum að greiða fyrir þá þjónustu sem er í boði. Sem eru bílastæðin, salerni, landvarsla, fræðsla og fleira,“ segir Steinunn. Jökulsárlón er fjölfarnasti áfangastaður ferðamanna innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Í fyrra komu um 840 þúsund gestir að Jökulsárlóni og nálgast gestafjöldinn þær tölur sem við sáum fyrir faraldur kórónuveirunnar. Árið 2018 heimsótti 960 þúsund gestir lónið sem er það mesta síðan mælingar hófust.
Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira