Potter segir að Mount muni ekki spila með landsliðinu þó hann hafi verið valinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. mars 2023 18:01 Gareth Southgate er mikill aðdáandi Mason Mount. Eddie Keogh/Getty Images Mason Mount, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, var á dögunum valinn í enska landsliðið fyrir leiki liðsins í undankeppni EM 2024. Hann mun þó ekki spila mínútu með liðinu samkvæmt Graham Potter, þjálfara Chelsea. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, er trúr sínum mönnum og valdi Mount fyrir komandi leiki gegn Ítalíu og Úkraínu þó svo að leikmaðurinn sé að glíma við meiðsli. Here we go... your #ThreeLions for March camp! — England (@England) March 16, 2023 Mount spilaði síðast í 2-0 tapi Chelsea gegn Tottenham Hotspur þann 26. febrúar. Síðan þá hefur hann verið að glíma við meiðsli í mjöðm og misst af leikjum gegn Borussia Dortmund, Leeds United og Leicester City. Mount var í stóru hlutverki fyrri hluta Þjóðardeildarinnar á síðustu leiktíð en hlutverk hans varð minna eftir því sem leið á. England tapaði þar þremur leikjum og gerði þrjú jafntefli. Á HM í Katar undir lok síðasta árs byrjaði hann fyrstu tvo leikina gegn Íran og Bandaríkjunum. Hann hvíldi gegn Wales, kom inn af bekknum gegn Senegal í 16-liða úrslitum sem og í tapinu gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum. Þó svo að Mount hafi að því virtist orðinn varamaður hjá Southgate ákvað þjálfarinn samt að velja hann þó svo að Mount, og félagar hans í Chelsea, hafi lítið sem ekkert getað á leiktíðinni. Mason Mount will not play for England despite call-up, says Graham Potter. @Matt_Law_DT#TelegraphFootball | #ChelseaFC— Telegraph Football (@TeleFootball) March 17, 2023 Graham Potter hefur nú tekið fyrir að leikmaðurinn spili þar sem hann sé einfaldlega meiddur. Hvort Southgate og læknar enska landsliðsins séu sammála því verður svo einfaldlega að koma í ljós. Fótbolti Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, er trúr sínum mönnum og valdi Mount fyrir komandi leiki gegn Ítalíu og Úkraínu þó svo að leikmaðurinn sé að glíma við meiðsli. Here we go... your #ThreeLions for March camp! — England (@England) March 16, 2023 Mount spilaði síðast í 2-0 tapi Chelsea gegn Tottenham Hotspur þann 26. febrúar. Síðan þá hefur hann verið að glíma við meiðsli í mjöðm og misst af leikjum gegn Borussia Dortmund, Leeds United og Leicester City. Mount var í stóru hlutverki fyrri hluta Þjóðardeildarinnar á síðustu leiktíð en hlutverk hans varð minna eftir því sem leið á. England tapaði þar þremur leikjum og gerði þrjú jafntefli. Á HM í Katar undir lok síðasta árs byrjaði hann fyrstu tvo leikina gegn Íran og Bandaríkjunum. Hann hvíldi gegn Wales, kom inn af bekknum gegn Senegal í 16-liða úrslitum sem og í tapinu gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum. Þó svo að Mount hafi að því virtist orðinn varamaður hjá Southgate ákvað þjálfarinn samt að velja hann þó svo að Mount, og félagar hans í Chelsea, hafi lítið sem ekkert getað á leiktíðinni. Mason Mount will not play for England despite call-up, says Graham Potter. @Matt_Law_DT#TelegraphFootball | #ChelseaFC— Telegraph Football (@TeleFootball) March 17, 2023 Graham Potter hefur nú tekið fyrir að leikmaðurinn spili þar sem hann sé einfaldlega meiddur. Hvort Southgate og læknar enska landsliðsins séu sammála því verður svo einfaldlega að koma í ljós.
Fótbolti Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira