Sögulegur og sorglegur dagur sem vonast var til að kæmi aldrei Máni Snær Þorláksson skrifar 19. mars 2023 23:55 Colm Kelleher, stjórnarformaður UBS, og Axel Lehmann, stjórnarformaður Credit Suisse á blaðamannafundinum sem haldinn var í kvöld. AP/Peter Klaunzer Á blaðamannafundi í Sviss í kvöld var tilkynnt um kaup UBS, stærsta banka Sviss, á Credit Suisse, næst stærsta banka landsins. Upphaflega var talið að kaupverðið væri rúmir tveir milljarðar Bandaríkjadala en nú er ljóst að kaupverðið var nokkuð hærra, um 3,24 milljarðar Bandaríkjadala Viðræður um yfirtöku svissneska bankans UBS á bankanum Credit Suisse hófust á föstudagskvöld en seðlabankinn og fjármálaeftirlitið þar í landi stóðu að viðræðunum, sem höfðu það markmið að endurvekja traust á bankakerfinu. Boðað var til blaðamannafundar klukkan 19:30 á staðartíma í dag þar sem farið var yfir stöðu mála. Þar staðfesti Alain Berset, forseti Sviss, að UBS myndi festa kaup á keppinauti sínum. Forsetinn sagði að samningurinn hafi mikil áhrif á að halda fjármálamörkuðum heimsins gangandi. „Stjórnlaust fall Credit Suisse myndi hafa óútreiknanlegar afleiðingar á landið og alþjóðlega fjármálakerfið,“ sagði forsetinn á fundinum. Sögulegur og sorglegur dagur „Þetta er sögulegur dagur í Sviss, og í rauninni er þetta dagur sem við vonuðumst til að myndi aldrei koma,“ er haft eftir Colm Kelleher, stjórnarformanni UBS, í frétt Reuters um kaupin. Hann segir ýmsa atburði undanfarna vikna hafa gert það að verkum að ýtt var á UBS til að taka yfir bankann til að koma í veg fyrir slæmt ástand á fjármálamörkuðum heimsins. Þá segir Ralph Hamers, forstjóri UBS, að enn eigi eftir að klára mörg smáatriði í samningnum. „Ég veit að það hljóta ennþá að vera spurningar sem við höfum ekki náð að svara og ég skil það og ég vil meira að segja biðjast afsökunar á því,“ segir Hamers. Axel Lehmann, stjórnarformaður Credit Suisse, segir að samningurinn sé skýr stefnubreyting. Hann tekur einnig í svipaðan streng og kollegi sinn hjá UBS: „Þetta er sögulegur, sorglegur og virkilega erfiður dagur fyrir Credit Suisse, fyrir Sviss, og fyrir alþjóðlega fjármálamarkaði,“ er haft eftir Lehmann í umfjöllun AP um kaupin. Fengu ekki að greiða atkvæði um samninginn Þrátt fyrir að kaupverðið sé meira en upphaflega var talið þá er það ennþá töluvert undir markaðsvirði bankans á föstudaginn. Þá var markaðsvirði bankans um 7,43 milljarðar Bandaríkjadala en sem fyrr segir er kaupverðið einungis 3,24 milljarðar. Hluthafar í Credit Suisse höfðu ekkert um það að segja hvort það væri nógu mikið þar sem þeir fengu hvorki að samþykkja né hafna samningnum. Ástæðan fyrir því er sú að yfirvöld í Sviss lögðu fram neyðarreglugerð sem gerði kaupin möguleg án atkvæðagreiðslu frá eigendum Credit Suisse. Fjármálamarkaðir Sviss Tengdar fréttir Forseti Sviss staðfestir kaup UBS á Credit Suisse Forseti Sviss hefur staðfest að UBS, stærsti banki Sviss, mun kaupa Credit Suisse, næst stærsta banka landsins. Ekki kom fram í máli hans hvert nákvæmt kaupverð er en það er sagt nema yfir tveimur milljörðum Bandaríkjadala. 19. mars 2023 19:02 Samkomulag um kaupin sagt í höfn: „Sýnir hversu slæm staðan er“ UBS, stærsti banki Sviss, er sagður hafa samþykkt að kaupa Credit Suisse, sem er næst stærsti banki landsins. Kaupverðið er sagt vera yfir tveir milljarðar Bandaríkjadala. Yfirvöld í Sviss eru sögð ætla að breyta hlutafélagalöggjöf landsins til að koma í veg fyrr að hluthafa bankans fái að greiða atkvæði um söluna. 19. mars 2023 17:22 UBS sagður ætla að kaupa Credit Suisse fyrir allt að milljarð dala UBS, stærsti banki Sviss, er sagður ætla að kaupa Credit Suisse, sem er næststærsti banki Sviss og rambar á barmi falls, fyrir allt að einn milljarð Bandaríkjadala. Það er einungis brot af markaðsvirði bankans við lok markaða á föstudag. 19. mars 2023 12:25 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Viðræður um yfirtöku svissneska bankans UBS á bankanum Credit Suisse hófust á föstudagskvöld en seðlabankinn og fjármálaeftirlitið þar í landi stóðu að viðræðunum, sem höfðu það markmið að endurvekja traust á bankakerfinu. Boðað var til blaðamannafundar klukkan 19:30 á staðartíma í dag þar sem farið var yfir stöðu mála. Þar staðfesti Alain Berset, forseti Sviss, að UBS myndi festa kaup á keppinauti sínum. Forsetinn sagði að samningurinn hafi mikil áhrif á að halda fjármálamörkuðum heimsins gangandi. „Stjórnlaust fall Credit Suisse myndi hafa óútreiknanlegar afleiðingar á landið og alþjóðlega fjármálakerfið,“ sagði forsetinn á fundinum. Sögulegur og sorglegur dagur „Þetta er sögulegur dagur í Sviss, og í rauninni er þetta dagur sem við vonuðumst til að myndi aldrei koma,“ er haft eftir Colm Kelleher, stjórnarformanni UBS, í frétt Reuters um kaupin. Hann segir ýmsa atburði undanfarna vikna hafa gert það að verkum að ýtt var á UBS til að taka yfir bankann til að koma í veg fyrir slæmt ástand á fjármálamörkuðum heimsins. Þá segir Ralph Hamers, forstjóri UBS, að enn eigi eftir að klára mörg smáatriði í samningnum. „Ég veit að það hljóta ennþá að vera spurningar sem við höfum ekki náð að svara og ég skil það og ég vil meira að segja biðjast afsökunar á því,“ segir Hamers. Axel Lehmann, stjórnarformaður Credit Suisse, segir að samningurinn sé skýr stefnubreyting. Hann tekur einnig í svipaðan streng og kollegi sinn hjá UBS: „Þetta er sögulegur, sorglegur og virkilega erfiður dagur fyrir Credit Suisse, fyrir Sviss, og fyrir alþjóðlega fjármálamarkaði,“ er haft eftir Lehmann í umfjöllun AP um kaupin. Fengu ekki að greiða atkvæði um samninginn Þrátt fyrir að kaupverðið sé meira en upphaflega var talið þá er það ennþá töluvert undir markaðsvirði bankans á föstudaginn. Þá var markaðsvirði bankans um 7,43 milljarðar Bandaríkjadala en sem fyrr segir er kaupverðið einungis 3,24 milljarðar. Hluthafar í Credit Suisse höfðu ekkert um það að segja hvort það væri nógu mikið þar sem þeir fengu hvorki að samþykkja né hafna samningnum. Ástæðan fyrir því er sú að yfirvöld í Sviss lögðu fram neyðarreglugerð sem gerði kaupin möguleg án atkvæðagreiðslu frá eigendum Credit Suisse.
Fjármálamarkaðir Sviss Tengdar fréttir Forseti Sviss staðfestir kaup UBS á Credit Suisse Forseti Sviss hefur staðfest að UBS, stærsti banki Sviss, mun kaupa Credit Suisse, næst stærsta banka landsins. Ekki kom fram í máli hans hvert nákvæmt kaupverð er en það er sagt nema yfir tveimur milljörðum Bandaríkjadala. 19. mars 2023 19:02 Samkomulag um kaupin sagt í höfn: „Sýnir hversu slæm staðan er“ UBS, stærsti banki Sviss, er sagður hafa samþykkt að kaupa Credit Suisse, sem er næst stærsti banki landsins. Kaupverðið er sagt vera yfir tveir milljarðar Bandaríkjadala. Yfirvöld í Sviss eru sögð ætla að breyta hlutafélagalöggjöf landsins til að koma í veg fyrr að hluthafa bankans fái að greiða atkvæði um söluna. 19. mars 2023 17:22 UBS sagður ætla að kaupa Credit Suisse fyrir allt að milljarð dala UBS, stærsti banki Sviss, er sagður ætla að kaupa Credit Suisse, sem er næststærsti banki Sviss og rambar á barmi falls, fyrir allt að einn milljarð Bandaríkjadala. Það er einungis brot af markaðsvirði bankans við lok markaða á föstudag. 19. mars 2023 12:25 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Forseti Sviss staðfestir kaup UBS á Credit Suisse Forseti Sviss hefur staðfest að UBS, stærsti banki Sviss, mun kaupa Credit Suisse, næst stærsta banka landsins. Ekki kom fram í máli hans hvert nákvæmt kaupverð er en það er sagt nema yfir tveimur milljörðum Bandaríkjadala. 19. mars 2023 19:02
Samkomulag um kaupin sagt í höfn: „Sýnir hversu slæm staðan er“ UBS, stærsti banki Sviss, er sagður hafa samþykkt að kaupa Credit Suisse, sem er næst stærsti banki landsins. Kaupverðið er sagt vera yfir tveir milljarðar Bandaríkjadala. Yfirvöld í Sviss eru sögð ætla að breyta hlutafélagalöggjöf landsins til að koma í veg fyrr að hluthafa bankans fái að greiða atkvæði um söluna. 19. mars 2023 17:22
UBS sagður ætla að kaupa Credit Suisse fyrir allt að milljarð dala UBS, stærsti banki Sviss, er sagður ætla að kaupa Credit Suisse, sem er næststærsti banki Sviss og rambar á barmi falls, fyrir allt að einn milljarð Bandaríkjadala. Það er einungis brot af markaðsvirði bankans við lok markaða á föstudag. 19. mars 2023 12:25