UBS sagður ætla að kaupa Credit Suisse fyrir allt að milljarð dala Árni Sæberg skrifar 19. mars 2023 12:25 UBS er sagður ætla að taka yfir Credit Suisse. getty/arnd wiegmann UBS, stærsti banki Sviss, er sagður ætla að kaupa Credit Suisse, sem er næststærsti banki Sviss og rambar á barmi falls, fyrir allt að einn milljarð Bandaríkjadala. Það er einungis brot af markaðsvirði bankans við lok markaða á föstudag. Þetta herma heimildarmenn Financial Times. Þeir segja einnig að áform séu uppi um að breyta hlutafélagalöggjöf Sviss til þess að koma í veg fyrir að hluthafar bankans fái að greiða atkvæði um söluna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um neyðarfund ríkisstjórnar Sviss vegna hugsanlegrar yfirtöku UBS á Credit Suisse. Í frétt Financial Times segir að forsvarsmenn UBS hafi tjáð forsvarsmönnum Credit Suisse í morgun að þeir væru tilbúnir til þess að greiða 0,25 svissneska Franka fyrir hvern hlut í bankanum. Lokaverð hlutabréfa í bankanum var 1,86 Frankar á föstudag. Þá segir að óvíst sé að verði af yfirtökunni og að skilmálar hennar haldist þeir sömu. Til að mynda er ákvæði sagt vera í samningsdrögum um að ekkert verði af yfirtökunni ef skuldatryggingarálag Credit Suisse eykst um hundrað punkta eða meira. Sviss Fjármálamarkaðir Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Þetta herma heimildarmenn Financial Times. Þeir segja einnig að áform séu uppi um að breyta hlutafélagalöggjöf Sviss til þess að koma í veg fyrir að hluthafar bankans fái að greiða atkvæði um söluna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um neyðarfund ríkisstjórnar Sviss vegna hugsanlegrar yfirtöku UBS á Credit Suisse. Í frétt Financial Times segir að forsvarsmenn UBS hafi tjáð forsvarsmönnum Credit Suisse í morgun að þeir væru tilbúnir til þess að greiða 0,25 svissneska Franka fyrir hvern hlut í bankanum. Lokaverð hlutabréfa í bankanum var 1,86 Frankar á föstudag. Þá segir að óvíst sé að verði af yfirtökunni og að skilmálar hennar haldist þeir sömu. Til að mynda er ákvæði sagt vera í samningsdrögum um að ekkert verði af yfirtökunni ef skuldatryggingarálag Credit Suisse eykst um hundrað punkta eða meira.
Sviss Fjármálamarkaðir Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira