Byssusýning á Stokkseyri um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. mars 2023 12:16 Páll Reynisson hjá Veiðisafninu á Stokkseyri, sem er í forsvari fyrir byssusýninguna um helgina. Sýningin er opin frá 11:00 til 18:00, laugardag og sunnudag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verður mikið um að vera í Veiðisafninu á Stokkseyri um helgina því þar stendur yfir byssusýning þar sem úrval skotvopna og búnaðar til skotveiða, ásamt sjónaukum og aukabúnaði er til sýnis. Eigandi Veiðisafnsins segir að konur séu að koma mjög öflugar inn í skotveiðina. Páll Reynisson á og rekur Veiðisafnið á Stokkseyri þar sem er mikið af uppstoppuðum dýrum af öllum gerðum og tegundum, sem hann hefur meira og minna skotið sjálfur. Sjón er sögu ríkari. Þessa helgi er byssusýning á Veiðisafninu þar sem hægt er að kynna sér allt, sem tilheyrir skotveiði á einn eða annan hátt. „Í ár er það verslunin Veiðihornið í Reykjavík, Ólafur og félagar, þeir ætla að koma og vera með okkur í fyrsta sinn og það er skemmtilegt að segja frá því að það koma hingað félagar úr skotfélaginu Skotgrund á Snæfellsnesi líka. Það eru alltaf einhverjar nýjungar á þessum sýningu, það fylgir bara straumar og stefnur í þessu eins og öðru,“ segir Páll. Páll segir mjög ánægjulegt hvað konum hefur fjölgað mikið í skotveiði og skotfimi. „Við eigum toppklassa konur í þessu eins og víða í öðru. Ég held nú að innst inni þá snúist þetta bara að kveneðlinu og veiðinni og allt það, en til dæmis í mark skytteríinu standa þær sig mjög vel, ekkert síður en karlar og í veiðinni líka. Ég held að þær komi inn í þetta á dálítið öðrum forsendum en við karldýrin,“ segir Páll. Fjölbreytt úrval af byssum eru til sýnis á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Byssusýningar Veiðisafnsins hafa verið mjög vinsælar í gegnum árin. „Já, mjög vinsælar, hér er topp mæting laugardag og sunnudag. Þetta er þó nokkur framkvæmd að setja þetta upp og halda þessu úti en það er líka gaman og fólk kemur og þá gengur þetta allt saman upp.“ En hvað er það við skotíþróttirnar sem er svona áhugavert og skemmtilegt? „Útiveran er númer eitt en það var einhvern tímann sagt hér að fugl í poka væri bónus, en það væri túrinn sem gilti, ég held dálítið í það,“ segir Páll. Páll, sem er með eitt allra glæsilegasta veiðisafn landsins á Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Veiðisafnsins á Stokkseyri Árborg Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Páll Reynisson á og rekur Veiðisafnið á Stokkseyri þar sem er mikið af uppstoppuðum dýrum af öllum gerðum og tegundum, sem hann hefur meira og minna skotið sjálfur. Sjón er sögu ríkari. Þessa helgi er byssusýning á Veiðisafninu þar sem hægt er að kynna sér allt, sem tilheyrir skotveiði á einn eða annan hátt. „Í ár er það verslunin Veiðihornið í Reykjavík, Ólafur og félagar, þeir ætla að koma og vera með okkur í fyrsta sinn og það er skemmtilegt að segja frá því að það koma hingað félagar úr skotfélaginu Skotgrund á Snæfellsnesi líka. Það eru alltaf einhverjar nýjungar á þessum sýningu, það fylgir bara straumar og stefnur í þessu eins og öðru,“ segir Páll. Páll segir mjög ánægjulegt hvað konum hefur fjölgað mikið í skotveiði og skotfimi. „Við eigum toppklassa konur í þessu eins og víða í öðru. Ég held nú að innst inni þá snúist þetta bara að kveneðlinu og veiðinni og allt það, en til dæmis í mark skytteríinu standa þær sig mjög vel, ekkert síður en karlar og í veiðinni líka. Ég held að þær komi inn í þetta á dálítið öðrum forsendum en við karldýrin,“ segir Páll. Fjölbreytt úrval af byssum eru til sýnis á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Byssusýningar Veiðisafnsins hafa verið mjög vinsælar í gegnum árin. „Já, mjög vinsælar, hér er topp mæting laugardag og sunnudag. Þetta er þó nokkur framkvæmd að setja þetta upp og halda þessu úti en það er líka gaman og fólk kemur og þá gengur þetta allt saman upp.“ En hvað er það við skotíþróttirnar sem er svona áhugavert og skemmtilegt? „Útiveran er númer eitt en það var einhvern tímann sagt hér að fugl í poka væri bónus, en það væri túrinn sem gilti, ég held dálítið í það,“ segir Páll. Páll, sem er með eitt allra glæsilegasta veiðisafn landsins á Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Veiðisafnsins á Stokkseyri
Árborg Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira